Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2024 11:46 Frá fundi breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Stöð 2/Einar Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræður við Samtök atvinnulífsins ganga alltof hægt og lítið hafi miðað á um þriggja klukkustunda fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Þá væri dapurlegt að heyra skilaboðin frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra í Ríkissjónvarpinu í gær, þar sem hann hefði sagt að ríkið gæti ekki komið til móts við allar kröfur verkalýðshreyfingarinnar vegna kostnaðar þess af stöðunni í Grindavík. Kostnaður ríkisins vegna uppkaupa eigna í Grindavík væri ekki mikill í samanburði við margt annað. Ragnar Þór Ingólfsson segir stuttan tíma til stefnu til að ná niðurstöðu í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar og SA. Hækki Seðlabankinn vexti í byrjun febrúar verði úti um þáttöku breiðfylkingarinnar í tilraunum til að ná niður vöxtum og verðbólgu.Stöð 2/Einar „Eins og til dæmis stuðning til fyrirtækja í heimsfaraldrinum. Þær aðgerðir sem var farið í hér eftir hrun. Ástarbréfin milli ríkisins og Seðlabankans upp á 370 milljarða og svo framvegis og framvegis. Það eru til 52 til 54 milljarðar í náttúruhamfarasjóði. Þetta er ekki eins stórt og mikið eins og stjórnvöld vilja láta vera,“ segir Ragnar Þór. En til samanburðar hefur verið talað um að kröfur breiðfylkingarinnar á að komu stjórnvalda myndu kosta um 25 milljarða króna, með hækkun barna- og vaxtabóta meðal annars. „En ætla að fara nota síðan ástandið í Grindavík til að klippa af mögulegum aðgerðum inn í kjarasamninga, þar sem fólk er í rauninni að berjast í bökkum, er bara mjög dapurleg pólitísk staða,“ segir formaður VR. Nú þegar vika væri eftir af friðarskyldu á almenna vinnumarkaðnum og hálfur mánuður í næsta vaxtaákvörðunardag Seðlabankans væru Samtök atvinnulífsins og ríkið að draga lappirnar í kjaraviðræðunum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mikið veltur á fyrsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans á þessu ári hinn 7. febrúar næst komandi. Stöð 2/Ívar Fannar „Ég er farinn að efast um að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi hreinlega trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum hratt og örugglega. Og það er sérstaklega dapurlegt því auðvitað er það hlutverk stjórnvalda að leiða slíkt verkefni og róa að því öllum árum að hér náist stöðugleiki í okkar samfélagi og vextir og verðbólga fari niður,“ segir Ragnar Þór. Ef stjórnvöld ráði ekki við verkefnið hljóti að fara að styttast í kosningar. Vonandi breyti Samtök atvinnulífsins sinni nálgun og viðhorfi þannig að hægt verði að ná lendingu í viðræðunum áður en núgildandi samningar og um leið friðarskylda á vinnumarkaði renni út eftir um viku. Þá geti vaxtaákvörðun Seðlabankans hinn 7. febrúar næst komandi haft úrslitaáhrif á stöðuna. Hvað einmitt ef Seðlabankinn ákveður að hækka vexti? „Ég held að það sjái það allir að þá er þessari tilraun okkar væntanlega formlega lokið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Fundur breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og SA hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 11. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag ASÍ Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45 „Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. 22. janúar 2024 20:27 Breiðfylkingin og SA funda hjá ríkissáttasemjara Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman til fundar klukkan 11 til að ræða um næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Klukkan 13 fundar samninganefndin með SA hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru komnar í uppnám, og líklegt þykir að deilunni verði formlega vísað til ríkissáttsemjara. 20. janúar 2024 10:33 Staðan komi á óvart en samstaða ríki innan breiðfylkingarinnar Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin í kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins mjög alvarlega. Aðkoma stjórnvalda ætti að koma þeim sjálfum vel, enda sé markmið nýrra samninga að draga úr verðbólgu og vaxtastigi. 19. janúar 2024 11:01 Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræður við Samtök atvinnulífsins ganga alltof hægt og lítið hafi miðað á um þriggja klukkustunda fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Þá væri dapurlegt að heyra skilaboðin frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra í Ríkissjónvarpinu í gær, þar sem hann hefði sagt að ríkið gæti ekki komið til móts við allar kröfur verkalýðshreyfingarinnar vegna kostnaðar þess af stöðunni í Grindavík. Kostnaður ríkisins vegna uppkaupa eigna í Grindavík væri ekki mikill í samanburði við margt annað. Ragnar Þór Ingólfsson segir stuttan tíma til stefnu til að ná niðurstöðu í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar og SA. Hækki Seðlabankinn vexti í byrjun febrúar verði úti um þáttöku breiðfylkingarinnar í tilraunum til að ná niður vöxtum og verðbólgu.Stöð 2/Einar „Eins og til dæmis stuðning til fyrirtækja í heimsfaraldrinum. Þær aðgerðir sem var farið í hér eftir hrun. Ástarbréfin milli ríkisins og Seðlabankans upp á 370 milljarða og svo framvegis og framvegis. Það eru til 52 til 54 milljarðar í náttúruhamfarasjóði. Þetta er ekki eins stórt og mikið eins og stjórnvöld vilja láta vera,“ segir Ragnar Þór. En til samanburðar hefur verið talað um að kröfur breiðfylkingarinnar á að komu stjórnvalda myndu kosta um 25 milljarða króna, með hækkun barna- og vaxtabóta meðal annars. „En ætla að fara nota síðan ástandið í Grindavík til að klippa af mögulegum aðgerðum inn í kjarasamninga, þar sem fólk er í rauninni að berjast í bökkum, er bara mjög dapurleg pólitísk staða,“ segir formaður VR. Nú þegar vika væri eftir af friðarskyldu á almenna vinnumarkaðnum og hálfur mánuður í næsta vaxtaákvörðunardag Seðlabankans væru Samtök atvinnulífsins og ríkið að draga lappirnar í kjaraviðræðunum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mikið veltur á fyrsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans á þessu ári hinn 7. febrúar næst komandi. Stöð 2/Ívar Fannar „Ég er farinn að efast um að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi hreinlega trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum hratt og örugglega. Og það er sérstaklega dapurlegt því auðvitað er það hlutverk stjórnvalda að leiða slíkt verkefni og róa að því öllum árum að hér náist stöðugleiki í okkar samfélagi og vextir og verðbólga fari niður,“ segir Ragnar Þór. Ef stjórnvöld ráði ekki við verkefnið hljóti að fara að styttast í kosningar. Vonandi breyti Samtök atvinnulífsins sinni nálgun og viðhorfi þannig að hægt verði að ná lendingu í viðræðunum áður en núgildandi samningar og um leið friðarskylda á vinnumarkaði renni út eftir um viku. Þá geti vaxtaákvörðun Seðlabankans hinn 7. febrúar næst komandi haft úrslitaáhrif á stöðuna. Hvað einmitt ef Seðlabankinn ákveður að hækka vexti? „Ég held að það sjái það allir að þá er þessari tilraun okkar væntanlega formlega lokið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Fundur breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og SA hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 11.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag ASÍ Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45 „Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. 22. janúar 2024 20:27 Breiðfylkingin og SA funda hjá ríkissáttasemjara Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman til fundar klukkan 11 til að ræða um næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Klukkan 13 fundar samninganefndin með SA hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru komnar í uppnám, og líklegt þykir að deilunni verði formlega vísað til ríkissáttsemjara. 20. janúar 2024 10:33 Staðan komi á óvart en samstaða ríki innan breiðfylkingarinnar Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin í kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins mjög alvarlega. Aðkoma stjórnvalda ætti að koma þeim sjálfum vel, enda sé markmið nýrra samninga að draga úr verðbólgu og vaxtastigi. 19. janúar 2024 11:01 Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45
„Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. 22. janúar 2024 20:27
Breiðfylkingin og SA funda hjá ríkissáttasemjara Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman til fundar klukkan 11 til að ræða um næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Klukkan 13 fundar samninganefndin með SA hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru komnar í uppnám, og líklegt þykir að deilunni verði formlega vísað til ríkissáttsemjara. 20. janúar 2024 10:33
Staðan komi á óvart en samstaða ríki innan breiðfylkingarinnar Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin í kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins mjög alvarlega. Aðkoma stjórnvalda ætti að koma þeim sjálfum vel, enda sé markmið nýrra samninga að draga úr verðbólgu og vaxtastigi. 19. janúar 2024 11:01
Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði