Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2023 16:40 Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. Írskir stjórnmálamenn standa mögulega frammi fyrir umfangsmiklum breytingum á viðhorfi Íra til innflytjenda. AP/Virginia Mayo Írland hefur lengi þótt nokkuð merkilegt fyrir þar sakir að þar hafa fjar-hægri stjórnmálaflokkar aldrei náð fótfestu. Þá hefur írska þjóðin verið stolt af því hvernig tekið er á móti farand- og flóttafólki þar. Á síðustu tuttugu árum lítur út fyrir að Írum af erlendum uppruna hafi fjölgað úr tíu prósentum þjóðarinnar í tuttugu prósent og það án mikillar aukningar í andúð á innflytjendum. Útlit er fyrir að það sé að breytast. Samkvæmt frétt Reuters hafa Írar tekið á móti nærri því hundrað þúsund flóttamönnum frá Úkraínu, sem er meira en nokkuð annað ríki í Vestur-Evrópu, miðað við höfðatölu. Þetta fólk hefur bæst við metfjölda hælisleitenda og stóran hóp farandverkamanna. Þetta er sagt hafa leitt til mikillar verðhækkunar á húsnæði. Leo Vardakar, forsætisráðherra, sagði á þingi í október, að Írar gætu ekki tekið móti fleiri hælisleitendum og flóttamönnum. Þá var tilkynnt á þriðjudaginn að fjárveitingar til nýkomins úkraínsks flóttafólks yrðu lækkaðar úr 220 evrum á viku í 39. Úr um 33 þúsund krónum á viku í tæpar sex þúsund. Þá voru gerðar breytingar á þann veg að úkraínskt flóttafólk megi ekki vera lengur en níutíu daga í húsnæði sköffuðu af ríkinu. Markmiðið, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Írlands, RTÉ, er að draga úr komum flóttafólks frá Úkraínu. Óeirðir í Dyflinni Til óeirða kom í Dyflinni, höfuðborg Írlands, í síðasta mánuði, eftir að stakk konu og þrjú börn í miðborg borgarinnar. Lögreglan hefur ekkert sagt opinberlega um þjóðerni mannsins en írskir fjölmiðlar hafa sagt hann frá Alsír. Eftior stunguárásina kom til átaka milli hóps fjar-hægri aðgerðasinna og lögreglunnar í Dyflinni og leiddi það til mikilla skemmda og rána. Sjá einnig: Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Íbúar smábæjarins Rosslare Harbour komust að því í síðasta mánuði að til stæði að hætta við áætlanir um að breyta gömlu hóteli í dvalarheimili. Þess í stað átti að nota húsnæðið til að hýsa hælisleitendur. Samkvæmt Reuters gaus upp nokkur reiði meðal um 1.200 íbúa bæjarins, þar sem fyrir má finna rúmlega þrjú hundruð hælisleitendur. „Hvar eiga þau að fara í skóla, hvar eiga þau að sækja læknisþjónustu?“ sagði einn íbúi bæjarins. Hann er einn þeirra sem standa við fjóra mótmælastaði kringum áðurnefnt hótel. Skipuleggjendur mótmælanna ítreka að vel hafi verið tekið móti hælisleitendum og flóttafólki í bænum og að mótmælendur séu ekki á móti innflytjendum. Nær athygli þingmanna Fréttaveitan segir sambærileg mótmæli hafa átt sér stað víðar um Írland og að hafi vakið athygli á þinginu, þar sem óháðir þingmenn lögðu nýverið fram frumvarp um að takmarka fjölda flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda í Írlandi. Þingmenn ríkisstjórnarflokka Írlands og stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þessa óháðu þingmenn harðlega í kjölfarið. Málefni innflytjenda hafa þó náð athygli kjósenda. Á undanförnum tveimur árum síða skoðanakannanir að þau málefni eru komin í þriðja sæti yfir málefni sem þeir hafa mestar áhyggjur af. Fyrir tveimur árum sögðust fjögur prósent kjósenda hafa áhyggjur af þessu en nú er hlutfallið 24 prósent. Írland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum lítur út fyrir að Írum af erlendum uppruna hafi fjölgað úr tíu prósentum þjóðarinnar í tuttugu prósent og það án mikillar aukningar í andúð á innflytjendum. Útlit er fyrir að það sé að breytast. Samkvæmt frétt Reuters hafa Írar tekið á móti nærri því hundrað þúsund flóttamönnum frá Úkraínu, sem er meira en nokkuð annað ríki í Vestur-Evrópu, miðað við höfðatölu. Þetta fólk hefur bæst við metfjölda hælisleitenda og stóran hóp farandverkamanna. Þetta er sagt hafa leitt til mikillar verðhækkunar á húsnæði. Leo Vardakar, forsætisráðherra, sagði á þingi í október, að Írar gætu ekki tekið móti fleiri hælisleitendum og flóttamönnum. Þá var tilkynnt á þriðjudaginn að fjárveitingar til nýkomins úkraínsks flóttafólks yrðu lækkaðar úr 220 evrum á viku í 39. Úr um 33 þúsund krónum á viku í tæpar sex þúsund. Þá voru gerðar breytingar á þann veg að úkraínskt flóttafólk megi ekki vera lengur en níutíu daga í húsnæði sköffuðu af ríkinu. Markmiðið, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Írlands, RTÉ, er að draga úr komum flóttafólks frá Úkraínu. Óeirðir í Dyflinni Til óeirða kom í Dyflinni, höfuðborg Írlands, í síðasta mánuði, eftir að stakk konu og þrjú börn í miðborg borgarinnar. Lögreglan hefur ekkert sagt opinberlega um þjóðerni mannsins en írskir fjölmiðlar hafa sagt hann frá Alsír. Eftior stunguárásina kom til átaka milli hóps fjar-hægri aðgerðasinna og lögreglunnar í Dyflinni og leiddi það til mikilla skemmda og rána. Sjá einnig: Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Íbúar smábæjarins Rosslare Harbour komust að því í síðasta mánuði að til stæði að hætta við áætlanir um að breyta gömlu hóteli í dvalarheimili. Þess í stað átti að nota húsnæðið til að hýsa hælisleitendur. Samkvæmt Reuters gaus upp nokkur reiði meðal um 1.200 íbúa bæjarins, þar sem fyrir má finna rúmlega þrjú hundruð hælisleitendur. „Hvar eiga þau að fara í skóla, hvar eiga þau að sækja læknisþjónustu?“ sagði einn íbúi bæjarins. Hann er einn þeirra sem standa við fjóra mótmælastaði kringum áðurnefnt hótel. Skipuleggjendur mótmælanna ítreka að vel hafi verið tekið móti hælisleitendum og flóttafólki í bænum og að mótmælendur séu ekki á móti innflytjendum. Nær athygli þingmanna Fréttaveitan segir sambærileg mótmæli hafa átt sér stað víðar um Írland og að hafi vakið athygli á þinginu, þar sem óháðir þingmenn lögðu nýverið fram frumvarp um að takmarka fjölda flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda í Írlandi. Þingmenn ríkisstjórnarflokka Írlands og stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þessa óháðu þingmenn harðlega í kjölfarið. Málefni innflytjenda hafa þó náð athygli kjósenda. Á undanförnum tveimur árum síða skoðanakannanir að þau málefni eru komin í þriðja sæti yfir málefni sem þeir hafa mestar áhyggjur af. Fyrir tveimur árum sögðust fjögur prósent kjósenda hafa áhyggjur af þessu en nú er hlutfallið 24 prósent.
Írland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira