Samsung veðjar á gervigreind í nýjum Galaxy síma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 10:28 Samsung Galaxy S24 verður að mestu knúinn áfram af gervigreind. AP Photo/Haven Daley Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti í gær hulunni af nýjasta snjallsímanum sínum af gerðinni Galaxy S24. Fyrirtækið segir símann nýtast við byltingarkennda tækni sem muni breyta því hvernig fólk notar síma. Fyrirtækið kynnti þrjár nýjar gerðir í Galaxy línunni, Galaxy S24 Ultra, Galaxy S24+ og Galaxy S24 á blaðamannafundi í London. Lykiláhersla er að þessu sinni lögð á gervigreind. Segir fyrirtækið að nýst verði við tæknina í stýrikerfi símans sem muni tryggja mesta mögulega vinnsluhraða. Hægt verði að nýta tæknina til myndvinnslu og við leit á netinu, svo dæmi séu tekin. Fram kemur í umfjöllun CNN um málið að með þessu vonist stjórnendur Samsung til að glæða áhuga almennings að nýju á snjallsímum. Áhugi á nýjum útgáfum snjallsíma hafi farið minnkandi á undanförum árum. Þá berast fréttir af því að keppinautur Samsung, Apple, hafi í fyrsta sinn í þrettán ár selt fleiri snjallsíma. Fram kemur í frétt CNN að áður hafi Google notast við sambærilega tækni í Google Pixar 8 snjallsíma sínum, en þess er getið að hlutdeild þeirra á snjallsímamarkaðnum sé um eitt prósent. Forsvarsmenn Samsung segja jafnframt að síminn muni nota gervigreind til þess að gera notendum auðveldara að leita uppi hluti sem þeir sjá í dagsdaglegu lífi á netinu. Hægt verði að beina myndavél símans að hlutnum, til að mynda skóm sem viðkomandi sér út í búð. Þá mun síminn í fyrsta sinn geta þýtt í rauntíma símtöl. Ef viðkomandi fær símtal frá einhverjum sem talar frönsku til að mynda mun síminn geta þýtt samtalið á skjánum í rauntíma með aðstoð gervigreindarinnar. Samsung Tækni Gervigreind Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fyrirtækið kynnti þrjár nýjar gerðir í Galaxy línunni, Galaxy S24 Ultra, Galaxy S24+ og Galaxy S24 á blaðamannafundi í London. Lykiláhersla er að þessu sinni lögð á gervigreind. Segir fyrirtækið að nýst verði við tæknina í stýrikerfi símans sem muni tryggja mesta mögulega vinnsluhraða. Hægt verði að nýta tæknina til myndvinnslu og við leit á netinu, svo dæmi séu tekin. Fram kemur í umfjöllun CNN um málið að með þessu vonist stjórnendur Samsung til að glæða áhuga almennings að nýju á snjallsímum. Áhugi á nýjum útgáfum snjallsíma hafi farið minnkandi á undanförum árum. Þá berast fréttir af því að keppinautur Samsung, Apple, hafi í fyrsta sinn í þrettán ár selt fleiri snjallsíma. Fram kemur í frétt CNN að áður hafi Google notast við sambærilega tækni í Google Pixar 8 snjallsíma sínum, en þess er getið að hlutdeild þeirra á snjallsímamarkaðnum sé um eitt prósent. Forsvarsmenn Samsung segja jafnframt að síminn muni nota gervigreind til þess að gera notendum auðveldara að leita uppi hluti sem þeir sjá í dagsdaglegu lífi á netinu. Hægt verði að beina myndavél símans að hlutnum, til að mynda skóm sem viðkomandi sér út í búð. Þá mun síminn í fyrsta sinn geta þýtt í rauntíma símtöl. Ef viðkomandi fær símtal frá einhverjum sem talar frönsku til að mynda mun síminn geta þýtt samtalið á skjánum í rauntíma með aðstoð gervigreindarinnar.
Samsung Tækni Gervigreind Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira