Nei Lilja, Bjarni á ekki að stýra RÚV! Sigmar Guðmundsson skrifar 27. janúar 2024 21:40 Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er. Ég átta mig vel á því að þetta er mjög viðkvæmt mál. Landsmenn og heimurinn allur hefur sterkar skoðanir á þeim yfirgengilega hryllingi sem nú á sér stað á Gaza og hinum viðbjóðslegu hryðjuverkaárásum Hamas. En einmitt vegna þess verður ráðherra að skilja að það er ekki bara mjög stór ákvörðun að taka ekki þátt í Júróvisjón – það er þá líka mjög stór ákvörðun að taka þátt. Og það er ekki ráðherra eða Alþingis að taka það vald af útvarpsstjóra og hans fólki, jafnvel þótt stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna þessa. Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra? Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir verkum. Ef þetta er ráðandi viðhorf meðal ráðamanna þá erum við í vanda. Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Utanríkismál Eurovision Viðreisn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er. Ég átta mig vel á því að þetta er mjög viðkvæmt mál. Landsmenn og heimurinn allur hefur sterkar skoðanir á þeim yfirgengilega hryllingi sem nú á sér stað á Gaza og hinum viðbjóðslegu hryðjuverkaárásum Hamas. En einmitt vegna þess verður ráðherra að skilja að það er ekki bara mjög stór ákvörðun að taka ekki þátt í Júróvisjón – það er þá líka mjög stór ákvörðun að taka þátt. Og það er ekki ráðherra eða Alþingis að taka það vald af útvarpsstjóra og hans fólki, jafnvel þótt stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna þessa. Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra? Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir verkum. Ef þetta er ráðandi viðhorf meðal ráðamanna þá erum við í vanda. Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun