Mikill viðbúnaður eftir að flugeldur var sprengdur inni í Austurbæjarskóla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2024 15:12 Húsnæði Austurbæjarskóli á Skólavörðuholti. Vísir Mikill viðbúnaður var við Austurbæjarskóla í Reykjavík í dag, eftir að útkall barst um hugsanlegan eld í skólanum eftir að flugeldur var sprengur innadyra. Ekki reyndist um eld að ræða en slökkvilið reykræsti húsnæðið. Í tölvupósti sem Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla sendi á foreldra og forráðamenn fyrir stundu, segir: „Í dag gerðist sá alvarlegi atburður að sprengdur var flugeldur innandyra í unglingadeild. Enginn hlaut skaða af. Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð á staðinn, skólinn rýmdur og atvikið bókað. Enginn hefur tjáð sig um eða gengist við verknaðinum og er málið því í skoðun.“ Þá segir í tölvupóstinum að allar upplýsingar um málið séu vel þegnar auk þess sem óskað er eftir því að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika málsins. Tilkynning um hugsanlegan eld Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri vildu tjá sig um málið í samtali við fréttastofu, en Jón Kristinn Valsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að útkall hafi borist klukkan 13:15 í dag. Tilkynning barst upphaflega um hugsanlegan eld í skólanum og því var mikill viðbúnaður. Jón segir að um leið og fyrsti bíll mætti á staðinn hafi verið ljóst að ekki var um eld að ræða og því hafi verið dregið úr viðbragði. Einn bíll varð eftir og reykræsti húsnæðið en ekki var þörf á að rýma skólann. Þá segir Jón að allt líti út fyrir að flugeldur hafi verið sprengur inni í húsinu en það sé þó ekki staðfest. Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Flugeldar Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Í tölvupósti sem Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla sendi á foreldra og forráðamenn fyrir stundu, segir: „Í dag gerðist sá alvarlegi atburður að sprengdur var flugeldur innandyra í unglingadeild. Enginn hlaut skaða af. Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð á staðinn, skólinn rýmdur og atvikið bókað. Enginn hefur tjáð sig um eða gengist við verknaðinum og er málið því í skoðun.“ Þá segir í tölvupóstinum að allar upplýsingar um málið séu vel þegnar auk þess sem óskað er eftir því að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika málsins. Tilkynning um hugsanlegan eld Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri vildu tjá sig um málið í samtali við fréttastofu, en Jón Kristinn Valsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að útkall hafi borist klukkan 13:15 í dag. Tilkynning barst upphaflega um hugsanlegan eld í skólanum og því var mikill viðbúnaður. Jón segir að um leið og fyrsti bíll mætti á staðinn hafi verið ljóst að ekki var um eld að ræða og því hafi verið dregið úr viðbragði. Einn bíll varð eftir og reykræsti húsnæðið en ekki var þörf á að rýma skólann. Þá segir Jón að allt líti út fyrir að flugeldur hafi verið sprengur inni í húsinu en það sé þó ekki staðfest.
Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Flugeldar Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira