Viðskipti innlent

Tekur við for­stjóra­stólnum af eig­andanum

Árni Sæberg skrifar
Brynjar Elefsen Óskarsson, nýr forstjór BL.
Brynjar Elefsen Óskarsson, nýr forstjór BL. BL

Um nýliðin áramót tók Brynjar Elefsen Óskarsson við sem forstjóri bílaumboðsins BL ehf.. Hann tekur við af Ernu Gísladóttur, eiganda BL, sem hefur verið forstjóri félagsins síðastliðin 11 ár.

Þetta segir í fréttatilkynningu frá BL vegna forstjóraskiptanna. Þar segir að Brynjar hafi starfað hjá BL undanfarin tíu ár, þar af sem framkvæmdastjóri sölusviðs merkja BL á Sævarhöfða frá árinu 2019.

Hann sé þakklátur fyrir það traust sem eigendur og stjórn BL sýni honum og hlakki til þess að leiða fyrirtækið á komandi tímum sem verði jafnt krefjandi sem spennandi. 

„BL hefur verið söluhæsta bílaumboð landsins síðastliðin tíu ár og með frábæru starfsfólki hefur okkur tekist að aðlagast hratt að þeim breytingum og áskorunum sem við höfum mætt í bílgreininni. BL er því á frábærum stað til þess að takast á við næsta kafla í orkuskiptunum, snjallvæðingu og aukinni samkeppni sem fyrirsjáanleg er á bílamarkaðnum,“ er haft eftir Brynjari, sem er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×