Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2024 16:32 Úlfar staðfestir að hópur á vegum RÚV hafi ekki farið eftir tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. Reyndar skeri Ríkisútvarpið sig úr því að öðru leyti hafa samskipti við fjölmiðla gengið vel. Til að mynda einkenni frekjutónn Heiðar Örn fréttastjóra RÚV í öllum samskiptum. vísir/vilhelm Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. „Þeir létu sig hverfa og það þurfti að hefja leit að þessum hópi,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Heldur þungt var í lögreglustjóranum vegna þessa máls. Hann sagði þetta atvik umhugsunarefni fyrir þá sem stjórni Ríkisútvarpinu. Því annars hafi samstarf yfirvalda við fjölmiðla verið gott. „Við þekkjum þetta atvik starfsmanns RÚV sem barði hús að utan og leitaði þá að lykli, og svo þetta núna,“ segir Úlfar. En hann er þar að vísa til þess þegar ljósmyndari Ríkisútvarpsins leitaði inngöngu í autt hús í Grindavík og olli það verulegu uppnámi. Úlfar nefnir að það sé starfsmaður Ríkisútvarpsins sem stýrir Blaðamannafélaginu. En þess ber að geta að Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ er í launalausu leyfi frá RÚV nú um stundir. „Hún hefur sýnt sig í að vera svolítið frek. En þetta eru frávik. Við áttum ekki von á þessu og þetta er vanvirða við íbúa Grindavíkur, þá 3800 íbúar sem þarna áttu heimili, hafa virt þessi fyrirmæli okkar, þó ekki séu kannski allir sammála um aðferðafræðina. Þannig að þetta kemur mér og mínu fólki á óvart.“ Frekjutónn í fréttastjóra RÚV Úlfar segir einsýnt að þessi svívirða skemmi fyrir, eins og atvikið með starfsmann Ríkisútvarpið gerði á sínum tíma og nú þetta. „Þetta skemmir fyrir öðru fjölmiðlafólki. Óneitanlega. Í því tilfelli hafði það atvik gríðarlega neikvæð áhrif inn í samfélag Grindvíkinga og aðrir fjölmiðlamenn voru miður sín vegna þessa, það er klárt og svo þetta núna.“ Þá segir Úlfar leiðinlegur frekjutónninn sem ávallt megi greina í fréttastjóra Ríkisútvarpsins og þeim sem stýra aðgerðum af hálfu RÚV í samtölum við lögreglustjóra. „Aðgangur er alltaf að opnast meira og meira og ég þarf fyrst og síðast að hugsa hlýtt til þessara 3800 íbúar Grindavíkur; ég þarf að hlusta á viðbrögð þeirra. Það vantar ekkert uppá heimildaöflun, að þetta sé „dokkjúmentað“, nema kannski grátandi Grindvíkinga,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Blaðamannafélag Íslands sendi lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir helgi ítrekun á kvörtun félagsins frá því í nóvember vegna takmörkunar á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði í og umhverfis Grindavík. Grindavík Fjölmiðlar Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ríkisútvarpið Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Þeir létu sig hverfa og það þurfti að hefja leit að þessum hópi,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Heldur þungt var í lögreglustjóranum vegna þessa máls. Hann sagði þetta atvik umhugsunarefni fyrir þá sem stjórni Ríkisútvarpinu. Því annars hafi samstarf yfirvalda við fjölmiðla verið gott. „Við þekkjum þetta atvik starfsmanns RÚV sem barði hús að utan og leitaði þá að lykli, og svo þetta núna,“ segir Úlfar. En hann er þar að vísa til þess þegar ljósmyndari Ríkisútvarpsins leitaði inngöngu í autt hús í Grindavík og olli það verulegu uppnámi. Úlfar nefnir að það sé starfsmaður Ríkisútvarpsins sem stýrir Blaðamannafélaginu. En þess ber að geta að Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ er í launalausu leyfi frá RÚV nú um stundir. „Hún hefur sýnt sig í að vera svolítið frek. En þetta eru frávik. Við áttum ekki von á þessu og þetta er vanvirða við íbúa Grindavíkur, þá 3800 íbúar sem þarna áttu heimili, hafa virt þessi fyrirmæli okkar, þó ekki séu kannski allir sammála um aðferðafræðina. Þannig að þetta kemur mér og mínu fólki á óvart.“ Frekjutónn í fréttastjóra RÚV Úlfar segir einsýnt að þessi svívirða skemmi fyrir, eins og atvikið með starfsmann Ríkisútvarpið gerði á sínum tíma og nú þetta. „Þetta skemmir fyrir öðru fjölmiðlafólki. Óneitanlega. Í því tilfelli hafði það atvik gríðarlega neikvæð áhrif inn í samfélag Grindvíkinga og aðrir fjölmiðlamenn voru miður sín vegna þessa, það er klárt og svo þetta núna.“ Þá segir Úlfar leiðinlegur frekjutónninn sem ávallt megi greina í fréttastjóra Ríkisútvarpsins og þeim sem stýra aðgerðum af hálfu RÚV í samtölum við lögreglustjóra. „Aðgangur er alltaf að opnast meira og meira og ég þarf fyrst og síðast að hugsa hlýtt til þessara 3800 íbúar Grindavíkur; ég þarf að hlusta á viðbrögð þeirra. Það vantar ekkert uppá heimildaöflun, að þetta sé „dokkjúmentað“, nema kannski grátandi Grindvíkinga,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Blaðamannafélag Íslands sendi lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir helgi ítrekun á kvörtun félagsins frá því í nóvember vegna takmörkunar á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði í og umhverfis Grindavík.
Grindavík Fjölmiðlar Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ríkisútvarpið Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08