Littler var að taka þátt í sínu öðru móti á vegum PDC-samtakana, en keppt var á Bahrain Masters mótinu. Hann hóf daginn á fjórðungsúrslitaviðureign gegn Nathan Aspinall þar sem Littler hafði betur, 6-3.
Raunar hefði Littler ekki getað byrjað daginn betur því að hann vann fyrsta legginn með aðeins níu pílum og varð þar með sá yngsti í sögunni til að klára níu pílna legg í sjónvörpuðum leik.
LUKE LITTLER HITS A NINE-DARTER! 🚨
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 19, 2024
More history from the 16-year-old sensation!!! 🌟 pic.twitter.com/o23C5P6AqL
Littler vann svo nokkuð öruggan 7-3 sigur gegn Gerwyn Price í undanúrslitum áður en hann mætti Michael van Gerwen í úrslitum. Þar skiptust þeir félagar á að vinna leggi áður en Littler komst í 5-3 gegn kasti.
Ungstirnið, sem fagnar 17 ára afmæli sínu næstkomandi sunnudag, hélt svo forystunni það sem eftir lifði leiks og vann að lokum 8-5 sigur. Hans fyrsti titill á PDC-mótaröðinni þar með kominn í hús, og gera má ráð fyrir að þetta hafi verið sá fyrsti af mörgum.
LUKE LITTLER HAS DONE IT!!!!🚨
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 19, 2024
The 16-year-old wins his first PDC senior title and is the 2024 Bahrain Darts Master 🏆🇧🇭
Incredible 👏 pic.twitter.com/8f8E22WhQm