Eru auðlindir Íslands til sölu? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 14:01 „Ef virkjað verður meira mun rafmagnið seljast upp. Það verður alltaf umfram eftirspurn,” segir Orkumálastjóri, Halla Hrund Logadóttir. Á meðan sumir telja slíkt af hinu góða sem merki um aukna hagsæld og sterkara hagkerfi, spyrja aðrir sig að því hvenær nóg sé nóg. Í dag eru framleiddar 20 terrawattstundir af raforku á ári en sú framleiðsla þyrfti að aukast upp í 42 terrawattstundir ef orkuskiptin eiga að geta átt sér stað. Til að setja hlutina í samhengi samanstendur ein terrawattstund (TW) úr 1.000.000 megawöttum (MW). Kárahnjúkavirkjun er 690 MW með framleiðslugetu upp á 4.600 gígawattstundir (GW) á ári. 1 TW samanstendur af 1.000 GW. Samkvæmt þessu þyrftum við orku rúmlega 5 Kárahnjúkavirkjana til að klára orkuskiptin. Og jafnvel þá, getum við leitt að því líkur að ennþá verði eftirspurn eftir rafmagni. Spurningin er hvort þá sé komið nóg? Verður hagkerfið þá orðið nógu stórt til að hætta að stækka? Ég leyfi mér að staðhæfa að sú verði ekki raunin hjá þeim sem munu eiga hagsmuna að gæta í orkuiðnaðinum sem og hjá erlendum fjárfestum sem, miðað við stefnu stjórnvalda munu fá afhenta æ stærri sneið af orkuauðlindum Íslendinga ef fram fer sem horfir. Hömlur og eignarhald Í skýrslu Viðskiptaráðs í kjölfar Viðskiptaþings í febrúar 2023 kemur skýrt fram að menn telji samkeppnisstöðu á orkumarkaðinum skekkta vegna of mikils eignarhalds hins opinbera í orkuframleiðslufyrirtækjum. Það hamli aðgengi nýrra aðila inn á markaðinn. Brýnt og aðkallandi sé því að liðka fyrir aðkomu erlendra fjárfesta vegna þeirra miklu fjárfestinga sem þörf sé á. Þá kemur fram að hömlur á erlenda fjárfestingu í orkuframleiðslu á Íslandi eru þær mestu meðal OECD-ríkja. Þar sem 1,0 tákni algjöra takmörkun trónir Ísland efst með 0,56. Þar á eftir er Finnland með 0,16. Í grein Innherja um aukinn kostnað virkjana í febrúar 2023 er haft eftir Ásgeiri Margeirssyni, ráðgjafa og fyrrverandi forstjóra HS orku að 7% orkuframleiðslu landsins sé í höndum einkaaðila. 93% sé á vegum hins opinbera. Þar sé Landsvirkjun langstærsti raforkuframleiðandi landsins með um 75% hlutdeild og ráði yfir nánast allri vatnsmiðlun í raforkukerfinu. Næststærst er svo Orka náttúrunnar með um 20% hlutdeild og er jafnframt stærsti raforkuframleiðandi landsins með jarðhita. Sala vindorku erlendra einkaaðila inn á kerfi sem getur ekki tekið við því Þá kemur fram í skýrslu Viðskiptaráðs að nauðsynlegt sé að koma á virkum raforkumarkaði og tryggja þurfi vindorkuframleiðendum jafnari aðgang að “stýranlegu afli á móti vindorku” (Stýranleg orka er vatnsaflsorka. Vindorka er ekki stýranleg orka). Það kemur á daginn og kemur skýrt fram í greinargerð með þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, sem lá inni á samráðsgátt stjórnvalda í janúar (í furðulega stuttan tíma), að til að mæta þeim miklu sveiflum sem verða við orkuframleiðslu vindorkuvera þarf svokallaða jöfnunarorku. Sú orka þarf að koma frá öðrum orkuverum og má ætla að sú orka muni koma frá vatnsafli frekar en jarðhita þar sem það er talið hentugra afl til slíkrar jöfnunar. 40% stýranlegt vatnsafl er talið þurfa á móti uppsettu vindafli. Þetta þýðir að ef t.d. yrði sett upp 500 MW vindorkuver eins og áætlað er á Austurlandi þá þyrfti aukalega 200 MW jöfnunarorku tryggða frá vatnsorkuveri (bara fyrir vindorkuverið). Ef vindorkuver er 100 MW þarf það tryggð 40 MW jöfnunarorku. Til að setja þetta í betra samhengi þá skulum við segja að vindorkuver sé nú þegar risið. Vegna hinnar gríðarlegu stærðar vindmyllanna mynda þær litla umframorku. Þá þarf jafnvel að stöðva spaða túrbínunnar í litlum vind og hún getur ekki framleitt rafmagn. Þá kemur jöfnunarorkan frá vatnsaflsvirkjuninni inn til að koma í veg fyrir stöðvun og engar sveiflur verða þá í rafmagnsframleiðslu inn á kerfið. Hámarksnýtingarhlutfall slíks vindmyllugarðs getur legið á bilinu 25-30%. En hvað gerist ef vindorkuverið er risið og engin jöfnunarorka er til staðar? Skýrt hefur komið fram að engin slík umframorka er í boði eins og staðan er í dag. Þ.a.l. er það ljóst að ekki er hægt að starfrækja vindorkuver nema að byggja upp fleiri og/eða stærri vatnsaflsvirkjanir. Hvað gerist ef stöðva þarf vindorkuver í eigu erlendra fjárfesta sem selja rafmagnið inn á kerfi sem getur ekki tekið á móti því? Getur verið að ríkið sé með því að skapa sér skaðabótaskyldu? Þá væri einnig fróðlegt að vita hvort þessi viðbótar jöfnunarorka sem þarf að vera til eingöngu fyrir vindorkuverin, óháð því hver nýtingin er, sé inni í útreikningum um þau 24 TW sem þurfi fyrir orkuskiptin eða hvort þau bætist við. Orkuauðlindir okkar afhentar á gullfati Á sama tíma er talað um atvinnuuppbyggingu í víðu samhengi í tengslum við uppbyggingu vindorkugarða. Ef engin jöfnunarorka er til staðar sé ég ekki fyrir mér að áhugasamir fjármagnseigendur muni leita eftir því að fjárfesta í uppbyggingu nýrra fyrirtækja ef svörin um rafmagnaöryggi eru á þessa leið: “Jú þið getið fengið tryggð ákveðið hlutfall þess rafmagns sem þið þurfið en restin er bara eitthvað sem við eigum ekki til en hlýtur að reddast einhvern veginn.” Það er ljóst í mínum huga að það þarf að virkja meira. En það er algjörlega galið að ætla afhenda orkuauðlindir okkar á gullfati til erlendra fjárfesta, eftirláta þeim gríðarlega víðfeðm landsvæði til röskunar sem hafa að mínu mati enn stærri umhverfisáhrif en vatnsaflsvirkjanir og ætla svo að kaupa af þeim orkuna inn á kerfi sem getur ekki tekið við henni, nema við sérstaklega byggjum til viðbótar nýjar vatnsaflsvirkjanir til að svara þörfum fjárfestanna. Erum við s.s. tilbúin að leggja land undir vatnsaflsvirkjanir til að gæta hagsmuna erlendra fjármagnsafla með þeim rökum að vindmyllurnar sem munu dreifa trefjaplasti um víðáttur Íslenskrar náttúru séu að framleiða græna orku? Viljum við það frekar en að virkja vatnsaflið og jarðvarmann á okkar eigin vegum og standa þá um leið vörð um auðlindir okkar og hagsmuni íbúa? Stjórnvöld öfgahliða Við höfum í dag stjórnvöld sem tákna öfga beggja hliða, vinstri og hægri. Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra segir að ein helsta ástæða þess hún fór í framboð á sínum tíma hafi verið deilan um Kárahnjúkavirkjun. Hún predikar nauðsyn orkuskipta, endalausir skattar eru lagðir á íbúa vegna þessa, hún segir ekki þurfi að virkja meira því hægt sé að loka einu af álverunum til að fá auka orku, hundruð manna missa vinnuna og hún er tilbúin að vinna að því með Sjálfstæðismönnum að auðlindir okkar verði afhentar erlendum fjármagnseigendum svo framarlega sem auðlindagjald sé greitt. Undir þessi sjónarmið taka fylgismenn hennar í Vinstri grænum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis- og orkumálaráðherra greiðir svo götu fjárfestanna með því að predika eins og lobbíisti um nauðsyn vindmyllugarða sem nauðsynlega aðgerð í loftlagsmálum, nýtir dómsdagstalið vel og segir tímann vera að renna út. Sjálfstæðismenn vilja ólmir minnka ítök ríkisins í orkuauðlindum landsins, tala um mögulegan sæstreng til Evrópu og vilja greiða leið erlendu fjárfestanna að helstu mjólkurkýr landsins, orkuauðlindinni okkar. Það er kominn tími til að íslenska þjóðin vakni og átti sig á hvert er verið að leiða landið. Orkuauðlindir landsins eiga ávallt að vera undir stjórn ríkisvaldsins þar sem Alþingi fer með lokaákvörðunarvald. Þannig er hagsmunum þjóðarinnar best borgið. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðaustukjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Orkumál Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
„Ef virkjað verður meira mun rafmagnið seljast upp. Það verður alltaf umfram eftirspurn,” segir Orkumálastjóri, Halla Hrund Logadóttir. Á meðan sumir telja slíkt af hinu góða sem merki um aukna hagsæld og sterkara hagkerfi, spyrja aðrir sig að því hvenær nóg sé nóg. Í dag eru framleiddar 20 terrawattstundir af raforku á ári en sú framleiðsla þyrfti að aukast upp í 42 terrawattstundir ef orkuskiptin eiga að geta átt sér stað. Til að setja hlutina í samhengi samanstendur ein terrawattstund (TW) úr 1.000.000 megawöttum (MW). Kárahnjúkavirkjun er 690 MW með framleiðslugetu upp á 4.600 gígawattstundir (GW) á ári. 1 TW samanstendur af 1.000 GW. Samkvæmt þessu þyrftum við orku rúmlega 5 Kárahnjúkavirkjana til að klára orkuskiptin. Og jafnvel þá, getum við leitt að því líkur að ennþá verði eftirspurn eftir rafmagni. Spurningin er hvort þá sé komið nóg? Verður hagkerfið þá orðið nógu stórt til að hætta að stækka? Ég leyfi mér að staðhæfa að sú verði ekki raunin hjá þeim sem munu eiga hagsmuna að gæta í orkuiðnaðinum sem og hjá erlendum fjárfestum sem, miðað við stefnu stjórnvalda munu fá afhenta æ stærri sneið af orkuauðlindum Íslendinga ef fram fer sem horfir. Hömlur og eignarhald Í skýrslu Viðskiptaráðs í kjölfar Viðskiptaþings í febrúar 2023 kemur skýrt fram að menn telji samkeppnisstöðu á orkumarkaðinum skekkta vegna of mikils eignarhalds hins opinbera í orkuframleiðslufyrirtækjum. Það hamli aðgengi nýrra aðila inn á markaðinn. Brýnt og aðkallandi sé því að liðka fyrir aðkomu erlendra fjárfesta vegna þeirra miklu fjárfestinga sem þörf sé á. Þá kemur fram að hömlur á erlenda fjárfestingu í orkuframleiðslu á Íslandi eru þær mestu meðal OECD-ríkja. Þar sem 1,0 tákni algjöra takmörkun trónir Ísland efst með 0,56. Þar á eftir er Finnland með 0,16. Í grein Innherja um aukinn kostnað virkjana í febrúar 2023 er haft eftir Ásgeiri Margeirssyni, ráðgjafa og fyrrverandi forstjóra HS orku að 7% orkuframleiðslu landsins sé í höndum einkaaðila. 93% sé á vegum hins opinbera. Þar sé Landsvirkjun langstærsti raforkuframleiðandi landsins með um 75% hlutdeild og ráði yfir nánast allri vatnsmiðlun í raforkukerfinu. Næststærst er svo Orka náttúrunnar með um 20% hlutdeild og er jafnframt stærsti raforkuframleiðandi landsins með jarðhita. Sala vindorku erlendra einkaaðila inn á kerfi sem getur ekki tekið við því Þá kemur fram í skýrslu Viðskiptaráðs að nauðsynlegt sé að koma á virkum raforkumarkaði og tryggja þurfi vindorkuframleiðendum jafnari aðgang að “stýranlegu afli á móti vindorku” (Stýranleg orka er vatnsaflsorka. Vindorka er ekki stýranleg orka). Það kemur á daginn og kemur skýrt fram í greinargerð með þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, sem lá inni á samráðsgátt stjórnvalda í janúar (í furðulega stuttan tíma), að til að mæta þeim miklu sveiflum sem verða við orkuframleiðslu vindorkuvera þarf svokallaða jöfnunarorku. Sú orka þarf að koma frá öðrum orkuverum og má ætla að sú orka muni koma frá vatnsafli frekar en jarðhita þar sem það er talið hentugra afl til slíkrar jöfnunar. 40% stýranlegt vatnsafl er talið þurfa á móti uppsettu vindafli. Þetta þýðir að ef t.d. yrði sett upp 500 MW vindorkuver eins og áætlað er á Austurlandi þá þyrfti aukalega 200 MW jöfnunarorku tryggða frá vatnsorkuveri (bara fyrir vindorkuverið). Ef vindorkuver er 100 MW þarf það tryggð 40 MW jöfnunarorku. Til að setja þetta í betra samhengi þá skulum við segja að vindorkuver sé nú þegar risið. Vegna hinnar gríðarlegu stærðar vindmyllanna mynda þær litla umframorku. Þá þarf jafnvel að stöðva spaða túrbínunnar í litlum vind og hún getur ekki framleitt rafmagn. Þá kemur jöfnunarorkan frá vatnsaflsvirkjuninni inn til að koma í veg fyrir stöðvun og engar sveiflur verða þá í rafmagnsframleiðslu inn á kerfið. Hámarksnýtingarhlutfall slíks vindmyllugarðs getur legið á bilinu 25-30%. En hvað gerist ef vindorkuverið er risið og engin jöfnunarorka er til staðar? Skýrt hefur komið fram að engin slík umframorka er í boði eins og staðan er í dag. Þ.a.l. er það ljóst að ekki er hægt að starfrækja vindorkuver nema að byggja upp fleiri og/eða stærri vatnsaflsvirkjanir. Hvað gerist ef stöðva þarf vindorkuver í eigu erlendra fjárfesta sem selja rafmagnið inn á kerfi sem getur ekki tekið á móti því? Getur verið að ríkið sé með því að skapa sér skaðabótaskyldu? Þá væri einnig fróðlegt að vita hvort þessi viðbótar jöfnunarorka sem þarf að vera til eingöngu fyrir vindorkuverin, óháð því hver nýtingin er, sé inni í útreikningum um þau 24 TW sem þurfi fyrir orkuskiptin eða hvort þau bætist við. Orkuauðlindir okkar afhentar á gullfati Á sama tíma er talað um atvinnuuppbyggingu í víðu samhengi í tengslum við uppbyggingu vindorkugarða. Ef engin jöfnunarorka er til staðar sé ég ekki fyrir mér að áhugasamir fjármagnseigendur muni leita eftir því að fjárfesta í uppbyggingu nýrra fyrirtækja ef svörin um rafmagnaöryggi eru á þessa leið: “Jú þið getið fengið tryggð ákveðið hlutfall þess rafmagns sem þið þurfið en restin er bara eitthvað sem við eigum ekki til en hlýtur að reddast einhvern veginn.” Það er ljóst í mínum huga að það þarf að virkja meira. En það er algjörlega galið að ætla afhenda orkuauðlindir okkar á gullfati til erlendra fjárfesta, eftirláta þeim gríðarlega víðfeðm landsvæði til röskunar sem hafa að mínu mati enn stærri umhverfisáhrif en vatnsaflsvirkjanir og ætla svo að kaupa af þeim orkuna inn á kerfi sem getur ekki tekið við henni, nema við sérstaklega byggjum til viðbótar nýjar vatnsaflsvirkjanir til að svara þörfum fjárfestanna. Erum við s.s. tilbúin að leggja land undir vatnsaflsvirkjanir til að gæta hagsmuna erlendra fjármagnsafla með þeim rökum að vindmyllurnar sem munu dreifa trefjaplasti um víðáttur Íslenskrar náttúru séu að framleiða græna orku? Viljum við það frekar en að virkja vatnsaflið og jarðvarmann á okkar eigin vegum og standa þá um leið vörð um auðlindir okkar og hagsmuni íbúa? Stjórnvöld öfgahliða Við höfum í dag stjórnvöld sem tákna öfga beggja hliða, vinstri og hægri. Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra segir að ein helsta ástæða þess hún fór í framboð á sínum tíma hafi verið deilan um Kárahnjúkavirkjun. Hún predikar nauðsyn orkuskipta, endalausir skattar eru lagðir á íbúa vegna þessa, hún segir ekki þurfi að virkja meira því hægt sé að loka einu af álverunum til að fá auka orku, hundruð manna missa vinnuna og hún er tilbúin að vinna að því með Sjálfstæðismönnum að auðlindir okkar verði afhentar erlendum fjármagnseigendum svo framarlega sem auðlindagjald sé greitt. Undir þessi sjónarmið taka fylgismenn hennar í Vinstri grænum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis- og orkumálaráðherra greiðir svo götu fjárfestanna með því að predika eins og lobbíisti um nauðsyn vindmyllugarða sem nauðsynlega aðgerð í loftlagsmálum, nýtir dómsdagstalið vel og segir tímann vera að renna út. Sjálfstæðismenn vilja ólmir minnka ítök ríkisins í orkuauðlindum landsins, tala um mögulegan sæstreng til Evrópu og vilja greiða leið erlendu fjárfestanna að helstu mjólkurkýr landsins, orkuauðlindinni okkar. Það er kominn tími til að íslenska þjóðin vakni og átti sig á hvert er verið að leiða landið. Orkuauðlindir landsins eiga ávallt að vera undir stjórn ríkisvaldsins þar sem Alþingi fer með lokaákvörðunarvald. Þannig er hagsmunum þjóðarinnar best borgið. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðaustukjördæmi.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun