Næst á dagskrá er undanúrslitaleikur á móti Rob Cross sem er heimsmeistarinn frá árinu 2018. Cross lenti 4-0 undir í leiknum sínum í gær en kom til baka og vann 5-4.
„Vá,“ sagði Luke Littler eftir sigurinn sinn í gær.
"Now I am dreaming, I'm two games away"
— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) January 1, 2024
Luke Littler - the youngest player ever to reach the semi-final of the World Darts Championship pic.twitter.com/tTCDHRWUCt
„Ég er kominn í undanúrslitin á fyrsta heimsmeistaramótinu mínu. Ég er mjög ánægður með það að vera kominn þangað. Ég á það líka skilið miðað við það hvað ég er að spila vel,“ sagði Littler.
„Ef ég held áfram að spila svona þá á ég góða möguleika. Nú er mig að dreyma. Ég bara tveimur leikjum frá heimsmeistaratitlinum. Ég án nokkurs vafa farinn að hugsa um að lyfta bikarnum,“ sagði Littler.
„Rob Cross var frábær á sínu fyrsta móti á sínum tíma og ég hlakka til að fá að mæta honum. Ég var ekki hrifinn af því að þurfa vakna klukkan níu í morgun og það verður gott að slappa aðeins af á morgun og mæta síðan annað kvöld,“ sagði Littler.
Svo skemmtilega vill til að umræddur Cross fór alla leið á fyrsta heimsmeistaramóti sínu árið 2018. Hann var aftur á móti orðinn 27 ára gamall á þeim tíma en en Littler er ekki enn kominn á bílprófsaldurinn.
Undanúrslitin fara fram í kvöld og hefst útsendingin á Vodafone Sport klukkan 19.25.