Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 10:09 Sýn og Síminn hafa snúið bökum saman í málinu. Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að félögin bætist við hóp fjölda norrænna sjónvarpsstöðva sem fyrir eru í samtökunum ásamt til dæmis ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, SuperLiga í Danmörku, Sænsku úrvalsdeildinni í íshokkí og Warner Bros Discovery. Sýn og Síminn munu þannig fá ítarlegar greiningar um ólöglega dreifingu höfundarréttarvarins efnis frá sérfræðingum NCP ásamt ráðgjöf um tæknilausnir sem rekja uppruna efnis og þannig myndast geta til að stíga fastar til jarðar en áður til að berjast gegn hugverkabrotum. Þá er fullyrt í tilkynningunni að notkun á ólöglegri sjónvarpsþjónustu sem byggi á hugverkabrotum hafi aukist mikið á síðustu árum. Um sautján milljónir Evrópubúa segjast hafa nýtt sér ólöglega þjónustu til að horfa á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir árið 2022. „Löglegir kostir til að njóta kvikmynda og sjónvarpsefnis hafa aldrei verið fjölbreyttari og úrvalið nær endalaust. Ólögleg dreifing þessa efnis skapar ekki aðeins tekjutap hjá hinu opinbera í formi skatta og gjalda heldur tapar til dæmis, íslenski sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn umtalsverðum fjárhæðum ásamt sjónvarpsstöðvunum sem kosta til framleiðslu innlends efnis og setja miklar fjárhæðir í kaup á erlendu efni. Það er tími til kominn að stemma stigu við þessari sjóræningjastarfssemi sem hefur fengið að vaxa óáreitt of lengi,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum. „Það hefur verið gríðarleg aukning á ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis síðustu ár. Þeir sem velja að nýta sér þessa dreifingu eru að stela frá rétthöfum til dæmis íslenskum kvikmynda og sjónvarpsframleiðendum. Mikilvægt er að notendur geri sér grein fyrir því að greiðslurnar sem notendur borga fyrir þjónustuna fer að alla jöfnu til skipulagðra glæpasamtaka í Evrópu. NCP hefur náð góðum árangri á Norðurlöndunum í að spyrna á móti þessari þróun og samstarfið verður sterk viðbót fyrir rétthafa á Íslandi,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. „Við erum ánægð að Sýn og Síminn hafa gengið til liðs við Nordic Content Protection. Geta NCP til að greina og berjast gegn sjóræningjastarfsemi í sjónvarpi mun gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni á Íslandi. Við erum fullviss um að við munum geta fundið nýjar aðferðir og lausnir til að þrýsta áskrifendur til að velja frá ólöglegri IPTV þjónustu og í átt að löglegri og siðferðilegri sjónvarpsdreifingu sem meðlimir okkar veita,“ segir Stian Løland, framkvæmdastjóri hjá Nordic Content Protection. Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Sýn Síminn Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Þar segir að félögin bætist við hóp fjölda norrænna sjónvarpsstöðva sem fyrir eru í samtökunum ásamt til dæmis ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, SuperLiga í Danmörku, Sænsku úrvalsdeildinni í íshokkí og Warner Bros Discovery. Sýn og Síminn munu þannig fá ítarlegar greiningar um ólöglega dreifingu höfundarréttarvarins efnis frá sérfræðingum NCP ásamt ráðgjöf um tæknilausnir sem rekja uppruna efnis og þannig myndast geta til að stíga fastar til jarðar en áður til að berjast gegn hugverkabrotum. Þá er fullyrt í tilkynningunni að notkun á ólöglegri sjónvarpsþjónustu sem byggi á hugverkabrotum hafi aukist mikið á síðustu árum. Um sautján milljónir Evrópubúa segjast hafa nýtt sér ólöglega þjónustu til að horfa á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir árið 2022. „Löglegir kostir til að njóta kvikmynda og sjónvarpsefnis hafa aldrei verið fjölbreyttari og úrvalið nær endalaust. Ólögleg dreifing þessa efnis skapar ekki aðeins tekjutap hjá hinu opinbera í formi skatta og gjalda heldur tapar til dæmis, íslenski sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn umtalsverðum fjárhæðum ásamt sjónvarpsstöðvunum sem kosta til framleiðslu innlends efnis og setja miklar fjárhæðir í kaup á erlendu efni. Það er tími til kominn að stemma stigu við þessari sjóræningjastarfssemi sem hefur fengið að vaxa óáreitt of lengi,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum. „Það hefur verið gríðarleg aukning á ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis síðustu ár. Þeir sem velja að nýta sér þessa dreifingu eru að stela frá rétthöfum til dæmis íslenskum kvikmynda og sjónvarpsframleiðendum. Mikilvægt er að notendur geri sér grein fyrir því að greiðslurnar sem notendur borga fyrir þjónustuna fer að alla jöfnu til skipulagðra glæpasamtaka í Evrópu. NCP hefur náð góðum árangri á Norðurlöndunum í að spyrna á móti þessari þróun og samstarfið verður sterk viðbót fyrir rétthafa á Íslandi,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. „Við erum ánægð að Sýn og Síminn hafa gengið til liðs við Nordic Content Protection. Geta NCP til að greina og berjast gegn sjóræningjastarfsemi í sjónvarpi mun gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni á Íslandi. Við erum fullviss um að við munum geta fundið nýjar aðferðir og lausnir til að þrýsta áskrifendur til að velja frá ólöglegri IPTV þjónustu og í átt að löglegri og siðferðilegri sjónvarpsdreifingu sem meðlimir okkar veita,“ segir Stian Løland, framkvæmdastjóri hjá Nordic Content Protection. Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Sýn Síminn Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira