Sjötíu og níu starfsmönnum Controlant á Íslandi var sagt upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2023 14:24 79 var sagt upp í hópuppsögnum hjá Controlant fyrir mánaðamót. Vísir/Arnar Sjötíu og níu starfsmenn Controlant á Íslandi misstu vinnuna í hópuppsögn í nóvember. Um var að ræða einu hópuppsögnina sem tilkynnt var til Vinnumálastofnunar í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnumálastofnun, þar sem segir að 79 starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum í framleiðslu á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum. Hópuppsagnirnar komi flestar til framkvæmda í febrúar á næsta ári. Eins og fréttastofa greindi frá 27. nóvember síðastliðinn misstu áttatíu vinnuna hjá hátæknifyrirtækinu í hópuppsögn þann sama dag. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við fréttastofu að flestir þeirra áttatíu starfsmanna sem misstu vinnuna starfi í starfsstöð félagsins á Íslandi. Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri. Félagið er með höfuðstöðvar í Holtasmára í Kópavogi en einnig með starfsstöðvar í Bandaríkjunum, Hollandi, Danmörku og Póllandi. Ætla má að einn starfsmaður á annarri starfsstöð en hérlendis hafi misst vinnuna í hópuppsögnunum. Ævintýralegur vöxtur Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Samkvæmt frétt Innherja frá því í upphafi árs voru tekjur Controlant á síðustu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vel yfir 30 milljónir dala, eða 4,4 milljarða króna, á hvorum fjórðungi fyrir sig. Veltan á síðasta ári jókst um nærri 100 prósent milli ára og var samtals um 130 milljónir dala, eða um 19 milljarðar króna. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og starfa þar nú 450 af 40 þjóðernum. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verðandi stjórnarformaður Controlant fjárfesti í útboði félagsins Þrír íslenskir lífeyrissjóðir komu inn sem nýir beinir hluthafar í Controlant þegar þeir lögðu til félaginu meginþorra þess fjármagns sem það sótti sér í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Daninn Søren Skou, verðandi stjórnarformaður Controlant og fyrrverandi forstjóri skipaflutningarisans AP Moller-Maersk, tók sömuleiðis þátt í útboðinu en í bréfi til fjárfesta boðar tæknifyrirtækið tíðari upplýsingagjöf til hluthafa. 1. desember 2023 12:22 Flestir sem missa vinnuna á Íslandi Flestir þeirra áttatíu starfsmanna Controlant, sem var tilkynnt í morgun að yrði sagt upp störfum, starfa í starfsstöð félagsins á Íslandi. Forstjóri félagsins segir hagræðinguna vegna samdráttar í Covid-tengdum verkefnum fyrirtækisins. 27. nóvember 2023 16:29 Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. 27. nóvember 2023 14:40 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnumálastofnun, þar sem segir að 79 starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum í framleiðslu á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum. Hópuppsagnirnar komi flestar til framkvæmda í febrúar á næsta ári. Eins og fréttastofa greindi frá 27. nóvember síðastliðinn misstu áttatíu vinnuna hjá hátæknifyrirtækinu í hópuppsögn þann sama dag. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við fréttastofu að flestir þeirra áttatíu starfsmanna sem misstu vinnuna starfi í starfsstöð félagsins á Íslandi. Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri. Félagið er með höfuðstöðvar í Holtasmára í Kópavogi en einnig með starfsstöðvar í Bandaríkjunum, Hollandi, Danmörku og Póllandi. Ætla má að einn starfsmaður á annarri starfsstöð en hérlendis hafi misst vinnuna í hópuppsögnunum. Ævintýralegur vöxtur Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Samkvæmt frétt Innherja frá því í upphafi árs voru tekjur Controlant á síðustu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vel yfir 30 milljónir dala, eða 4,4 milljarða króna, á hvorum fjórðungi fyrir sig. Veltan á síðasta ári jókst um nærri 100 prósent milli ára og var samtals um 130 milljónir dala, eða um 19 milljarðar króna. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og starfa þar nú 450 af 40 þjóðernum.
Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verðandi stjórnarformaður Controlant fjárfesti í útboði félagsins Þrír íslenskir lífeyrissjóðir komu inn sem nýir beinir hluthafar í Controlant þegar þeir lögðu til félaginu meginþorra þess fjármagns sem það sótti sér í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Daninn Søren Skou, verðandi stjórnarformaður Controlant og fyrrverandi forstjóri skipaflutningarisans AP Moller-Maersk, tók sömuleiðis þátt í útboðinu en í bréfi til fjárfesta boðar tæknifyrirtækið tíðari upplýsingagjöf til hluthafa. 1. desember 2023 12:22 Flestir sem missa vinnuna á Íslandi Flestir þeirra áttatíu starfsmanna Controlant, sem var tilkynnt í morgun að yrði sagt upp störfum, starfa í starfsstöð félagsins á Íslandi. Forstjóri félagsins segir hagræðinguna vegna samdráttar í Covid-tengdum verkefnum fyrirtækisins. 27. nóvember 2023 16:29 Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. 27. nóvember 2023 14:40 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Verðandi stjórnarformaður Controlant fjárfesti í útboði félagsins Þrír íslenskir lífeyrissjóðir komu inn sem nýir beinir hluthafar í Controlant þegar þeir lögðu til félaginu meginþorra þess fjármagns sem það sótti sér í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Daninn Søren Skou, verðandi stjórnarformaður Controlant og fyrrverandi forstjóri skipaflutningarisans AP Moller-Maersk, tók sömuleiðis þátt í útboðinu en í bréfi til fjárfesta boðar tæknifyrirtækið tíðari upplýsingagjöf til hluthafa. 1. desember 2023 12:22
Flestir sem missa vinnuna á Íslandi Flestir þeirra áttatíu starfsmanna Controlant, sem var tilkynnt í morgun að yrði sagt upp störfum, starfa í starfsstöð félagsins á Íslandi. Forstjóri félagsins segir hagræðinguna vegna samdráttar í Covid-tengdum verkefnum fyrirtækisins. 27. nóvember 2023 16:29
Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. 27. nóvember 2023 14:40