Baráttan gegn verðbólgu – stofnanir eru ekki undanþegnar Andrés Magnússon skrifar 15. janúar 2024 13:31 Mikilvægasta verkefnið við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir er að ná tökum á þeirri miklu verðbólgu og því háa vaxtastigi sem íslenskt samfélag hefur verið að glíma við undanfarin misseri. Bæði verðbólgan og vextirnir hafa komið hart niður á heimilum jafnt sem fyrirtækjum eins og alkunna er. Markmiðið er að klára sem fyrst kjarasamninga sem skapað geta grundvöll að fyrirsjáanleika og stöðugleika í hagkerfinu, nokkuð sem allir munu njóta góðs af, bæði heimili og fyrirtæki, ekki síst þau fyrirtæki sem eru lítil og meðalstór. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála í þessu efni og það eru stjórnvöld einnig þó að nokkur meiningamunur kunni að vera um hvaða leiðir eru bestar í þessu efni. Ef þetta markmið á að nást þurfa allir að spila með, ekki síst opinberir aðilar. Af þeirri ástæðu verður að gera kröfu um að opinberar stofnanir haldi aftur af sér við breytingar á gjaldskrám sínum og styðji þar með markmið kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð forsvarsmanna ríkis og sveitarfélagana finna opinberir aðilar mjög til ábyrgðar sinnar í þessu efni og er það vel. Það er a.m.k. ein ríkisstofnun sem finnst hún undanþegin því að taka þátt í þessu sameiginlega verkefni, en það er Lyfjastofnun. Stofnunin hefur það hlutverk m.a að hafa eftirlit með starfsemi lyfjafyrirtækja, bæði á smásölu- og heildsölumarkaði og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu stofnunarinnar starfa þar „rúmlega 85 manns“. Kostaður við rekstur Lyfjastofnunar er að verulegu leyti borin uppi af lyfjafyrirtækjunum, en gjaldskrá stofnunarinnar er mikil að vöxtum. Allar breytingar á gjaldskrá stofnunarinnar hafa því áhrif á lyfjaverð á Íslandi með beinum eða óbeinum hætti. Gjaldskrá Lyfjastofnunar hækkaði um 8,7% nú um áramótin, sem er langt umfram það sem telst ásættanlegt í viðræðum aðila vinnumarkaðarins um nýjan kjarasamning. Ef víðtæk sátt á að nást í baráttunni gegn verðbólgu og háum vöxtum verða allir að leggja sitt af mörkum – einnig Lyfjastofnun. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Efnahagsmál Andrés Magnússon Tengdar fréttir Rýnt í leiguverð Umræða um leiguverð á íbúðarmarkaði hefur verið nokkuð hávær að undanförnu. Í þeirri umræðu hefur verið fullyrt að verðhækkanir á þessum markaði hafi verið úr öllu hófi og ekki í samræmi við almenna verðlagsþróun í landinu. 17. maí 2023 13:31 Um gróða dagvöruverslana Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. 5. apríl 2023 11:31 Að loknum heimsfaraldri Það sem skipti sköpum við að leiða fyrirtækin og samfélagið allt í gegn um þetta sérstaka tímabil voru þær margháttuðu stuðningsaðgerðir sem stjórnvöld innleiddu og voru flestar unnar í nánu samstarfi við hagsmunasamtök í atvinnulífinu. Ekki er neinum vafa undirorpið að þær aðgerðir breyttu miklu og má endlaust velta því fyrir sér hver staðan væri núna í hagkerfi landsins ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða. 25. desember 2022 11:01 Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægasta verkefnið við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir er að ná tökum á þeirri miklu verðbólgu og því háa vaxtastigi sem íslenskt samfélag hefur verið að glíma við undanfarin misseri. Bæði verðbólgan og vextirnir hafa komið hart niður á heimilum jafnt sem fyrirtækjum eins og alkunna er. Markmiðið er að klára sem fyrst kjarasamninga sem skapað geta grundvöll að fyrirsjáanleika og stöðugleika í hagkerfinu, nokkuð sem allir munu njóta góðs af, bæði heimili og fyrirtæki, ekki síst þau fyrirtæki sem eru lítil og meðalstór. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála í þessu efni og það eru stjórnvöld einnig þó að nokkur meiningamunur kunni að vera um hvaða leiðir eru bestar í þessu efni. Ef þetta markmið á að nást þurfa allir að spila með, ekki síst opinberir aðilar. Af þeirri ástæðu verður að gera kröfu um að opinberar stofnanir haldi aftur af sér við breytingar á gjaldskrám sínum og styðji þar með markmið kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð forsvarsmanna ríkis og sveitarfélagana finna opinberir aðilar mjög til ábyrgðar sinnar í þessu efni og er það vel. Það er a.m.k. ein ríkisstofnun sem finnst hún undanþegin því að taka þátt í þessu sameiginlega verkefni, en það er Lyfjastofnun. Stofnunin hefur það hlutverk m.a að hafa eftirlit með starfsemi lyfjafyrirtækja, bæði á smásölu- og heildsölumarkaði og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu stofnunarinnar starfa þar „rúmlega 85 manns“. Kostaður við rekstur Lyfjastofnunar er að verulegu leyti borin uppi af lyfjafyrirtækjunum, en gjaldskrá stofnunarinnar er mikil að vöxtum. Allar breytingar á gjaldskrá stofnunarinnar hafa því áhrif á lyfjaverð á Íslandi með beinum eða óbeinum hætti. Gjaldskrá Lyfjastofnunar hækkaði um 8,7% nú um áramótin, sem er langt umfram það sem telst ásættanlegt í viðræðum aðila vinnumarkaðarins um nýjan kjarasamning. Ef víðtæk sátt á að nást í baráttunni gegn verðbólgu og háum vöxtum verða allir að leggja sitt af mörkum – einnig Lyfjastofnun. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ.
Rýnt í leiguverð Umræða um leiguverð á íbúðarmarkaði hefur verið nokkuð hávær að undanförnu. Í þeirri umræðu hefur verið fullyrt að verðhækkanir á þessum markaði hafi verið úr öllu hófi og ekki í samræmi við almenna verðlagsþróun í landinu. 17. maí 2023 13:31
Um gróða dagvöruverslana Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. 5. apríl 2023 11:31
Að loknum heimsfaraldri Það sem skipti sköpum við að leiða fyrirtækin og samfélagið allt í gegn um þetta sérstaka tímabil voru þær margháttuðu stuðningsaðgerðir sem stjórnvöld innleiddu og voru flestar unnar í nánu samstarfi við hagsmunasamtök í atvinnulífinu. Ekki er neinum vafa undirorpið að þær aðgerðir breyttu miklu og má endlaust velta því fyrir sér hver staðan væri núna í hagkerfi landsins ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða. 25. desember 2022 11:01
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun