Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2023 16:40 Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. Írskir stjórnmálamenn standa mögulega frammi fyrir umfangsmiklum breytingum á viðhorfi Íra til innflytjenda. AP/Virginia Mayo Írland hefur lengi þótt nokkuð merkilegt fyrir þar sakir að þar hafa fjar-hægri stjórnmálaflokkar aldrei náð fótfestu. Þá hefur írska þjóðin verið stolt af því hvernig tekið er á móti farand- og flóttafólki þar. Á síðustu tuttugu árum lítur út fyrir að Írum af erlendum uppruna hafi fjölgað úr tíu prósentum þjóðarinnar í tuttugu prósent og það án mikillar aukningar í andúð á innflytjendum. Útlit er fyrir að það sé að breytast. Samkvæmt frétt Reuters hafa Írar tekið á móti nærri því hundrað þúsund flóttamönnum frá Úkraínu, sem er meira en nokkuð annað ríki í Vestur-Evrópu, miðað við höfðatölu. Þetta fólk hefur bæst við metfjölda hælisleitenda og stóran hóp farandverkamanna. Þetta er sagt hafa leitt til mikillar verðhækkunar á húsnæði. Leo Vardakar, forsætisráðherra, sagði á þingi í október, að Írar gætu ekki tekið móti fleiri hælisleitendum og flóttamönnum. Þá var tilkynnt á þriðjudaginn að fjárveitingar til nýkomins úkraínsks flóttafólks yrðu lækkaðar úr 220 evrum á viku í 39. Úr um 33 þúsund krónum á viku í tæpar sex þúsund. Þá voru gerðar breytingar á þann veg að úkraínskt flóttafólk megi ekki vera lengur en níutíu daga í húsnæði sköffuðu af ríkinu. Markmiðið, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Írlands, RTÉ, er að draga úr komum flóttafólks frá Úkraínu. Óeirðir í Dyflinni Til óeirða kom í Dyflinni, höfuðborg Írlands, í síðasta mánuði, eftir að stakk konu og þrjú börn í miðborg borgarinnar. Lögreglan hefur ekkert sagt opinberlega um þjóðerni mannsins en írskir fjölmiðlar hafa sagt hann frá Alsír. Eftior stunguárásina kom til átaka milli hóps fjar-hægri aðgerðasinna og lögreglunnar í Dyflinni og leiddi það til mikilla skemmda og rána. Sjá einnig: Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Íbúar smábæjarins Rosslare Harbour komust að því í síðasta mánuði að til stæði að hætta við áætlanir um að breyta gömlu hóteli í dvalarheimili. Þess í stað átti að nota húsnæðið til að hýsa hælisleitendur. Samkvæmt Reuters gaus upp nokkur reiði meðal um 1.200 íbúa bæjarins, þar sem fyrir má finna rúmlega þrjú hundruð hælisleitendur. „Hvar eiga þau að fara í skóla, hvar eiga þau að sækja læknisþjónustu?“ sagði einn íbúi bæjarins. Hann er einn þeirra sem standa við fjóra mótmælastaði kringum áðurnefnt hótel. Skipuleggjendur mótmælanna ítreka að vel hafi verið tekið móti hælisleitendum og flóttafólki í bænum og að mótmælendur séu ekki á móti innflytjendum. Nær athygli þingmanna Fréttaveitan segir sambærileg mótmæli hafa átt sér stað víðar um Írland og að hafi vakið athygli á þinginu, þar sem óháðir þingmenn lögðu nýverið fram frumvarp um að takmarka fjölda flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda í Írlandi. Þingmenn ríkisstjórnarflokka Írlands og stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þessa óháðu þingmenn harðlega í kjölfarið. Málefni innflytjenda hafa þó náð athygli kjósenda. Á undanförnum tveimur árum síða skoðanakannanir að þau málefni eru komin í þriðja sæti yfir málefni sem þeir hafa mestar áhyggjur af. Fyrir tveimur árum sögðust fjögur prósent kjósenda hafa áhyggjur af þessu en nú er hlutfallið 24 prósent. Írland Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum lítur út fyrir að Írum af erlendum uppruna hafi fjölgað úr tíu prósentum þjóðarinnar í tuttugu prósent og það án mikillar aukningar í andúð á innflytjendum. Útlit er fyrir að það sé að breytast. Samkvæmt frétt Reuters hafa Írar tekið á móti nærri því hundrað þúsund flóttamönnum frá Úkraínu, sem er meira en nokkuð annað ríki í Vestur-Evrópu, miðað við höfðatölu. Þetta fólk hefur bæst við metfjölda hælisleitenda og stóran hóp farandverkamanna. Þetta er sagt hafa leitt til mikillar verðhækkunar á húsnæði. Leo Vardakar, forsætisráðherra, sagði á þingi í október, að Írar gætu ekki tekið móti fleiri hælisleitendum og flóttamönnum. Þá var tilkynnt á þriðjudaginn að fjárveitingar til nýkomins úkraínsks flóttafólks yrðu lækkaðar úr 220 evrum á viku í 39. Úr um 33 þúsund krónum á viku í tæpar sex þúsund. Þá voru gerðar breytingar á þann veg að úkraínskt flóttafólk megi ekki vera lengur en níutíu daga í húsnæði sköffuðu af ríkinu. Markmiðið, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Írlands, RTÉ, er að draga úr komum flóttafólks frá Úkraínu. Óeirðir í Dyflinni Til óeirða kom í Dyflinni, höfuðborg Írlands, í síðasta mánuði, eftir að stakk konu og þrjú börn í miðborg borgarinnar. Lögreglan hefur ekkert sagt opinberlega um þjóðerni mannsins en írskir fjölmiðlar hafa sagt hann frá Alsír. Eftior stunguárásina kom til átaka milli hóps fjar-hægri aðgerðasinna og lögreglunnar í Dyflinni og leiddi það til mikilla skemmda og rána. Sjá einnig: Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Íbúar smábæjarins Rosslare Harbour komust að því í síðasta mánuði að til stæði að hætta við áætlanir um að breyta gömlu hóteli í dvalarheimili. Þess í stað átti að nota húsnæðið til að hýsa hælisleitendur. Samkvæmt Reuters gaus upp nokkur reiði meðal um 1.200 íbúa bæjarins, þar sem fyrir má finna rúmlega þrjú hundruð hælisleitendur. „Hvar eiga þau að fara í skóla, hvar eiga þau að sækja læknisþjónustu?“ sagði einn íbúi bæjarins. Hann er einn þeirra sem standa við fjóra mótmælastaði kringum áðurnefnt hótel. Skipuleggjendur mótmælanna ítreka að vel hafi verið tekið móti hælisleitendum og flóttafólki í bænum og að mótmælendur séu ekki á móti innflytjendum. Nær athygli þingmanna Fréttaveitan segir sambærileg mótmæli hafa átt sér stað víðar um Írland og að hafi vakið athygli á þinginu, þar sem óháðir þingmenn lögðu nýverið fram frumvarp um að takmarka fjölda flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda í Írlandi. Þingmenn ríkisstjórnarflokka Írlands og stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þessa óháðu þingmenn harðlega í kjölfarið. Málefni innflytjenda hafa þó náð athygli kjósenda. Á undanförnum tveimur árum síða skoðanakannanir að þau málefni eru komin í þriðja sæti yfir málefni sem þeir hafa mestar áhyggjur af. Fyrir tveimur árum sögðust fjögur prósent kjósenda hafa áhyggjur af þessu en nú er hlutfallið 24 prósent.
Írland Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira