Mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Kristín Ólafsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 8. desember 2023 12:41 Á myndum frá mótmælendum sést hvernig glimmeri var kastað yfir Bjarna. Aðsend Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst. Í myndbandi sem einn viðstaddra á fundinum tók, og fylgir fréttinni, sést hvernig mótmælendur hafa stillt sér upp á sviði fundarsalarins í Veröld með borða sem á stendur „Stjórnmálaslit - Viðskiptabann á Ísrael.“ Einn mótmælenda kastar svo rauðbleiku dufti, sem sjónarvottur telur hafa verið glimmer, yfir Bjarna. Hann virðist á þessum tímapunkti þegar hafa fengið yfir sig sambærilega glimmersprengju. Klippa: Glimmeri kastað yfir Bjarna Ben Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hófst fundurinn á því að tilkynnt var um forföll Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en til stóð að hún flytti upphafsávarp fundarins. Þess í stað kæmi Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. „Þá reis einn áhorfandi úr sæti sínu og byrjaði að fara með ræðu auk þess sem nokkrir áhorfenda fóru fyrir framan pontu með borða sem á stóð „Stjórnmálaslit og viðskiptabann á Ísrael“. Einn mótmælandi kallaði á Bjarna til hamingju og kastaði glimmeri yfir hann,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir í samtali við fréttastofu en hún var í Veröld þegar atvikið átti sér stað. Frá Veröld. Bjarni yfirgaf svæðið ekki um leið og glimmerinu var kastað yfir hann heldur var hann enn inni í salnum um nokkra stund. Samkvæmt Salvöru mun hann hafa reynt að dusta af sér glimmerið og beðið á meðan mótmælandinn kláraði ræðu sína áður en hann fór. „Þegar þessu var lokið þá tilkynnti fundarhaldari að hann afréði að aflýsa viðburðinum og því færi ekkert málþing fram,“ segir Salvör. Hópurinn leggur fram þrjár kröfur Í yfirlýsingu frá hópnum segir að á Gasa strönd eigi sér stað þjóðarmorð. Það eina sem íslensk stjórnvöld hafi gert gagnvart þeim ólýsnalega hrylling sé að virða ekki mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem þau þykist fagna. „Ríkisstjórn Íslands hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki en aðhefst ekkert og segir ekkert! Við vitum samt að þið getið gripið til aðgerða. Við sáum það þegar Rússland réðst inn í Úkraínu. Hvers vegna ekki nú?“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að með aðgerðarleysi samþykki Ísland þjóðarmorð. Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjáningum Palestínufólks sé svo mikið að á sama tíma og fordæmalaus fjöldamorð séu framin, sé flóttafólki frá Palestínu vísað frá Íslandi. „Nýlega var átta barna palestínskri móður brottvísað frá íslandi og nú viljið þið vísa tveimur fylgdarlasum drengjum á götuna í Grikklandi. Getur þessi ríkisstjórn sýnt meiri lágkúru og grimmd! Er botninum aldrei náð!“ Þá krefst hópurinn þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael strax, að viðskiptabann verði sett á Ísrael og að palestínsku flóttafólki á Íslandi verði tafarlaust veitt alþjóðleg vernd og möguleika á fjölskyldusameiningu. Fréttin var uppfærð með tilkynningu hópsins. Á Gaza á sér stað þjóðarmorð! Og það eina sem íslensk stjórnvöld hafa sýnt í verki gagnvart þessum ólýsanlega hryllingi er að þau virða ekki Mannréttindayfirlýsinguna, sem þið þykist fagna í dag. Ríkisstjórn Íslands hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki en aðhefst ekkert og segir ekkert! Við vitum samt að þið getið gripið til aðgerða. Við sáum það þegar Rússland réðst inn í Úkraínu. Hvers vegna ekki nú? Með aðgerðarleysi samþykkir Ísland þjóðarmorð. En sinnuleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjáningum Palestínufólks er svo mikið að á sama tíma og fordæmalaus fjöldamorð eru framin, er flóttafólki frá Palestínu vísað frá Íslandi. Nýlega var átta barna palestínskri móður brottvísað frá íslandi og nú viljið þið vísa tveimur fylgdarlasum drengjum á götuna í Grikklandi. Getur þessi ríkisstjórn sýnt meiri lágkúru og grimmd! Er botninum aldrei náð! Við krefjumst þess að 1. Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael strax 2. að viðskiptabann verði sett á ísrael 3. að palestínsku flóttafólki á Íslandi verði tafarlaust veitt alþjóðleg vernd og möguleika á fjölskyldusameiningu. Þið sættið ykkur við loftárásir á spítala, flóttamannabúðir, skóla, fjöldamorð á óbreyttum borgurum, misþyrmingum og áður óséðum fjöldamorðum á fjölmiðlafólki, heilbrigðisstarfsfólki og fulltrúum alþjóðastofnanna. Svo sitið þið hér og fagnið mannréttindasáttmálanum! Skammist ykkar! Getur verið að það sé búið að brjóta meðalhófsregluna, Bjarni! Getur verið að þetta sé árás! Sé íslenskum stjórnvöldum alvara um mikilvægi mannréttinda og andstöðu við stíðsglæpi ættuð þið að slíta stjórnmálasambandi og viðskiptasambandi við Ísrael. Lifi frjáls Palestína! Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Háskólar Mannréttindi Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Í myndbandi sem einn viðstaddra á fundinum tók, og fylgir fréttinni, sést hvernig mótmælendur hafa stillt sér upp á sviði fundarsalarins í Veröld með borða sem á stendur „Stjórnmálaslit - Viðskiptabann á Ísrael.“ Einn mótmælenda kastar svo rauðbleiku dufti, sem sjónarvottur telur hafa verið glimmer, yfir Bjarna. Hann virðist á þessum tímapunkti þegar hafa fengið yfir sig sambærilega glimmersprengju. Klippa: Glimmeri kastað yfir Bjarna Ben Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hófst fundurinn á því að tilkynnt var um forföll Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en til stóð að hún flytti upphafsávarp fundarins. Þess í stað kæmi Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. „Þá reis einn áhorfandi úr sæti sínu og byrjaði að fara með ræðu auk þess sem nokkrir áhorfenda fóru fyrir framan pontu með borða sem á stóð „Stjórnmálaslit og viðskiptabann á Ísrael“. Einn mótmælandi kallaði á Bjarna til hamingju og kastaði glimmeri yfir hann,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir í samtali við fréttastofu en hún var í Veröld þegar atvikið átti sér stað. Frá Veröld. Bjarni yfirgaf svæðið ekki um leið og glimmerinu var kastað yfir hann heldur var hann enn inni í salnum um nokkra stund. Samkvæmt Salvöru mun hann hafa reynt að dusta af sér glimmerið og beðið á meðan mótmælandinn kláraði ræðu sína áður en hann fór. „Þegar þessu var lokið þá tilkynnti fundarhaldari að hann afréði að aflýsa viðburðinum og því færi ekkert málþing fram,“ segir Salvör. Hópurinn leggur fram þrjár kröfur Í yfirlýsingu frá hópnum segir að á Gasa strönd eigi sér stað þjóðarmorð. Það eina sem íslensk stjórnvöld hafi gert gagnvart þeim ólýsnalega hrylling sé að virða ekki mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem þau þykist fagna. „Ríkisstjórn Íslands hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki en aðhefst ekkert og segir ekkert! Við vitum samt að þið getið gripið til aðgerða. Við sáum það þegar Rússland réðst inn í Úkraínu. Hvers vegna ekki nú?“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að með aðgerðarleysi samþykki Ísland þjóðarmorð. Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjáningum Palestínufólks sé svo mikið að á sama tíma og fordæmalaus fjöldamorð séu framin, sé flóttafólki frá Palestínu vísað frá Íslandi. „Nýlega var átta barna palestínskri móður brottvísað frá íslandi og nú viljið þið vísa tveimur fylgdarlasum drengjum á götuna í Grikklandi. Getur þessi ríkisstjórn sýnt meiri lágkúru og grimmd! Er botninum aldrei náð!“ Þá krefst hópurinn þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael strax, að viðskiptabann verði sett á Ísrael og að palestínsku flóttafólki á Íslandi verði tafarlaust veitt alþjóðleg vernd og möguleika á fjölskyldusameiningu. Fréttin var uppfærð með tilkynningu hópsins. Á Gaza á sér stað þjóðarmorð! Og það eina sem íslensk stjórnvöld hafa sýnt í verki gagnvart þessum ólýsanlega hryllingi er að þau virða ekki Mannréttindayfirlýsinguna, sem þið þykist fagna í dag. Ríkisstjórn Íslands hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki en aðhefst ekkert og segir ekkert! Við vitum samt að þið getið gripið til aðgerða. Við sáum það þegar Rússland réðst inn í Úkraínu. Hvers vegna ekki nú? Með aðgerðarleysi samþykkir Ísland þjóðarmorð. En sinnuleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjáningum Palestínufólks er svo mikið að á sama tíma og fordæmalaus fjöldamorð eru framin, er flóttafólki frá Palestínu vísað frá Íslandi. Nýlega var átta barna palestínskri móður brottvísað frá íslandi og nú viljið þið vísa tveimur fylgdarlasum drengjum á götuna í Grikklandi. Getur þessi ríkisstjórn sýnt meiri lágkúru og grimmd! Er botninum aldrei náð! Við krefjumst þess að 1. Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael strax 2. að viðskiptabann verði sett á ísrael 3. að palestínsku flóttafólki á Íslandi verði tafarlaust veitt alþjóðleg vernd og möguleika á fjölskyldusameiningu. Þið sættið ykkur við loftárásir á spítala, flóttamannabúðir, skóla, fjöldamorð á óbreyttum borgurum, misþyrmingum og áður óséðum fjöldamorðum á fjölmiðlafólki, heilbrigðisstarfsfólki og fulltrúum alþjóðastofnanna. Svo sitið þið hér og fagnið mannréttindasáttmálanum! Skammist ykkar! Getur verið að það sé búið að brjóta meðalhófsregluna, Bjarni! Getur verið að þetta sé árás! Sé íslenskum stjórnvöldum alvara um mikilvægi mannréttinda og andstöðu við stíðsglæpi ættuð þið að slíta stjórnmálasambandi og viðskiptasambandi við Ísrael. Lifi frjáls Palestína!
Á Gaza á sér stað þjóðarmorð! Og það eina sem íslensk stjórnvöld hafa sýnt í verki gagnvart þessum ólýsanlega hryllingi er að þau virða ekki Mannréttindayfirlýsinguna, sem þið þykist fagna í dag. Ríkisstjórn Íslands hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki en aðhefst ekkert og segir ekkert! Við vitum samt að þið getið gripið til aðgerða. Við sáum það þegar Rússland réðst inn í Úkraínu. Hvers vegna ekki nú? Með aðgerðarleysi samþykkir Ísland þjóðarmorð. En sinnuleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjáningum Palestínufólks er svo mikið að á sama tíma og fordæmalaus fjöldamorð eru framin, er flóttafólki frá Palestínu vísað frá Íslandi. Nýlega var átta barna palestínskri móður brottvísað frá íslandi og nú viljið þið vísa tveimur fylgdarlasum drengjum á götuna í Grikklandi. Getur þessi ríkisstjórn sýnt meiri lágkúru og grimmd! Er botninum aldrei náð! Við krefjumst þess að 1. Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael strax 2. að viðskiptabann verði sett á ísrael 3. að palestínsku flóttafólki á Íslandi verði tafarlaust veitt alþjóðleg vernd og möguleika á fjölskyldusameiningu. Þið sættið ykkur við loftárásir á spítala, flóttamannabúðir, skóla, fjöldamorð á óbreyttum borgurum, misþyrmingum og áður óséðum fjöldamorðum á fjölmiðlafólki, heilbrigðisstarfsfólki og fulltrúum alþjóðastofnanna. Svo sitið þið hér og fagnið mannréttindasáttmálanum! Skammist ykkar! Getur verið að það sé búið að brjóta meðalhófsregluna, Bjarni! Getur verið að þetta sé árás! Sé íslenskum stjórnvöldum alvara um mikilvægi mannréttinda og andstöðu við stíðsglæpi ættuð þið að slíta stjórnmálasambandi og viðskiptasambandi við Ísrael. Lifi frjáls Palestína!
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Háskólar Mannréttindi Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira