Fjöldauppsagnir hjá Controlant Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 12:05 Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant. Ekki náðist í Gísla við vinnslu fréttarinnar. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. Tveir starfsmenn Controlant hafa greint frá því í samtali við fréttastofu að starfsmenn hafi verið boðaðir á fund, hver á fætur öðrum, í morgun og þeim sagt upp störfum. Ekki liggi fyrir hver ástæða uppsagnanna er. Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Samkvæmt frétt Innherja frá því í upphafi árs voru tekjur Controlant á síðustu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vel yfir 30 milljónir dala, eða 4,4 milljarða króna, á hvorum fjórðungi fyrir sig. Veltan á síðasta ári jókst um nærri 100 prósent milli ára og var samtals um 130 milljónir dala, eða um 19 milljarðar króna. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og í október síðastliðnum störfuðu þar um 500 af 40 þjóðernum. Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Þá náðist ekki í Gísla Herjólfsson, framkvæmdastjóra Controlant, við vinnslu fréttarinnar. Ekki hefur heldur náðst í Láru Hilmarsdóttur upplýsingafulltrúa. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Einn stærsti hluthafinn seldi um fjórðung bréfa sinna í Controlant Fjárfestingafélagið Kaskur, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Controlant frá árinu 2017 og er í eigu Inga Guðjónssonar, losaði um meira en fjórðung alls eignarhlutar síns í hinu ört vaxandi íslenska hátæknifyrirtæki á árinu 2022. Áætla má að söluandvirði bréfanna hafi verið samanlagt um liðlega einn milljarður króna. 17. júlí 2023 10:47 Spá því að tekjur Controlant brjóti hundrað milljarða múrinn innan fárra ára Gangi áætlanir Controlant eftir, sem boðar mikinn vöxt í Bandaríkjunum, þá munu tekjur íslenska hátæknifyrirtækisins margfaldast og fara vel yfir 100 milljarða króna á allra næstu árum. Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst leggja félaginu til nærri þrjá milljarða í aukið hlutafé til að styðja við þann vöxt en verðmiðinn á Controlant um þessar mundir jafngildir rétt ríflega væntum árlegum rekstrarhagnaði samkvæmt spám stjórnenda. 22. júní 2023 09:25 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Tveir starfsmenn Controlant hafa greint frá því í samtali við fréttastofu að starfsmenn hafi verið boðaðir á fund, hver á fætur öðrum, í morgun og þeim sagt upp störfum. Ekki liggi fyrir hver ástæða uppsagnanna er. Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Samkvæmt frétt Innherja frá því í upphafi árs voru tekjur Controlant á síðustu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vel yfir 30 milljónir dala, eða 4,4 milljarða króna, á hvorum fjórðungi fyrir sig. Veltan á síðasta ári jókst um nærri 100 prósent milli ára og var samtals um 130 milljónir dala, eða um 19 milljarðar króna. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og í október síðastliðnum störfuðu þar um 500 af 40 þjóðernum. Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Þá náðist ekki í Gísla Herjólfsson, framkvæmdastjóra Controlant, við vinnslu fréttarinnar. Ekki hefur heldur náðst í Láru Hilmarsdóttur upplýsingafulltrúa.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Einn stærsti hluthafinn seldi um fjórðung bréfa sinna í Controlant Fjárfestingafélagið Kaskur, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Controlant frá árinu 2017 og er í eigu Inga Guðjónssonar, losaði um meira en fjórðung alls eignarhlutar síns í hinu ört vaxandi íslenska hátæknifyrirtæki á árinu 2022. Áætla má að söluandvirði bréfanna hafi verið samanlagt um liðlega einn milljarður króna. 17. júlí 2023 10:47 Spá því að tekjur Controlant brjóti hundrað milljarða múrinn innan fárra ára Gangi áætlanir Controlant eftir, sem boðar mikinn vöxt í Bandaríkjunum, þá munu tekjur íslenska hátæknifyrirtækisins margfaldast og fara vel yfir 100 milljarða króna á allra næstu árum. Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst leggja félaginu til nærri þrjá milljarða í aukið hlutafé til að styðja við þann vöxt en verðmiðinn á Controlant um þessar mundir jafngildir rétt ríflega væntum árlegum rekstrarhagnaði samkvæmt spám stjórnenda. 22. júní 2023 09:25 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Einn stærsti hluthafinn seldi um fjórðung bréfa sinna í Controlant Fjárfestingafélagið Kaskur, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Controlant frá árinu 2017 og er í eigu Inga Guðjónssonar, losaði um meira en fjórðung alls eignarhlutar síns í hinu ört vaxandi íslenska hátæknifyrirtæki á árinu 2022. Áætla má að söluandvirði bréfanna hafi verið samanlagt um liðlega einn milljarður króna. 17. júlí 2023 10:47
Spá því að tekjur Controlant brjóti hundrað milljarða múrinn innan fárra ára Gangi áætlanir Controlant eftir, sem boðar mikinn vöxt í Bandaríkjunum, þá munu tekjur íslenska hátæknifyrirtækisins margfaldast og fara vel yfir 100 milljarða króna á allra næstu árum. Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst leggja félaginu til nærri þrjá milljarða í aukið hlutafé til að styðja við þann vöxt en verðmiðinn á Controlant um þessar mundir jafngildir rétt ríflega væntum árlegum rekstrarhagnaði samkvæmt spám stjórnenda. 22. júní 2023 09:25
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf