Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2024 14:41 PepsiCo framleiðir ýmsar vörur líkt og Pepsí, 7UP og Doritos. EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV Franska matvöruverslanakeðjan Carrefour hefur tilkynnt að hún muni hætta að selja Pepsí og aðrar vörur úr smiðju PepsiCo. Ástæðan er sögð sú að vörurnar séu orðnar of dýrar eftir nýjustu verðhækkanirnar. Í umfjöllun Financial Times kemur fram að keðjan muni frá og með deginum í dag því hætta sölu á vörum líkt og Pepsí, 7UP og Doritos snakki. Haft er eftir talsmanni verslanakeðjunnar að skilti verði sett upp þeirra í stað þar sem viðskiptavinum verði greint frá því að ástæðan sé „óásættanleg verðhækkun.“ Matvöruframleiðendur í Frakklandi og verslanakeðjur hafa átt í samningaviðræðum um matarverð. Samkvæmt talsmanni Carrefour hafa þær samningaviðræður við PepsiCo reynst afar flóknar. Carrefour hafi viljað lækka verð í takt við stöðu efnahagsmála á heimsvísu en PepsiCo hafi hinsvegar viljað hækkun. Samningaviðræðunum á að vera lokið fyrir enda janúar. Það er tveimur mánuðum fyrr en allajafna, sökum tilmæla frá yfirvöldum þar í landi sem vilja að lægri verðbólga skili sér fyrr í lægra vöruverði til neytenda. Í umfjöllun Financial Times er þess getið að Carrefour hafi ekki viljað gefa upp hverslags tölur PepsiCo hafi farið fram á í verðhækkunum. Fyrirtækið vildi ekki tjá sig um málið. Þá kemur fram að keppinautur PepsiCo, Coca-Cola hafi einnig viljað hækka verð á sínum vörum í Frakklandi, um sjö prósent á næsta ári. Það hafi einnig leitt til erfiðra samningaviðræðna við stjórnendur matvöruverslana í landinu. Segir í umfjöllun miðilsins að ekki sé um að ræða fyrsta skiptið sem matvöruverslanir beiti slíkum ráðum gegn framleiðendum þar í landi. Önnur matvöruverslanakeðja, Leclerc, hafi í sumar stöðvað sölu á drykkjum frá framleiðandanum Pernod Ricard tímabundið vegna hækkana. Frakkland Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í umfjöllun Financial Times kemur fram að keðjan muni frá og með deginum í dag því hætta sölu á vörum líkt og Pepsí, 7UP og Doritos snakki. Haft er eftir talsmanni verslanakeðjunnar að skilti verði sett upp þeirra í stað þar sem viðskiptavinum verði greint frá því að ástæðan sé „óásættanleg verðhækkun.“ Matvöruframleiðendur í Frakklandi og verslanakeðjur hafa átt í samningaviðræðum um matarverð. Samkvæmt talsmanni Carrefour hafa þær samningaviðræður við PepsiCo reynst afar flóknar. Carrefour hafi viljað lækka verð í takt við stöðu efnahagsmála á heimsvísu en PepsiCo hafi hinsvegar viljað hækkun. Samningaviðræðunum á að vera lokið fyrir enda janúar. Það er tveimur mánuðum fyrr en allajafna, sökum tilmæla frá yfirvöldum þar í landi sem vilja að lægri verðbólga skili sér fyrr í lægra vöruverði til neytenda. Í umfjöllun Financial Times er þess getið að Carrefour hafi ekki viljað gefa upp hverslags tölur PepsiCo hafi farið fram á í verðhækkunum. Fyrirtækið vildi ekki tjá sig um málið. Þá kemur fram að keppinautur PepsiCo, Coca-Cola hafi einnig viljað hækka verð á sínum vörum í Frakklandi, um sjö prósent á næsta ári. Það hafi einnig leitt til erfiðra samningaviðræðna við stjórnendur matvöruverslana í landinu. Segir í umfjöllun miðilsins að ekki sé um að ræða fyrsta skiptið sem matvöruverslanir beiti slíkum ráðum gegn framleiðendum þar í landi. Önnur matvöruverslanakeðja, Leclerc, hafi í sumar stöðvað sölu á drykkjum frá framleiðandanum Pernod Ricard tímabundið vegna hækkana.
Frakkland Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira