Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2024 19:30 Forysta breiðfylkingarinnar koma saman til síns fyrsta fundar í dag frá því þau lýstu viðræður við SA árangurslausar á föstudag. Stöð 2/Arnar Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára Viðræðurnar strönduðu aftur á móti á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta á samningana. Forysta SA segir forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans. Sólveig Anna Jónsdóttir segir hugmyndir breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði samninga snúast um varnir fyrir launafólk en ekki að binda hendur Seðlabankns.Stöð 2/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir þetta af og frá. „Boltinn er auðvitað hjá Samtökum atvinnulífsins. Ég vona að fólk þar jarðtengist aðeins og sjái að okkar kröfur eru skynsamlegar og góðar og báðum samningsaðilum fyrir bestu,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundi í dag. „Þetta snýst um varnir fyrir launafólk en ekki það að binda Seðlabankann.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir breiðfylkinguna nú ráða ráðum sínum og kanna vilja baklandsins í hreyfingunni.Stöð 2/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir þetta og segir mikla samstöðu ríkja um áherslur innan breiðfylkingarinnar. Seðlabankinn vinni eftir forsendum hvers tíma og spyrji ekki stéttarfélögin þegar hann hafi ítrekað gagnrýnt þau. „Við erum að meta okkar stöðu út frá mörgum vinklum. Það tekur tíma og það þarf að vanda til verka varðandi næstu skref. Hvort sem það verði við kjarasamningaborðið eða einhvers staðar annars staðar,“ segir Ragnar Þór. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20 Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Viðræðurnar strönduðu aftur á móti á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta á samningana. Forysta SA segir forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans. Sólveig Anna Jónsdóttir segir hugmyndir breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði samninga snúast um varnir fyrir launafólk en ekki að binda hendur Seðlabankns.Stöð 2/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir þetta af og frá. „Boltinn er auðvitað hjá Samtökum atvinnulífsins. Ég vona að fólk þar jarðtengist aðeins og sjái að okkar kröfur eru skynsamlegar og góðar og báðum samningsaðilum fyrir bestu,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundi í dag. „Þetta snýst um varnir fyrir launafólk en ekki það að binda Seðlabankann.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir breiðfylkinguna nú ráða ráðum sínum og kanna vilja baklandsins í hreyfingunni.Stöð 2/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir þetta og segir mikla samstöðu ríkja um áherslur innan breiðfylkingarinnar. Seðlabankinn vinni eftir forsendum hvers tíma og spyrji ekki stéttarfélögin þegar hann hafi ítrekað gagnrýnt þau. „Við erum að meta okkar stöðu út frá mörgum vinklum. Það tekur tíma og það þarf að vanda til verka varðandi næstu skref. Hvort sem það verði við kjarasamningaborðið eða einhvers staðar annars staðar,“ segir Ragnar Þór.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20 Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21
Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20
Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47