Vaxandi raforkusala á almennum markaði Heimir Þórisson skrifar 4. janúar 2024 07:01 Raforkuöryggi hefur verið í brennidepli að undanförnu. Nýjasta virkjun Landsvirkjunar, Búrfellsstöð II, var gangsett árið 2018 og útlit er fyrir að sú næsta, Hvammsvirkjun, verði ekki gangsett fyrr en 2028. Eftirspurn hefur þó aukist umtalsvert á síðustu árum og nú er svo komið að vinnslukerfi fyrirtækisins er fullnýtt. Landsvirkjun selur ekki raforku beint til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Raforkan er seld til sölufyrirtækja sem selja hana svo áfram. Öllum sölufyrirtækjum bjóðast sömu kjör á hverjum tíma. Þegar við tölum um markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði er mikilvægt að átta sig á að hún stjórnast af eftirspurn sölufyrirtækja frekar en markaðssókn eða ákvörðunum Landsvirkjunar. Nú þegar gengið hefur verið frá sölu raforku fyrir janúar 2024 fæst staðfest að sala Landsvirkjunar á almenna markaðinn, sem stjórnast af þessari eftirspurn, eykst um 25% á milli ára. Til samanburðar gera raforkuspár Landsnets og Orkustofnunar ráð fyrir um 1,5-2,5% vexti á almennum markaði milli 2023 og 2024. Þessi mikla aukning umfram spár kveikir grun um að raforku á almennum markaði sé nú beint til notenda utan hans. Sala Landsvirkjunar á almennan markað hefur sveiflast mikið undanfarin ár. Þannig var 7% samdráttur í janúar milli áranna 2020 og 2021 þegar heimfaraldur reið yfir. Á sama tíma minnkaði þó heildarnotkun almenna markaðarins aðeins um 1,5% og því ljóst að önnur orkufyrirtæki beindu sinni framleiðslu í auknum mæli inn á almennan markað. Frá árinu 2021 hefur svo sala Landsvirkjunar aukist umfram vöxt markaðar á hverju ári. Aukning í sölu Landsvirkjunar er langt umfram vöxt á almennum markaði.Landsvirkjun Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og ljóst að takmörk eru á því hversu miklar skuldbindingar fyrirtækið getur gengist undir til viðbótar á næstu árum. Ef sú aukning sem við sjáum nú raungerast í janúar heldur áfram kemur að því að fyrirtækið geti ekki annað allri eftirspurn og þyrfti í því tilfelli að selja þá orku sem til er til hæstbjóðanda, í samræmi við samkeppnislög. Þetta myndi þó ekki tryggja að næg raforka væri til staðar fyrir almennan markað og líkur væru á verðhækkunum til heimila og fyrirtækja. Mikilvægt er að tryggja raforkuöryggi almennings áður en til slíkra aðstæðna kemur. Höfundur er sérfræðingur hjá viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Raforkuöryggi hefur verið í brennidepli að undanförnu. Nýjasta virkjun Landsvirkjunar, Búrfellsstöð II, var gangsett árið 2018 og útlit er fyrir að sú næsta, Hvammsvirkjun, verði ekki gangsett fyrr en 2028. Eftirspurn hefur þó aukist umtalsvert á síðustu árum og nú er svo komið að vinnslukerfi fyrirtækisins er fullnýtt. Landsvirkjun selur ekki raforku beint til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Raforkan er seld til sölufyrirtækja sem selja hana svo áfram. Öllum sölufyrirtækjum bjóðast sömu kjör á hverjum tíma. Þegar við tölum um markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði er mikilvægt að átta sig á að hún stjórnast af eftirspurn sölufyrirtækja frekar en markaðssókn eða ákvörðunum Landsvirkjunar. Nú þegar gengið hefur verið frá sölu raforku fyrir janúar 2024 fæst staðfest að sala Landsvirkjunar á almenna markaðinn, sem stjórnast af þessari eftirspurn, eykst um 25% á milli ára. Til samanburðar gera raforkuspár Landsnets og Orkustofnunar ráð fyrir um 1,5-2,5% vexti á almennum markaði milli 2023 og 2024. Þessi mikla aukning umfram spár kveikir grun um að raforku á almennum markaði sé nú beint til notenda utan hans. Sala Landsvirkjunar á almennan markað hefur sveiflast mikið undanfarin ár. Þannig var 7% samdráttur í janúar milli áranna 2020 og 2021 þegar heimfaraldur reið yfir. Á sama tíma minnkaði þó heildarnotkun almenna markaðarins aðeins um 1,5% og því ljóst að önnur orkufyrirtæki beindu sinni framleiðslu í auknum mæli inn á almennan markað. Frá árinu 2021 hefur svo sala Landsvirkjunar aukist umfram vöxt markaðar á hverju ári. Aukning í sölu Landsvirkjunar er langt umfram vöxt á almennum markaði.Landsvirkjun Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og ljóst að takmörk eru á því hversu miklar skuldbindingar fyrirtækið getur gengist undir til viðbótar á næstu árum. Ef sú aukning sem við sjáum nú raungerast í janúar heldur áfram kemur að því að fyrirtækið geti ekki annað allri eftirspurn og þyrfti í því tilfelli að selja þá orku sem til er til hæstbjóðanda, í samræmi við samkeppnislög. Þetta myndi þó ekki tryggja að næg raforka væri til staðar fyrir almennan markað og líkur væru á verðhækkunum til heimila og fyrirtækja. Mikilvægt er að tryggja raforkuöryggi almennings áður en til slíkra aðstæðna kemur. Höfundur er sérfræðingur hjá viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar