Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 10:09 Sýn og Síminn hafa snúið bökum saman í málinu. Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að félögin bætist við hóp fjölda norrænna sjónvarpsstöðva sem fyrir eru í samtökunum ásamt til dæmis ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, SuperLiga í Danmörku, Sænsku úrvalsdeildinni í íshokkí og Warner Bros Discovery. Sýn og Síminn munu þannig fá ítarlegar greiningar um ólöglega dreifingu höfundarréttarvarins efnis frá sérfræðingum NCP ásamt ráðgjöf um tæknilausnir sem rekja uppruna efnis og þannig myndast geta til að stíga fastar til jarðar en áður til að berjast gegn hugverkabrotum. Þá er fullyrt í tilkynningunni að notkun á ólöglegri sjónvarpsþjónustu sem byggi á hugverkabrotum hafi aukist mikið á síðustu árum. Um sautján milljónir Evrópubúa segjast hafa nýtt sér ólöglega þjónustu til að horfa á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir árið 2022. „Löglegir kostir til að njóta kvikmynda og sjónvarpsefnis hafa aldrei verið fjölbreyttari og úrvalið nær endalaust. Ólögleg dreifing þessa efnis skapar ekki aðeins tekjutap hjá hinu opinbera í formi skatta og gjalda heldur tapar til dæmis, íslenski sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn umtalsverðum fjárhæðum ásamt sjónvarpsstöðvunum sem kosta til framleiðslu innlends efnis og setja miklar fjárhæðir í kaup á erlendu efni. Það er tími til kominn að stemma stigu við þessari sjóræningjastarfssemi sem hefur fengið að vaxa óáreitt of lengi,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum. „Það hefur verið gríðarleg aukning á ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis síðustu ár. Þeir sem velja að nýta sér þessa dreifingu eru að stela frá rétthöfum til dæmis íslenskum kvikmynda og sjónvarpsframleiðendum. Mikilvægt er að notendur geri sér grein fyrir því að greiðslurnar sem notendur borga fyrir þjónustuna fer að alla jöfnu til skipulagðra glæpasamtaka í Evrópu. NCP hefur náð góðum árangri á Norðurlöndunum í að spyrna á móti þessari þróun og samstarfið verður sterk viðbót fyrir rétthafa á Íslandi,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. „Við erum ánægð að Sýn og Síminn hafa gengið til liðs við Nordic Content Protection. Geta NCP til að greina og berjast gegn sjóræningjastarfsemi í sjónvarpi mun gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni á Íslandi. Við erum fullviss um að við munum geta fundið nýjar aðferðir og lausnir til að þrýsta áskrifendur til að velja frá ólöglegri IPTV þjónustu og í átt að löglegri og siðferðilegri sjónvarpsdreifingu sem meðlimir okkar veita,“ segir Stian Løland, framkvæmdastjóri hjá Nordic Content Protection. Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Sýn Síminn Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Þar segir að félögin bætist við hóp fjölda norrænna sjónvarpsstöðva sem fyrir eru í samtökunum ásamt til dæmis ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, SuperLiga í Danmörku, Sænsku úrvalsdeildinni í íshokkí og Warner Bros Discovery. Sýn og Síminn munu þannig fá ítarlegar greiningar um ólöglega dreifingu höfundarréttarvarins efnis frá sérfræðingum NCP ásamt ráðgjöf um tæknilausnir sem rekja uppruna efnis og þannig myndast geta til að stíga fastar til jarðar en áður til að berjast gegn hugverkabrotum. Þá er fullyrt í tilkynningunni að notkun á ólöglegri sjónvarpsþjónustu sem byggi á hugverkabrotum hafi aukist mikið á síðustu árum. Um sautján milljónir Evrópubúa segjast hafa nýtt sér ólöglega þjónustu til að horfa á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir árið 2022. „Löglegir kostir til að njóta kvikmynda og sjónvarpsefnis hafa aldrei verið fjölbreyttari og úrvalið nær endalaust. Ólögleg dreifing þessa efnis skapar ekki aðeins tekjutap hjá hinu opinbera í formi skatta og gjalda heldur tapar til dæmis, íslenski sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn umtalsverðum fjárhæðum ásamt sjónvarpsstöðvunum sem kosta til framleiðslu innlends efnis og setja miklar fjárhæðir í kaup á erlendu efni. Það er tími til kominn að stemma stigu við þessari sjóræningjastarfssemi sem hefur fengið að vaxa óáreitt of lengi,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum. „Það hefur verið gríðarleg aukning á ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis síðustu ár. Þeir sem velja að nýta sér þessa dreifingu eru að stela frá rétthöfum til dæmis íslenskum kvikmynda og sjónvarpsframleiðendum. Mikilvægt er að notendur geri sér grein fyrir því að greiðslurnar sem notendur borga fyrir þjónustuna fer að alla jöfnu til skipulagðra glæpasamtaka í Evrópu. NCP hefur náð góðum árangri á Norðurlöndunum í að spyrna á móti þessari þróun og samstarfið verður sterk viðbót fyrir rétthafa á Íslandi,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. „Við erum ánægð að Sýn og Síminn hafa gengið til liðs við Nordic Content Protection. Geta NCP til að greina og berjast gegn sjóræningjastarfsemi í sjónvarpi mun gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni á Íslandi. Við erum fullviss um að við munum geta fundið nýjar aðferðir og lausnir til að þrýsta áskrifendur til að velja frá ólöglegri IPTV þjónustu og í átt að löglegri og siðferðilegri sjónvarpsdreifingu sem meðlimir okkar veita,“ segir Stian Løland, framkvæmdastjóri hjá Nordic Content Protection. Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Sýn Síminn Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira