Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 10:29 Ferðamenn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að almennt hafi hægt á vexti veltu í nóvember til desember í fyrra samanborið við sömu mánuði árið 2022. Veltan í ferðaþjónustu hafi verið nær óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Þannig minnkaði velta í helmingi atvinnugreina og jókst umfram verðbólgu, 7,9 prósent, í einungis fjórðungi þeirra. Mesta aukningin var í fasteignaviðskiptum, sölu á vélknúnum ökutækjum og byggingarstarfsemi. Mestur samdráttur var í framleiðslu málma, veitustarfsemi og greinum í tækni- og hugverkaiðnaði. Velta í ferðaþjónustu var óbreytt milli ára eftir mikinn og samfelldan vöxt frá miðju ári 2021. Velta í fasteignaviðskiptum hélt áfram að aukast eða um alls 21 prósent og reyndist 27 milljarðar króna á tímabilinu. Meginþorra hækkunarinnar mátti líkt og áður rekja til aukinna leigutekna af atvinnuhúsnæði, bæði vegna hækkunar leigu og nýrra tekjulinda. Þá var einnig markverður vöxtur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem velta jókst um 11 prósent á milli ára. Sú hækkun stafaði einkum af 13 prósent vexti í sérhæfðri byggingarstarfsemi, til dæmis raf- og pípulagnir, múrhúðun og fleira. Minni aukning var í byggingu húsnæðis og þróun byggingarverkefna eða 8 prósent. Lítill vöxtur í framleiðslugreinum Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að lítill vöxtur hafi verið í framleiðslugreinum hagkerfisins þar sem lækkun álverðs átti áfram þátt í 16 prósent lægri veltu í framleiðslu málma. Velta í framleiðslu málma hefur nú minnkað sjö skipti í röð. Þá var sjö prósent samdráttur í tækni- og hugverkaiðnaði þar sem sex prósent samdráttur var í hátækniþjónustu og 15 prósent í meðal- og hátækniframleiðslu. Velta var óbreytt í upplýsingatækni og fjarskiptum. Loks var tiltölulega lítill vöxtur í matvælaframleiðslu eða fimm prósent og þar af tvö prósent í kjötiðnaði en samdráttur var í sjávarútvegi og fiskeldi um eitt prósent, þar af fjögur prósent samdráttur í sjávarútvegi. Áfram var góður vöxtur í sölu, viðgerðum og viðhaldi vélknúinna ökutækja og nam velta tímabilsins 57 milljörðum króna sem var 14 prósent hækkun miðað við sama tíma árið 2021. Hins vegar var lítill vöxtur í verslunargreinum og reyndar samdráttur í heildverslun um eitt prósent þar sem helst var markverð níu prósent lækkun í heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki. Velta í smásölu jókst um sex prósent þar sem 11 prósent vöxtur var hjá stórmörkuðum og matvöruverslunum, níu prósent í lyfjaverslun og sex prósent í sölu á fatnaði en þar var einnig tíu prósent samdráttur í veltu með járn- og byggingarvöru, málningu og gler í sérverslunum. Atvinnurekendur Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að almennt hafi hægt á vexti veltu í nóvember til desember í fyrra samanborið við sömu mánuði árið 2022. Veltan í ferðaþjónustu hafi verið nær óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Þannig minnkaði velta í helmingi atvinnugreina og jókst umfram verðbólgu, 7,9 prósent, í einungis fjórðungi þeirra. Mesta aukningin var í fasteignaviðskiptum, sölu á vélknúnum ökutækjum og byggingarstarfsemi. Mestur samdráttur var í framleiðslu málma, veitustarfsemi og greinum í tækni- og hugverkaiðnaði. Velta í ferðaþjónustu var óbreytt milli ára eftir mikinn og samfelldan vöxt frá miðju ári 2021. Velta í fasteignaviðskiptum hélt áfram að aukast eða um alls 21 prósent og reyndist 27 milljarðar króna á tímabilinu. Meginþorra hækkunarinnar mátti líkt og áður rekja til aukinna leigutekna af atvinnuhúsnæði, bæði vegna hækkunar leigu og nýrra tekjulinda. Þá var einnig markverður vöxtur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem velta jókst um 11 prósent á milli ára. Sú hækkun stafaði einkum af 13 prósent vexti í sérhæfðri byggingarstarfsemi, til dæmis raf- og pípulagnir, múrhúðun og fleira. Minni aukning var í byggingu húsnæðis og þróun byggingarverkefna eða 8 prósent. Lítill vöxtur í framleiðslugreinum Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að lítill vöxtur hafi verið í framleiðslugreinum hagkerfisins þar sem lækkun álverðs átti áfram þátt í 16 prósent lægri veltu í framleiðslu málma. Velta í framleiðslu málma hefur nú minnkað sjö skipti í röð. Þá var sjö prósent samdráttur í tækni- og hugverkaiðnaði þar sem sex prósent samdráttur var í hátækniþjónustu og 15 prósent í meðal- og hátækniframleiðslu. Velta var óbreytt í upplýsingatækni og fjarskiptum. Loks var tiltölulega lítill vöxtur í matvælaframleiðslu eða fimm prósent og þar af tvö prósent í kjötiðnaði en samdráttur var í sjávarútvegi og fiskeldi um eitt prósent, þar af fjögur prósent samdráttur í sjávarútvegi. Áfram var góður vöxtur í sölu, viðgerðum og viðhaldi vélknúinna ökutækja og nam velta tímabilsins 57 milljörðum króna sem var 14 prósent hækkun miðað við sama tíma árið 2021. Hins vegar var lítill vöxtur í verslunargreinum og reyndar samdráttur í heildverslun um eitt prósent þar sem helst var markverð níu prósent lækkun í heildverslun með timbur, byggingarefni og hreinlætistæki. Velta í smásölu jókst um sex prósent þar sem 11 prósent vöxtur var hjá stórmörkuðum og matvöruverslunum, níu prósent í lyfjaverslun og sex prósent í sölu á fatnaði en þar var einnig tíu prósent samdráttur í veltu með járn- og byggingarvöru, málningu og gler í sérverslunum.
Atvinnurekendur Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira