Neyðarlegt raforkulagafrumvarp Árni Hrannar Haraldsson skrifar 12. desember 2023 17:31 Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Þess vegna er mikilvægt að á þurrkaárinu 2023 sé ekki brugðist við með óyfirveguðum „neyðarlögum“ sem skemma miklu meira en þau eiga að laga. Mest af okkar rafmagni fáum við úr vatnsföllum. Þess vegna hefur tíðarfarið áhrif á það hversu mikið hægt er að búa til af því ár hvert. Mest af okkar rafmagni fáum við líka frá einu fyrirtæki, Landsvirkjun. Staðan á íslenska raforkumarkaðnum ræðst því mest af því hvernig veðrið er og hvað Landsvirkjun gerir. Óvenjulegur markaður Til einföldunar má skipta raforkumarkaðnum í tvennt, í stórnotendamarkað og almennan markað. Skipting notkunarinnar milli þessara markaða er óvenjuleg hér á landi en mjög stór hluti fer til stórnotenda, eða um 80%. Þar gilda langtímasamningar við stóriðjur sem hafa gert okkur kleift að byggja flestar okkar stærstu virkjana. Á almenna markaðnum, sem fær 20% af rafmagninu, eru heimilin í landinu og langflest fyrirtæki og stofnanir. Á meðal fyrirtækjanna á almenna markaðnum eru nokkur sem sætta sig við það að í þurrkatíð, þegar rafmagnsframleiðslan er minni, fái þau minna rafmagn en borgi á móti minna fyrir það þegar það stendur til boða. Fyrirséð neyð Nú er verið að ræða það á Alþingi að setja „neyðarlög“ vegna þess að einu sinni sem oftar er ekki til rafmagn handa öllum þeim sem vilja þegar þau vilja. Skerðing til þeirra sem sætta sig við hana sé ekki nóg til að brúa bilið á milli þess sem virkjanirnar framleiða og þarfar allra verksmiðjanna og rafmagnstækjanna sem eru í sambandi og stillt á on. „Neyðarlögin“ eiga að vera svar við því hvernig á að tryggja að almenni forgangsmarkaðurinn fái sitt rafmagn. Þessi staða var ekki óvænt. Það blasti við hverjum sem sjá vildi að lón Landsvirkjunar voru ekki að fyllast í haust. Það er misjafnt hvernig brugðist er við slíkri stöðu. Viðbrögðin geta haft afgerandi áhrif á stöðuna sem upp kemur á raforkumarkaði þegar þannig viðrar að vatnsaflsvirkjanirnar fá minna vatn. Jafnréttisleiðin Vaxandi eftirspurn gerir það líka að verkum að staðan nú er ekki óvænt og í fyrra var lögð fram tillaga um hvernig ætti að tryggja heimilunum og öðrum á almenna markaðnum rafmagn. Starfshópur stjórnvalda um raforkuöryggi lagði þá til að reglan yrði sú að hvert orkufyrirtæki hefði tiltækt rafmagn fyrir almenna markaðinn í samræmi við hlutdeild sína í raforkuvinnslunni í landinu. Landsvirkjun sæi þá almenningi, sem byggði það fyrirtæki upp og á það enn, fyrir um 73%. [Myndartexti] Súlan til vinstri á myndinni sýnir hvernig öll raforkuvinnsla á Íslandi skiptist á milli framleiðslufyrirtækjanna. Súlan hægra megin sýnir hlutdeild sömu fyrirtækja í rafmagninu sem selt er almenningi. Þar sést til dæmis að Orka náttúrunnar selur liðlega 50% meira rafmagn á almennum markaði en hlutdeild fyrirtækisins í raforkuvinnslunni segir til um. Misréttisleiðin Þetta er ekki leiðin sem farin er í frumvarpi til „neyðarlaganna.“ Neyðarleiðin er sú að Landsvirkjun verði gerð ábyrg fyrir því að útvega sama magn inn á almenna markaðinn og í fyrra, það er bara helminginn. En af því að það heitir nú „trygging“ þá sé þessu markaðsráðandi fyrirtæki leyft að haga sinni framgöngu á markaði án tillits til samkeppnislaga eða annarra almennra reglna sem um viðskipti gilda og öll önnur fyrirtæki á markaðnum þurfa að lúta. Yfirlýsingar fulltrúa Landsvirkjunar í fréttum síðustu daga um yfirvofandi hækkanir á raforkuverði til almennings eru vonandi ekki til marks um væntanlega framgöngu fyrirtækisins. Engar viðlíka yfirlýsingar hafa heyrst frá fulltrúum þeirra fyrirtækja sem þó útvega almenningi helming alls þess rafmagns sem fólk notar. Samkeppniseftirlitið talar skýrt Landsvirkjun á í samkeppni við Orku náttúrunnar og HS Orku á stórnotendamarkaði þar sem meirihluti rafmagnsins í landinu er seldur og keyptur. Það er því ekki að undra að Samkeppniseftirlitið leggist gegn þessu frumvarpi og beini því kurteislega til stjórnvalda að „…leita leiða sem ekki eru til þess fallnar að skaða samkeppni, í trássi við meginmarkmið gildandi raforkulaga.“ Skýrara verður það varla! Telji stjórnvöld nauðsyn að grípa til aðgerða, verða þau að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Landsvirkjun Jarðhiti Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Þess vegna er mikilvægt að á þurrkaárinu 2023 sé ekki brugðist við með óyfirveguðum „neyðarlögum“ sem skemma miklu meira en þau eiga að laga. Mest af okkar rafmagni fáum við úr vatnsföllum. Þess vegna hefur tíðarfarið áhrif á það hversu mikið hægt er að búa til af því ár hvert. Mest af okkar rafmagni fáum við líka frá einu fyrirtæki, Landsvirkjun. Staðan á íslenska raforkumarkaðnum ræðst því mest af því hvernig veðrið er og hvað Landsvirkjun gerir. Óvenjulegur markaður Til einföldunar má skipta raforkumarkaðnum í tvennt, í stórnotendamarkað og almennan markað. Skipting notkunarinnar milli þessara markaða er óvenjuleg hér á landi en mjög stór hluti fer til stórnotenda, eða um 80%. Þar gilda langtímasamningar við stóriðjur sem hafa gert okkur kleift að byggja flestar okkar stærstu virkjana. Á almenna markaðnum, sem fær 20% af rafmagninu, eru heimilin í landinu og langflest fyrirtæki og stofnanir. Á meðal fyrirtækjanna á almenna markaðnum eru nokkur sem sætta sig við það að í þurrkatíð, þegar rafmagnsframleiðslan er minni, fái þau minna rafmagn en borgi á móti minna fyrir það þegar það stendur til boða. Fyrirséð neyð Nú er verið að ræða það á Alþingi að setja „neyðarlög“ vegna þess að einu sinni sem oftar er ekki til rafmagn handa öllum þeim sem vilja þegar þau vilja. Skerðing til þeirra sem sætta sig við hana sé ekki nóg til að brúa bilið á milli þess sem virkjanirnar framleiða og þarfar allra verksmiðjanna og rafmagnstækjanna sem eru í sambandi og stillt á on. „Neyðarlögin“ eiga að vera svar við því hvernig á að tryggja að almenni forgangsmarkaðurinn fái sitt rafmagn. Þessi staða var ekki óvænt. Það blasti við hverjum sem sjá vildi að lón Landsvirkjunar voru ekki að fyllast í haust. Það er misjafnt hvernig brugðist er við slíkri stöðu. Viðbrögðin geta haft afgerandi áhrif á stöðuna sem upp kemur á raforkumarkaði þegar þannig viðrar að vatnsaflsvirkjanirnar fá minna vatn. Jafnréttisleiðin Vaxandi eftirspurn gerir það líka að verkum að staðan nú er ekki óvænt og í fyrra var lögð fram tillaga um hvernig ætti að tryggja heimilunum og öðrum á almenna markaðnum rafmagn. Starfshópur stjórnvalda um raforkuöryggi lagði þá til að reglan yrði sú að hvert orkufyrirtæki hefði tiltækt rafmagn fyrir almenna markaðinn í samræmi við hlutdeild sína í raforkuvinnslunni í landinu. Landsvirkjun sæi þá almenningi, sem byggði það fyrirtæki upp og á það enn, fyrir um 73%. [Myndartexti] Súlan til vinstri á myndinni sýnir hvernig öll raforkuvinnsla á Íslandi skiptist á milli framleiðslufyrirtækjanna. Súlan hægra megin sýnir hlutdeild sömu fyrirtækja í rafmagninu sem selt er almenningi. Þar sést til dæmis að Orka náttúrunnar selur liðlega 50% meira rafmagn á almennum markaði en hlutdeild fyrirtækisins í raforkuvinnslunni segir til um. Misréttisleiðin Þetta er ekki leiðin sem farin er í frumvarpi til „neyðarlaganna.“ Neyðarleiðin er sú að Landsvirkjun verði gerð ábyrg fyrir því að útvega sama magn inn á almenna markaðinn og í fyrra, það er bara helminginn. En af því að það heitir nú „trygging“ þá sé þessu markaðsráðandi fyrirtæki leyft að haga sinni framgöngu á markaði án tillits til samkeppnislaga eða annarra almennra reglna sem um viðskipti gilda og öll önnur fyrirtæki á markaðnum þurfa að lúta. Yfirlýsingar fulltrúa Landsvirkjunar í fréttum síðustu daga um yfirvofandi hækkanir á raforkuverði til almennings eru vonandi ekki til marks um væntanlega framgöngu fyrirtækisins. Engar viðlíka yfirlýsingar hafa heyrst frá fulltrúum þeirra fyrirtækja sem þó útvega almenningi helming alls þess rafmagns sem fólk notar. Samkeppniseftirlitið talar skýrt Landsvirkjun á í samkeppni við Orku náttúrunnar og HS Orku á stórnotendamarkaði þar sem meirihluti rafmagnsins í landinu er seldur og keyptur. Það er því ekki að undra að Samkeppniseftirlitið leggist gegn þessu frumvarpi og beini því kurteislega til stjórnvalda að „…leita leiða sem ekki eru til þess fallnar að skaða samkeppni, í trássi við meginmarkmið gildandi raforkulaga.“ Skýrara verður það varla! Telji stjórnvöld nauðsyn að grípa til aðgerða, verða þau að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun