„Ríkisstjórnin eyðir eins og drukkinn sjómaður“ Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2024 13:19 Helst var á Þórdísi Kolbrúnu að heyra að hún væri sammála Hönnu Katrínu, en það gæti reynst örðugt að koma við niðurskurði í þriggja flokka samstarfi. Með öðrum orðum, samstarfsflokkarnir Framsókn og Vinstri græn mega ekki heyra á það minnst. vísir/ívar fannar Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn sótti mjög að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra á þingi í morgun. Hanna Katrín sagði ríkisfjármálin í ólestri og með áframhaldandi óbreyttri nálgun væru að eins tvær leiðir færar: Hærri skattar á millistéttina eða auknar skuldir sem næsta kynslóð þarf að borga. Hvoru tveggja er ótækt. Hanna Katrín vitnaði þá í Heiðar Guðjónsson fjárfesti sem gaf ríkisstjórninni þessa einkunn í Bítinu í morgun: „Hún eyðir eins og drukkinn sjómaður, alveg sama hvað gerist, það er ekkert sem stoppar.“ Þetta sagði Hanna Katrín laukrétt, útgjöld hafi aukist en hvað stendur eftir? „Hefur þjónustan í heilbrigðiskerfinu batnað, í skólakerfinu, í samgöngum? Svarið við þessu er nei. Meira að segja í blússandi hagvexti var ríkissjóður rekinn með halla og allir sem hafa komið nálægt rekstri vita að aðhald þarf að vera stöðugt og markvisst, líka á góðu árunum, sérstaklega á góðu árunum, því annars er erfitt að komast í gegnum þau mögru.“ Er ekki tímabært að skera í efstu lögum? Hanna Katrín hélt áfram og gaf ekki þumlung eftir. Saga ríkisstjórnarinnar væri ófögur og það drægi óneitanlega úr trúverðugleika þegar Þórdís segist vilja viðhalda ábyrgri fjármálastefnu og ábyrgri efnahagsstefnu. Hanna Katrín þjarmaði að fjármálaráðherra og vitnaði meðal annars til orða Heiðars Guðjónssonar sem sagði ríkisstjórnina eyða eins og drukkinn sjómaður væri.vísir/ívar fannar „Hvar ætlar ráðherra að skera niður? Hvar ætlar ráðherra að draga úr vexti báknsins án þess að það komi niður á grunnþjónustunni? Ætlar ráðherra loksins að fara að forgangsraða útgjöldum með hagsmuni almennings í huga? Ætlar ráðherra loksins að fara að skera af efstu lögum stjórnsýslunnar?“ Hanna Katrín sagði tímabært að stjórnvöld gæfu skýr svör hvað þetta varðar. Þórdís Kolbrún var til svara og sagði vinnu við fjármálaáætlun yfirstandandi en hún verði lögð fram á þinginu þegar fram líða stundir. Þar er auðvitað ýmislegt sem Hanna Katrín nefnir til umfjöllunar. En það „þurfi auðvitað að fara sína leið í þriggja flokka samstarfi“. Þórdís Kolbrún vill skera niður en í þriggja flokka samstarfi er það erfitt Þórdís lýsti sig þá ósammála því að þjónusta í heilbrigðiskerfinu hafi ekki batnað. En ef við gefum okkur að svo sé þá sé það ekki vegna niðurskurðar. Ýmislegt annað þurfi að koma til. Þórdís Kolbrún sagði að á Íslandi, sem teldu 400 þúsund íbúa, væru 164 stofnanir. Þjóðin er að sligast.vísir/ívar fannar „Við erum með þriggja prósenta aðhaldskröfu á Stjórnarráðið og svo hin almennu tvö prósent. Ég hef áður nefnt í þessum stól að við erum með 164 stofnanir í þessu landi með tæplega 400.000 manns. Í því felst sóun, í því felst óþarfayfirbygging í allt of mörgum stofnunum og breytingar á því myndu ekki skerða þjónustu við fólk sem á þjónustunni þarf að halda,“ sagði Þórdís. Þá sagði hún ríkið sitja á miklu magni fasteigna sem hún myndi vilja leggja mikla áherslu á að ríkið losaði sig einfaldlega undan. „Við sitjum líka á þróunarreitum og þar er spurning: Er ríkisvaldið best til þess fallið að auka virði þeirra og selja þá svo eða eigum við að selja þá og láta aðra um það? Það getur verið mismunandi sýn á það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Hanna Katrín sagði ríkisfjármálin í ólestri og með áframhaldandi óbreyttri nálgun væru að eins tvær leiðir færar: Hærri skattar á millistéttina eða auknar skuldir sem næsta kynslóð þarf að borga. Hvoru tveggja er ótækt. Hanna Katrín vitnaði þá í Heiðar Guðjónsson fjárfesti sem gaf ríkisstjórninni þessa einkunn í Bítinu í morgun: „Hún eyðir eins og drukkinn sjómaður, alveg sama hvað gerist, það er ekkert sem stoppar.“ Þetta sagði Hanna Katrín laukrétt, útgjöld hafi aukist en hvað stendur eftir? „Hefur þjónustan í heilbrigðiskerfinu batnað, í skólakerfinu, í samgöngum? Svarið við þessu er nei. Meira að segja í blússandi hagvexti var ríkissjóður rekinn með halla og allir sem hafa komið nálægt rekstri vita að aðhald þarf að vera stöðugt og markvisst, líka á góðu árunum, sérstaklega á góðu árunum, því annars er erfitt að komast í gegnum þau mögru.“ Er ekki tímabært að skera í efstu lögum? Hanna Katrín hélt áfram og gaf ekki þumlung eftir. Saga ríkisstjórnarinnar væri ófögur og það drægi óneitanlega úr trúverðugleika þegar Þórdís segist vilja viðhalda ábyrgri fjármálastefnu og ábyrgri efnahagsstefnu. Hanna Katrín þjarmaði að fjármálaráðherra og vitnaði meðal annars til orða Heiðars Guðjónssonar sem sagði ríkisstjórnina eyða eins og drukkinn sjómaður væri.vísir/ívar fannar „Hvar ætlar ráðherra að skera niður? Hvar ætlar ráðherra að draga úr vexti báknsins án þess að það komi niður á grunnþjónustunni? Ætlar ráðherra loksins að fara að forgangsraða útgjöldum með hagsmuni almennings í huga? Ætlar ráðherra loksins að fara að skera af efstu lögum stjórnsýslunnar?“ Hanna Katrín sagði tímabært að stjórnvöld gæfu skýr svör hvað þetta varðar. Þórdís Kolbrún var til svara og sagði vinnu við fjármálaáætlun yfirstandandi en hún verði lögð fram á þinginu þegar fram líða stundir. Þar er auðvitað ýmislegt sem Hanna Katrín nefnir til umfjöllunar. En það „þurfi auðvitað að fara sína leið í þriggja flokka samstarfi“. Þórdís Kolbrún vill skera niður en í þriggja flokka samstarfi er það erfitt Þórdís lýsti sig þá ósammála því að þjónusta í heilbrigðiskerfinu hafi ekki batnað. En ef við gefum okkur að svo sé þá sé það ekki vegna niðurskurðar. Ýmislegt annað þurfi að koma til. Þórdís Kolbrún sagði að á Íslandi, sem teldu 400 þúsund íbúa, væru 164 stofnanir. Þjóðin er að sligast.vísir/ívar fannar „Við erum með þriggja prósenta aðhaldskröfu á Stjórnarráðið og svo hin almennu tvö prósent. Ég hef áður nefnt í þessum stól að við erum með 164 stofnanir í þessu landi með tæplega 400.000 manns. Í því felst sóun, í því felst óþarfayfirbygging í allt of mörgum stofnunum og breytingar á því myndu ekki skerða þjónustu við fólk sem á þjónustunni þarf að halda,“ sagði Þórdís. Þá sagði hún ríkið sitja á miklu magni fasteigna sem hún myndi vilja leggja mikla áherslu á að ríkið losaði sig einfaldlega undan. „Við sitjum líka á þróunarreitum og þar er spurning: Er ríkisvaldið best til þess fallið að auka virði þeirra og selja þá svo eða eigum við að selja þá og láta aðra um það? Það getur verið mismunandi sýn á það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira