Hægir verulega á hagvexti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 10:06 Samdráttur í einkaneyslu var 1,7 prósent á þriðja ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Verulega hægir á hagvexti á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga sé áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu (VLF) um 1080,3 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Vöxtur hennar, sumsé hagvöxtur, mælist á föstu verðlagi um 1,1 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist verg landsframleiðsla að raunvirði um 4,2 prósent meiri en á sama tíma í fyrra. Áætlað er að þjóðarútgjöld á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um 1,2 prósent smaanborið við þriðja ársfjórðing í fyrra. Af undirliðum þjóðarútgjalda er áætlað að einkaneysla hafi dregist saman að raunvirði um 1,7 prósent og fjármunamyndun um 4,3 prósent. Hins vegar er talið að samneysla hafi aukist um 2,3 prósent að raunvirði samanborið við þriðja ársfjórðung 2022. Samdráttur í einkaneyslu um 1,7 prósent Á þriðja ársfjórðungi er áætlað að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar hafi mælst jákvætt um 2,2 prósent og að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði hafi numið um 5,2 prósent af VLF samanborið við 4,8 prósent á sama ársfjórðungi í fyrra. Niðurstöður þjóðhagsreikninga gefa til kynna að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla hafi dregist saman um 3,8 prósent að raunvirði á milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs. Á þriðja ársfjórðungi 2023 dróst einkaneysla saman um 1,7 prósent að raunvirði sem er skarpur viðsnúningur borið saman við sama tímabil árið 2022. Á fyrstu níu mánuðum líðandi árs jókst einkaneysla um 1,3 prósent að raunvirði frá fyrra ári. Útgjöld Íslendinga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt og einnig hægðist á annarri innlendri neyslu. Töluverður samdráttur mælist í kaupum ökutækja eða 5,2 prósent en það er liður sem vegur talsvert í neysluútgjöldum heimilanna. Nánar á vef Hagstofunnar. Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þar segir að samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga sé áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu (VLF) um 1080,3 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Vöxtur hennar, sumsé hagvöxtur, mælist á föstu verðlagi um 1,1 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist verg landsframleiðsla að raunvirði um 4,2 prósent meiri en á sama tíma í fyrra. Áætlað er að þjóðarútgjöld á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um 1,2 prósent smaanborið við þriðja ársfjórðing í fyrra. Af undirliðum þjóðarútgjalda er áætlað að einkaneysla hafi dregist saman að raunvirði um 1,7 prósent og fjármunamyndun um 4,3 prósent. Hins vegar er talið að samneysla hafi aukist um 2,3 prósent að raunvirði samanborið við þriðja ársfjórðung 2022. Samdráttur í einkaneyslu um 1,7 prósent Á þriðja ársfjórðungi er áætlað að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar hafi mælst jákvætt um 2,2 prósent og að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði hafi numið um 5,2 prósent af VLF samanborið við 4,8 prósent á sama ársfjórðungi í fyrra. Niðurstöður þjóðhagsreikninga gefa til kynna að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla hafi dregist saman um 3,8 prósent að raunvirði á milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs. Á þriðja ársfjórðungi 2023 dróst einkaneysla saman um 1,7 prósent að raunvirði sem er skarpur viðsnúningur borið saman við sama tímabil árið 2022. Á fyrstu níu mánuðum líðandi árs jókst einkaneysla um 1,3 prósent að raunvirði frá fyrra ári. Útgjöld Íslendinga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt og einnig hægðist á annarri innlendri neyslu. Töluverður samdráttur mælist í kaupum ökutækja eða 5,2 prósent en það er liður sem vegur talsvert í neysluútgjöldum heimilanna. Nánar á vef Hagstofunnar.
Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira