Svandís og sjallarnir Sigmar Guðmundsson skrifar 9. janúar 2024 08:30 Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Að venju fylgist Framsókn hnípin með. Núna eru það lögbrot Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu sem ógna stjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn verða að svara því skýrt hvort Svandís Svavarsdóttir njóti trausts þeirra. Hún er ráðherra í þeirra skjóli. Staðan núna hefur ekkert með stjórnarandstöðuna að gera eða áform hennar þegar þing kemur saman. Það gerist eftir tvær vikur og þar sem vika er langur tími í pólitík, hljóta tvær að vera heil eilífð. Það liggur alveg fyrir að stjórnarandstöðuþingmenn styðja ekki ráðherra þessarar ríkisstjórnar, hvorki staka né sem hóp, og sætir það varla tíðindum. Stóru tíðindin eru auðvitað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja sennilega ekki lengur einn ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þá liggur auðvitað fyrir að ráðherrann verður að víkja, nú eða stjórnin að fara frá. Þetta er því hvorki einkamál þessara þriggja flokka sem ríkisstjórnina mynda, né sérstakt úrlausnarefni fyrir stjórnarandstöðuna á meðan Alþingi er ekki að störfum. Best færi auðvitað á því að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem ósáttastir eru með Svandísi Svavarsdóttur leggðu sjálfir fram tillögu um vantraust. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi gæfi það viðkomandi þingmönnum tækifæri til að standa með sannfæringu sinni í tillöguformi í stað þess að líta til stjórnarandstöðunnar. Í öðru lagi myndi það sjálfkrafa leiða til stjórnarslita og losa þjóðina, og ríkisstjórnarflokkana, undan þessari erindislausu áþján sem þetta samstarf er orðið fyrir alla. En átökin núna út af áliti umboðsmanns Alþingis snúast ekki bara um hvalveiðar. Það hefur skýrt komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að þetta snúist líka um verkefnin fram undan í Matvælaráðuneytinu „þannig að það sé samhljómur og ágreiningslaust milli stjórnarflokkanna.“ Það þýðir á mannamáli að áform Svandísar um breytingar í sjávarútvegsmálum og fiskeldi eru partur af jöfnunni. Það hefur ekki verið mikil stemmning í Sjálfstæðisflokknum fyrir áherslum Svandísar í þeim efnum, svo vægt sé til orða tekið. Hvalveiðarnar einar og sér fella ekki stjórnina. En þegar gamalkunnug varðstaða um hagsmuni stórútgerðar og fiskeldisfyrirtækja bætist við, þá er aldrei að vita hvað gerist. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Umboðsmaður Alþingis Hvalveiðar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Að venju fylgist Framsókn hnípin með. Núna eru það lögbrot Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu sem ógna stjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn verða að svara því skýrt hvort Svandís Svavarsdóttir njóti trausts þeirra. Hún er ráðherra í þeirra skjóli. Staðan núna hefur ekkert með stjórnarandstöðuna að gera eða áform hennar þegar þing kemur saman. Það gerist eftir tvær vikur og þar sem vika er langur tími í pólitík, hljóta tvær að vera heil eilífð. Það liggur alveg fyrir að stjórnarandstöðuþingmenn styðja ekki ráðherra þessarar ríkisstjórnar, hvorki staka né sem hóp, og sætir það varla tíðindum. Stóru tíðindin eru auðvitað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja sennilega ekki lengur einn ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þá liggur auðvitað fyrir að ráðherrann verður að víkja, nú eða stjórnin að fara frá. Þetta er því hvorki einkamál þessara þriggja flokka sem ríkisstjórnina mynda, né sérstakt úrlausnarefni fyrir stjórnarandstöðuna á meðan Alþingi er ekki að störfum. Best færi auðvitað á því að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem ósáttastir eru með Svandísi Svavarsdóttur leggðu sjálfir fram tillögu um vantraust. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi gæfi það viðkomandi þingmönnum tækifæri til að standa með sannfæringu sinni í tillöguformi í stað þess að líta til stjórnarandstöðunnar. Í öðru lagi myndi það sjálfkrafa leiða til stjórnarslita og losa þjóðina, og ríkisstjórnarflokkana, undan þessari erindislausu áþján sem þetta samstarf er orðið fyrir alla. En átökin núna út af áliti umboðsmanns Alþingis snúast ekki bara um hvalveiðar. Það hefur skýrt komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að þetta snúist líka um verkefnin fram undan í Matvælaráðuneytinu „þannig að það sé samhljómur og ágreiningslaust milli stjórnarflokkanna.“ Það þýðir á mannamáli að áform Svandísar um breytingar í sjávarútvegsmálum og fiskeldi eru partur af jöfnunni. Það hefur ekki verið mikil stemmning í Sjálfstæðisflokknum fyrir áherslum Svandísar í þeim efnum, svo vægt sé til orða tekið. Hvalveiðarnar einar og sér fella ekki stjórnina. En þegar gamalkunnug varðstaða um hagsmuni stórútgerðar og fiskeldisfyrirtækja bætist við, þá er aldrei að vita hvað gerist. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar