Stökkpallur fyrir íslenskar lausnir Nótt Thorberg skrifar 21. febrúar 2024 09:00 Tvíhliða samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði orku- og loftslagsmála markar nýjan kafla í útflutningi íslenskra loftslagslausna og áframhaldandi nýsköpun hér á landi. Það eru tíðindi þegar orkumálaráðherra Bandaríkjanna lýsir því yfir að þær loftslagslausnir, þekking og reynsla sem Íslendingar búa yfir sé mikilvæg fyrir orkuskipti Bandaríkjanna og þá gríðarstóru grænu umbreytingu sem þörf er á í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Jennifer M. Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ýttu samstarfi landanna formlega úr vör síðastliðinn föstudag. Með því eru Bandaríkjamenn að setja jarðvarma og íslenskar lausnir á sviði kolefnisföngunar, -förgunar og -nýtingar á heimskortið, og efna til stórsóknar í samstarfi og þekkingarmiðlun landanna á sviði rannsókna, þróunar og innleiðingar á árangursríkum loftslagslausnum. Samstarfið mun án efa greiða götu íslenskra fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað og stórauka tækifæri Íslendinga til að afla styrkja, fjárfestingar, og annars nauðsynlegs stuðnings fyrir orku- og loftslagsverkefni tengd Bandaríkjunum. Þá felur samstarfið einnig í sér að Ísland styðji við önnur verkefni á alþjóðlegum vettvangi sem Bandaríkin koma að, meðal annars í Austur-Evrópu og víðar. Einstök staða Íslendinga á sviði nýtingar endurnýjanlegrar orku og tengdri nýsköpun er sjóðheit söluvara í baráttunni við loftslagsvána og Ísland stendur framarlega á þessu sviði. Íslenskar lausnir þykja eftirsóknarverðar en með samstarfinu verður til eins konar hraðall fyrir þau verkefni og tækifæri sem ríkin tvö geta unnið að á sviði orku- og loftslagsmála. Auk þess má ætla að samstarfið muni laða til Íslands ný verkefni og fjárfestingar á sviði sjálfbærra loftslagslausna. Þar horfa Bandaríkjamenn meðal annars til samstarfs um þróun vetnis- og rafeldsneytislausna auk annarra tækifæra, svo sem á sviði rannsókna á djúpborunum í kviku sem íslensk orkufyrirtæki hafa þegar lagt grunninn að. Grænvangur fagnar samstarfinu og framsýni stjórnvalda í að taka þetta mikilvæga skref sem mun auka enn frekar vitund heimsbyggðarinnar um tækifærin, lausnirnar og hugvitið sem Ísland hefur upp á að bjóða. Tækifærin eru fjölmörg og nú er það sameiginlegt verkefni stjórnvalda og atvinnulífs að nýta þennan stökkpall til að láta verkin tala. Fyrir Ísland, Bandaríkin og heimsbyggðina alla. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Orkumál Loftslagsmál Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Tvíhliða samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði orku- og loftslagsmála markar nýjan kafla í útflutningi íslenskra loftslagslausna og áframhaldandi nýsköpun hér á landi. Það eru tíðindi þegar orkumálaráðherra Bandaríkjanna lýsir því yfir að þær loftslagslausnir, þekking og reynsla sem Íslendingar búa yfir sé mikilvæg fyrir orkuskipti Bandaríkjanna og þá gríðarstóru grænu umbreytingu sem þörf er á í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Jennifer M. Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ýttu samstarfi landanna formlega úr vör síðastliðinn föstudag. Með því eru Bandaríkjamenn að setja jarðvarma og íslenskar lausnir á sviði kolefnisföngunar, -förgunar og -nýtingar á heimskortið, og efna til stórsóknar í samstarfi og þekkingarmiðlun landanna á sviði rannsókna, þróunar og innleiðingar á árangursríkum loftslagslausnum. Samstarfið mun án efa greiða götu íslenskra fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað og stórauka tækifæri Íslendinga til að afla styrkja, fjárfestingar, og annars nauðsynlegs stuðnings fyrir orku- og loftslagsverkefni tengd Bandaríkjunum. Þá felur samstarfið einnig í sér að Ísland styðji við önnur verkefni á alþjóðlegum vettvangi sem Bandaríkin koma að, meðal annars í Austur-Evrópu og víðar. Einstök staða Íslendinga á sviði nýtingar endurnýjanlegrar orku og tengdri nýsköpun er sjóðheit söluvara í baráttunni við loftslagsvána og Ísland stendur framarlega á þessu sviði. Íslenskar lausnir þykja eftirsóknarverðar en með samstarfinu verður til eins konar hraðall fyrir þau verkefni og tækifæri sem ríkin tvö geta unnið að á sviði orku- og loftslagsmála. Auk þess má ætla að samstarfið muni laða til Íslands ný verkefni og fjárfestingar á sviði sjálfbærra loftslagslausna. Þar horfa Bandaríkjamenn meðal annars til samstarfs um þróun vetnis- og rafeldsneytislausna auk annarra tækifæra, svo sem á sviði rannsókna á djúpborunum í kviku sem íslensk orkufyrirtæki hafa þegar lagt grunninn að. Grænvangur fagnar samstarfinu og framsýni stjórnvalda í að taka þetta mikilvæga skref sem mun auka enn frekar vitund heimsbyggðarinnar um tækifærin, lausnirnar og hugvitið sem Ísland hefur upp á að bjóða. Tækifærin eru fjölmörg og nú er það sameiginlegt verkefni stjórnvalda og atvinnulífs að nýta þennan stökkpall til að láta verkin tala. Fyrir Ísland, Bandaríkin og heimsbyggðina alla. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun