Frumvarp matvælaráðherra lélegt kosningaplagg! Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. janúar 2024 12:30 Nú hefur umsagnafrestur um fiskveiðifrumvarp matvælaráðherra verið framlengdur. Ráðherra hlýtur að gera sér grein fyrir að frumvarpið í núverandi mynd verður aldrei samþykkt í núverandi ríkisstjórn. Ég gef mér að ráðherra hafi hugsað með sér að í næstu kosningabaráttu geti hún notað þetta frumvarp sér og sínum flokk til framdráttar. En staðreyndin er sú að enginn útgerðaraðili mér aðvitandi er sáttur við frumvarpið, hvorki frá smábátum til stæðstu útgerða fyrirtækja. Einnig vekur athygli að innan eiginn flokks ráðherra, Vinstri grænna, er mikill klofningur um frumarp þetta. Landsamband smábátaeigenda sem varaþingmaður VG í norðvestur kjördæmi talar fyrir LS, lýsir yfir andstöðu við þetta plagg. Einnig fer þingmaður VG í norðvestur kjördæmi undan í flæmingi, aðspurður vegna málsins. Á síðasta ári lagði matvælaráðherra fram frumvarp um að breyta strandveiðum til fyrra horfs frá því fyrir árið 2019. Innan flokks ráðherra var engin eining vegna þess og sýnir greinilega að núverandi matvælaráðherra hlustar ekki einu sinni á sitt eigið fólk, því hún er í pólitík, sinni eigin pólitík! Frumvarp þetta var eitt af þeim málum sem sópað var út af borðinu fyrir sumarfrí alþingis síðasta vor. Þá var öllum málum sem ríkisstjórnin kom sér ekki saman um að klára „sópað undir teppið“. Annars hefði ríkisstjórnin sprungið! Mikið hefur gengið á frá því síðasta sumar þegar matvælaráðherra stöðvaði hvalveiðar daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Braut hún þar með lög um atvinnuréttindi sem gerir ríkið skaðabótaskylt gagnvart því frjárhagstjóni sem af því hlýst. Þær skaðabætur þurfa skattgeiðendur að borga! Matvælaráðherra ætlar ekki að segja af sér, hún er nefnilega í pólitík, og finnst þar af leiðandi að þar gildi ekki landslög, sérstaklega ef lögin eru gömul. Eitt sinn var núverandi matvælaráðherra umhverfisráðherra og afrekaði m.a að koma virkjanakostum rammaáætlunar úr nýtingaglokk í biðflokk en lofaði í staðin þáverandi forsætisráðherra samfylkingarinnar að VG mundi styðja umsókn að ESB aðild Íslendinga. Í dag blasir við orkuskortur og pattstaða er innan ríkistjórnarinnar við virkjanaframkvæmdum er öllum ljós. Undirritaður hefur skrifað greinar og haldið margar ræður, síðan árið 2017 um þá póltisísku misþyrmingu sem lýðræðinu eru sýndar með því að mynda ríkisstjórn þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri. Þá er ríkisstjórnarsáttmálinn eingöngu um að koma sér saman um að hafa enga stefnu og leggja öll pólitísk stefnumál viðkomandi flokka til hliðar. Þetta eru hrein svik við kjósendur og þar með lýðræðisleg misþyrming. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur umsagnafrestur um fiskveiðifrumvarp matvælaráðherra verið framlengdur. Ráðherra hlýtur að gera sér grein fyrir að frumvarpið í núverandi mynd verður aldrei samþykkt í núverandi ríkisstjórn. Ég gef mér að ráðherra hafi hugsað með sér að í næstu kosningabaráttu geti hún notað þetta frumvarp sér og sínum flokk til framdráttar. En staðreyndin er sú að enginn útgerðaraðili mér aðvitandi er sáttur við frumvarpið, hvorki frá smábátum til stæðstu útgerða fyrirtækja. Einnig vekur athygli að innan eiginn flokks ráðherra, Vinstri grænna, er mikill klofningur um frumarp þetta. Landsamband smábátaeigenda sem varaþingmaður VG í norðvestur kjördæmi talar fyrir LS, lýsir yfir andstöðu við þetta plagg. Einnig fer þingmaður VG í norðvestur kjördæmi undan í flæmingi, aðspurður vegna málsins. Á síðasta ári lagði matvælaráðherra fram frumvarp um að breyta strandveiðum til fyrra horfs frá því fyrir árið 2019. Innan flokks ráðherra var engin eining vegna þess og sýnir greinilega að núverandi matvælaráðherra hlustar ekki einu sinni á sitt eigið fólk, því hún er í pólitík, sinni eigin pólitík! Frumvarp þetta var eitt af þeim málum sem sópað var út af borðinu fyrir sumarfrí alþingis síðasta vor. Þá var öllum málum sem ríkisstjórnin kom sér ekki saman um að klára „sópað undir teppið“. Annars hefði ríkisstjórnin sprungið! Mikið hefur gengið á frá því síðasta sumar þegar matvælaráðherra stöðvaði hvalveiðar daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Braut hún þar með lög um atvinnuréttindi sem gerir ríkið skaðabótaskylt gagnvart því frjárhagstjóni sem af því hlýst. Þær skaðabætur þurfa skattgeiðendur að borga! Matvælaráðherra ætlar ekki að segja af sér, hún er nefnilega í pólitík, og finnst þar af leiðandi að þar gildi ekki landslög, sérstaklega ef lögin eru gömul. Eitt sinn var núverandi matvælaráðherra umhverfisráðherra og afrekaði m.a að koma virkjanakostum rammaáætlunar úr nýtingaglokk í biðflokk en lofaði í staðin þáverandi forsætisráðherra samfylkingarinnar að VG mundi styðja umsókn að ESB aðild Íslendinga. Í dag blasir við orkuskortur og pattstaða er innan ríkistjórnarinnar við virkjanaframkvæmdum er öllum ljós. Undirritaður hefur skrifað greinar og haldið margar ræður, síðan árið 2017 um þá póltisísku misþyrmingu sem lýðræðinu eru sýndar með því að mynda ríkisstjórn þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri. Þá er ríkisstjórnarsáttmálinn eingöngu um að koma sér saman um að hafa enga stefnu og leggja öll pólitísk stefnumál viðkomandi flokka til hliðar. Þetta eru hrein svik við kjósendur og þar með lýðræðisleg misþyrming. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar