Segir málið á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. desember 2023 17:53 Ásmundur Einar segir sitt ráðuneyti ekki hafa heimild til að blanda sér í mál Eddu Bjarkar. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sitt geti ekki blandað sér í mál Eddu Bjarkar Arnardóttur og barnanna hennar og segir málið alfarið vera á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins. „Hugurinn er alltaf hjá börnunum“ Hann segir að hugur sinn sé hjá börnunum og að málið sé gríðarlega erfitt en að hvorki hann né ráðuneytið sitt hafi heimild til að gera neitt í málinu. „Það er auðvitað alltaf þegar koma upp svona mál þá slær það mann ekki vel. Hugurinn er alltaf hjá börnunum sem um ræðir. Þetta er gríðarlega erfitt fyrir þau. En þetta mál er samt þannig að hvorki ég né mitt ráðuneyti höfum heimild til þess að blanda okkur beint inn í einstaklingsmál. Þannig að öll okkar samskipti eru við dómsmálaráðuneytið,“ segir Ásmundur. Meta þurfi breytingar á lögum Hann segir fundi hafa farið fram milli mennta- og barnamálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins og að ráðuneytin séu í endurskoðunarferli á barnaverndar- og barnalögum. Ásmundur segir einnig að meta þurfi hvort breytingar þurfi að gera á lögum og þá hverjar. „Þannig að fundirnir hafa svona lotið að því. Því okkur er ekki heimilt að setja okkur inn í einstaklingsmálin og erum aldrei með gögn sem tengjast þeim,“ segir hann. Málið alfarið hjá dómsmálaráðuneytinu Aðspurður hvort stjórnvöld hafi beitt sér beint fyrir öryggi barnanna segir hann málið vera hjá dómsmálaráðuneytinu og að sitt ráðuneyti geti ekki haft nein áhrif á gang mála. „Mitt ráðuneyti hefur engin gögn um þetta mál þannig samskipti okkar eru öll við dómsmálaráðuneytið í þessu efni og lúta þá að því sem tengist samspili barnaverndarlaga og barnalaga. Það hafa farið fram góðir fundir þar á milli en að öðru leyti er málið alfarið hjá dómsmálaráðuneytinu,“ segir Ásmundur Einar. Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vissi síðast af Eddu Björk á flugvellinum í Kaupmannahöfn Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var framseld til Noregs í gær, hefur ekkert heyrt frá henni frá framsalinu. Hún segir mikilvægt að hlustað verði á syni Eddu í forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. 2. desember 2023 15:50 Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11 Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
„Hugurinn er alltaf hjá börnunum“ Hann segir að hugur sinn sé hjá börnunum og að málið sé gríðarlega erfitt en að hvorki hann né ráðuneytið sitt hafi heimild til að gera neitt í málinu. „Það er auðvitað alltaf þegar koma upp svona mál þá slær það mann ekki vel. Hugurinn er alltaf hjá börnunum sem um ræðir. Þetta er gríðarlega erfitt fyrir þau. En þetta mál er samt þannig að hvorki ég né mitt ráðuneyti höfum heimild til þess að blanda okkur beint inn í einstaklingsmál. Þannig að öll okkar samskipti eru við dómsmálaráðuneytið,“ segir Ásmundur. Meta þurfi breytingar á lögum Hann segir fundi hafa farið fram milli mennta- og barnamálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins og að ráðuneytin séu í endurskoðunarferli á barnaverndar- og barnalögum. Ásmundur segir einnig að meta þurfi hvort breytingar þurfi að gera á lögum og þá hverjar. „Þannig að fundirnir hafa svona lotið að því. Því okkur er ekki heimilt að setja okkur inn í einstaklingsmálin og erum aldrei með gögn sem tengjast þeim,“ segir hann. Málið alfarið hjá dómsmálaráðuneytinu Aðspurður hvort stjórnvöld hafi beitt sér beint fyrir öryggi barnanna segir hann málið vera hjá dómsmálaráðuneytinu og að sitt ráðuneyti geti ekki haft nein áhrif á gang mála. „Mitt ráðuneyti hefur engin gögn um þetta mál þannig samskipti okkar eru öll við dómsmálaráðuneytið í þessu efni og lúta þá að því sem tengist samspili barnaverndarlaga og barnalaga. Það hafa farið fram góðir fundir þar á milli en að öðru leyti er málið alfarið hjá dómsmálaráðuneytinu,“ segir Ásmundur Einar.
Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vissi síðast af Eddu Björk á flugvellinum í Kaupmannahöfn Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var framseld til Noregs í gær, hefur ekkert heyrt frá henni frá framsalinu. Hún segir mikilvægt að hlustað verði á syni Eddu í forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. 2. desember 2023 15:50 Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11 Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Vissi síðast af Eddu Björk á flugvellinum í Kaupmannahöfn Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var framseld til Noregs í gær, hefur ekkert heyrt frá henni frá framsalinu. Hún segir mikilvægt að hlustað verði á syni Eddu í forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. 2. desember 2023 15:50
Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28
Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00
Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11
Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10