Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2024 10:48 Frá skrifstofum i-Soon í Chengdu í suðurhluta Kína. Tölvuþrjótar á vegum fyrirtækisins hafa gert fjölmargar árásir víðsvegar um heim og fyrir margar kínverskar stofnanir á undanförnum átta árum. AP/Dake Kang Kínverskir hakkarahópar, sem tengjast yfirvöldum í Peking, beita umfangsmiklum tölvuárásum gegn erlendum ríkisstjórnum, fyrirtækjum og gegn innviðum í öðrum ríkjum. Hakkararnir notast við galla á kerfum fyrirtækja eins og Microsoft, Apple og Google. Þetta kemur fram í gögnum sem lekið var frá einum af þessum hópum en gögnin eru sögð veita einstaka innsýn í starfsemi þessara tölvuþrjóta, sem starfa á vegum fyrirtækja sem opinberar stofnanir ráða til að gera tölvuárásir, samkvæmt frétt Washington Post. Gögnin, sem koma frá fyrirtæki í Sjanghæ sem heitir i-Soon, voru birt á GitHub í síðustu viku og innihalda myndir, skjöl og skrár yfir samskipti milli fólks. Gögnin spanna átta ára tímabil og þau sýna að opinberar stofnanir í Kína gera samninga við einkafyrirtæki sem ráðið hafa hakkara til að gera tölvuárásir í öðrum ríkjum. Meðal ríkja sem nefnd eru í gögnunum eru Indland, Hong Kong, Taíland, Suður-Kórea, Bretland, Taívan og Malasía. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Eitt skjal í gögnunum sýnir hvernig hakkarar i-Soon stálum 95,2 gígabætum af gögnum um innflytjendur frá Indlandi og þremur terabætum af gögnum um símtöl, gögn sem sýna hver hringdi í hvern og hvenær, frá Suður-Kóreu. Sjá einnig: Ástralir fjarlægja 900 öryggismyndavélar frá Kína úr opinberum byggingum Hakkarar i-Soon hafa einnig gert árásir á samskiptafyrirtæki í Hong Kong, Kasakstan, Malasíu, Mongólíu, Nepal og Taívan. Gögnin sýna einnig að hakkararnir komu höndum yfir umfangsmikil kortagögn af vegakerfi Taívan. Eyríkis sem ráðamenn í Kína segja að tilheyri þeim, í mjög einföldu máli sagt. Slík gögn gætu reynst mikilvæg komi til innrásar í Taívan, eins og ráðamenn í eyríkinu óttast. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Gögnin gætu meðal annars hjálpað Kínverjum að gera Taívönum erfitt með að flytja herafla um eyjuna í aðdraganda innrásar. Eftir innrás gætu gögnin hjálpað Kínverjum að flytja herafla um Taívan. Nota einkafyrirtæki í opinberum tilgangi Í frétt New York Times um gögnin segir að þau varpi ljósi á það hvernig ráðamenn í Kína og forsvarsmenn njósnastofnanna noti einkafyrirtæki til að framkvæma tölvuárásir á vegum ríkisins, bæði gegn erlendum aðilum og til að vakta Kínverja. Þá sérstaklega minnihlutahópa og veðmálafyrirtæki í Kína og kínverska andhófsmenn á erlendri grundu. Sérfræðingur hjá Google, sem blaðamaður NYT ræddi við, segir i-Soon hafa verið að vinna fyrir innanríkisráðuneyti Kína, kínverska herinn og fyrir ríkislögreglustjóra Kína. Sjá einnig: Handteknir grunaðir um að reka kínverska lögreglustöð í New York Hakkarar hafa meðal annars borið kennsl á aðgerðasinna sem skrifa undir nafnleynd á samfélagsmiðlum, bæði utan og innan landamæra Kína. Þá hefur hótunum verið beitt gegn þessu fólki til að fá þau til að fjarlægja færslur sem falla ekki í kramið hjá embættismönnum. Fram kemur í frétt NYT að hakkarar i-Soon notuðu tól sem er sérstaklega þróað til að fara yfir aðganga á X (áður Twitter) og safna póstföngum, símanúmerum og öðrum persónuupplýsingum um notendur þar. AP fréttaveitan hefur eftir starfsmönnum i-Soon að lekinn sé til rannsóknar, bæði hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins og hjá lögreglunni. Haldinn var fundur í fyrirtækinu í gær og þá var starfsmönnum sagt að lekinn myndi ekki hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins og var starfsmönnum sagt að halda áfram vinnu eins og ekkert hefði gerst. Kína Tölvuárásir Tengdar fréttir Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan. 1. febrúar 2024 23:04 Lai Ching-te kjörinn forseti í Taívan Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins. 13. janúar 2024 16:22 Kínverjar að verða vinalausir í Taívan Þegar styttist í að haldnar verða forsetakosningar í Taívan standa ráðamenn í Peking frammi fyrir því í fyrsta sinn í nokkurn tíma að eiga fáa vini á eyjunni. Viðhorf Taívana til meginlandsins og tilkalls ráðamanna þar til eyríkisins hefur breyst töluvert á undanförnum árum og það sama á við forsetaframbjóðendur. 29. desember 2023 13:43 Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06 Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. 6. desember 2022 11:25 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem lekið var frá einum af þessum hópum en gögnin eru sögð veita einstaka innsýn í starfsemi þessara tölvuþrjóta, sem starfa á vegum fyrirtækja sem opinberar stofnanir ráða til að gera tölvuárásir, samkvæmt frétt Washington Post. Gögnin, sem koma frá fyrirtæki í Sjanghæ sem heitir i-Soon, voru birt á GitHub í síðustu viku og innihalda myndir, skjöl og skrár yfir samskipti milli fólks. Gögnin spanna átta ára tímabil og þau sýna að opinberar stofnanir í Kína gera samninga við einkafyrirtæki sem ráðið hafa hakkara til að gera tölvuárásir í öðrum ríkjum. Meðal ríkja sem nefnd eru í gögnunum eru Indland, Hong Kong, Taíland, Suður-Kórea, Bretland, Taívan og Malasía. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Eitt skjal í gögnunum sýnir hvernig hakkarar i-Soon stálum 95,2 gígabætum af gögnum um innflytjendur frá Indlandi og þremur terabætum af gögnum um símtöl, gögn sem sýna hver hringdi í hvern og hvenær, frá Suður-Kóreu. Sjá einnig: Ástralir fjarlægja 900 öryggismyndavélar frá Kína úr opinberum byggingum Hakkarar i-Soon hafa einnig gert árásir á samskiptafyrirtæki í Hong Kong, Kasakstan, Malasíu, Mongólíu, Nepal og Taívan. Gögnin sýna einnig að hakkararnir komu höndum yfir umfangsmikil kortagögn af vegakerfi Taívan. Eyríkis sem ráðamenn í Kína segja að tilheyri þeim, í mjög einföldu máli sagt. Slík gögn gætu reynst mikilvæg komi til innrásar í Taívan, eins og ráðamenn í eyríkinu óttast. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Gögnin gætu meðal annars hjálpað Kínverjum að gera Taívönum erfitt með að flytja herafla um eyjuna í aðdraganda innrásar. Eftir innrás gætu gögnin hjálpað Kínverjum að flytja herafla um Taívan. Nota einkafyrirtæki í opinberum tilgangi Í frétt New York Times um gögnin segir að þau varpi ljósi á það hvernig ráðamenn í Kína og forsvarsmenn njósnastofnanna noti einkafyrirtæki til að framkvæma tölvuárásir á vegum ríkisins, bæði gegn erlendum aðilum og til að vakta Kínverja. Þá sérstaklega minnihlutahópa og veðmálafyrirtæki í Kína og kínverska andhófsmenn á erlendri grundu. Sérfræðingur hjá Google, sem blaðamaður NYT ræddi við, segir i-Soon hafa verið að vinna fyrir innanríkisráðuneyti Kína, kínverska herinn og fyrir ríkislögreglustjóra Kína. Sjá einnig: Handteknir grunaðir um að reka kínverska lögreglustöð í New York Hakkarar hafa meðal annars borið kennsl á aðgerðasinna sem skrifa undir nafnleynd á samfélagsmiðlum, bæði utan og innan landamæra Kína. Þá hefur hótunum verið beitt gegn þessu fólki til að fá þau til að fjarlægja færslur sem falla ekki í kramið hjá embættismönnum. Fram kemur í frétt NYT að hakkarar i-Soon notuðu tól sem er sérstaklega þróað til að fara yfir aðganga á X (áður Twitter) og safna póstföngum, símanúmerum og öðrum persónuupplýsingum um notendur þar. AP fréttaveitan hefur eftir starfsmönnum i-Soon að lekinn sé til rannsóknar, bæði hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins og hjá lögreglunni. Haldinn var fundur í fyrirtækinu í gær og þá var starfsmönnum sagt að lekinn myndi ekki hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins og var starfsmönnum sagt að halda áfram vinnu eins og ekkert hefði gerst.
Kína Tölvuárásir Tengdar fréttir Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan. 1. febrúar 2024 23:04 Lai Ching-te kjörinn forseti í Taívan Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins. 13. janúar 2024 16:22 Kínverjar að verða vinalausir í Taívan Þegar styttist í að haldnar verða forsetakosningar í Taívan standa ráðamenn í Peking frammi fyrir því í fyrsta sinn í nokkurn tíma að eiga fáa vini á eyjunni. Viðhorf Taívana til meginlandsins og tilkalls ráðamanna þar til eyríkisins hefur breyst töluvert á undanförnum árum og það sama á við forsetaframbjóðendur. 29. desember 2023 13:43 Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06 Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. 6. desember 2022 11:25 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan. 1. febrúar 2024 23:04
Lai Ching-te kjörinn forseti í Taívan Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins. 13. janúar 2024 16:22
Kínverjar að verða vinalausir í Taívan Þegar styttist í að haldnar verða forsetakosningar í Taívan standa ráðamenn í Peking frammi fyrir því í fyrsta sinn í nokkurn tíma að eiga fáa vini á eyjunni. Viðhorf Taívana til meginlandsins og tilkalls ráðamanna þar til eyríkisins hefur breyst töluvert á undanförnum árum og það sama á við forsetaframbjóðendur. 29. desember 2023 13:43
Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06
Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. 6. desember 2022 11:25
Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01