Kaupmáttur dróst saman á þriðja ársfjórðungi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. desember 2023 09:20 Hagstofa Íslands reiknar út kaupmátt. Vísir/Vilhelm Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann dróst saman um 2,7 prósent á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að ráðstöfunartekjur heimilageirans hafi aukist um átta prósent á þriðja ársfjórðungi nú í samanburði við sama tímabil í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum. Ráðstöfunartekjur á mann numu rúmlega 1,3 milljónum króna á ársfjórðungnum og jukust um 4,8 prósent frá sama tímabili í fyrra. Á sama tíma og kaupmáttr ráðstöfunartekna dróst saman um 2,7 prósent að teknu tilliti til verðlagsþróunar og mannfjöldaaukningar hækkaði vísitala neysluverðs á sama tíma um 7,8 prósent og mannfjöldi jókst um þrjú prósent. Gjöld og tekjur jukust Heildartekjur heimilanna jukust um 13,1 prósent á þriðja ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Sá liður sem vegur hvað þyngst í aukningu heildartekna er launatekjur en þær jukust um 10,9 prósent frá sama ársfjórðungi á síðasta ári. Áætlað er að eignatekjur hafi aukist um 18,2 prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra og að vaxtatekjur hafi aukist um 47,4 prósent á tímabilinu. Þá jukust lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur um 11,5 prósent. Heildargjöld heimilanna jukust um 19,7 prósent á þriðja ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Skattgreiðslur jukust um 12,3 prósent, tryggingagjöld um 7,7 prósent og eignagjöld um 39,4 prósent, þar af vaxtagjöld um 40,8 prósent sem er nokkuð minni hækkun en síðustu ársfjórðunga þar sem vaxtahækkanir voru byrjaðar að gera vart við sig á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Fram kemur í tilkynningu Hafstofunnar að um bráðabirgðaniðurstöður sé að ræða. Hún muni birta endurskoðaðar niðurstöður þegar fyrir liggja endanlegari upplýsingar, meðal annars úr skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Tölur fyrir árin 2015-2021 hafa verið leiðréttar í ársfjórðungstöflu í kjölfar birtingar í október og stemma þær nú við árstöflu tekjuskiptingauppgjörs. Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Þar kemur fram að ráðstöfunartekjur heimilageirans hafi aukist um átta prósent á þriðja ársfjórðungi nú í samanburði við sama tímabil í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum. Ráðstöfunartekjur á mann numu rúmlega 1,3 milljónum króna á ársfjórðungnum og jukust um 4,8 prósent frá sama tímabili í fyrra. Á sama tíma og kaupmáttr ráðstöfunartekna dróst saman um 2,7 prósent að teknu tilliti til verðlagsþróunar og mannfjöldaaukningar hækkaði vísitala neysluverðs á sama tíma um 7,8 prósent og mannfjöldi jókst um þrjú prósent. Gjöld og tekjur jukust Heildartekjur heimilanna jukust um 13,1 prósent á þriðja ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Sá liður sem vegur hvað þyngst í aukningu heildartekna er launatekjur en þær jukust um 10,9 prósent frá sama ársfjórðungi á síðasta ári. Áætlað er að eignatekjur hafi aukist um 18,2 prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra og að vaxtatekjur hafi aukist um 47,4 prósent á tímabilinu. Þá jukust lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur um 11,5 prósent. Heildargjöld heimilanna jukust um 19,7 prósent á þriðja ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Skattgreiðslur jukust um 12,3 prósent, tryggingagjöld um 7,7 prósent og eignagjöld um 39,4 prósent, þar af vaxtagjöld um 40,8 prósent sem er nokkuð minni hækkun en síðustu ársfjórðunga þar sem vaxtahækkanir voru byrjaðar að gera vart við sig á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Fram kemur í tilkynningu Hafstofunnar að um bráðabirgðaniðurstöður sé að ræða. Hún muni birta endurskoðaðar niðurstöður þegar fyrir liggja endanlegari upplýsingar, meðal annars úr skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Tölur fyrir árin 2015-2021 hafa verið leiðréttar í ársfjórðungstöflu í kjölfar birtingar í október og stemma þær nú við árstöflu tekjuskiptingauppgjörs.
Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira