„Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2024 11:59 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Fagfélaganna. Vísir/Vilhelm Samninganefndir breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Formaðurinn fylgist vel með en gefur ekki upp hvort VR sláist í för með þeim. Fulltrúar breiðfylkingarinnar, að frátöldum VR sem sleit sig frá fylkingunni í gær, hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Ríkissáttasemjari hefur sett samningsaðila í fjölmiðlabann, og því hefur ekki verið hægt að fá upplýsingar um gang viðræðna. Í gær var þó greint frá því að samstaða hefði náðst um forsenduákvæði kjarasamninga um þróun verðbólgu. Á sama tíma hafa Fagfélögin hafið undirbúning verkfallsaðgerða, eftir fund samninganefnda félaganna í gær. „Þar var ákveðið, sökum þess að gangurinn er ekki nægilega mikill að mati hópsins, að undirbúa næstu skref í þessu. Það var settur á laggirnar aðgerðahópur til þess að skipuleggja aðgerðir, til þess að búa til meiri pressu á viðsemjendur okkar,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Fagfélaganna, sem telji um 12.000 félagsmenn. Viðræður við SA hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við erum að reyna að ná heildarsamningum og það er í raun og veru allt undir í því, en ég get ekki farið efnislega út í hvar það stendur akkúrat núna.“ Úttalar sig ekki um mögulegt samstarf við VR Líkt og áður sagði er VR ekki lengur hluti af breiðfylkingunni. Kemur til greina að þau gangi til liðs við ykkur, hefur það verið rætt? „Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur og sjáum hvað félagar okkar eru að gera. Við tölum alltaf saman, formenn félaganna, og þurfum bara að meta hver staðan er á hverjum tíma, en það er ekkert fast í hendi með það, eins og staðan er akkúrat núna.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22 Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fulltrúar breiðfylkingarinnar, að frátöldum VR sem sleit sig frá fylkingunni í gær, hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Ríkissáttasemjari hefur sett samningsaðila í fjölmiðlabann, og því hefur ekki verið hægt að fá upplýsingar um gang viðræðna. Í gær var þó greint frá því að samstaða hefði náðst um forsenduákvæði kjarasamninga um þróun verðbólgu. Á sama tíma hafa Fagfélögin hafið undirbúning verkfallsaðgerða, eftir fund samninganefnda félaganna í gær. „Þar var ákveðið, sökum þess að gangurinn er ekki nægilega mikill að mati hópsins, að undirbúa næstu skref í þessu. Það var settur á laggirnar aðgerðahópur til þess að skipuleggja aðgerðir, til þess að búa til meiri pressu á viðsemjendur okkar,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Fagfélaganna, sem telji um 12.000 félagsmenn. Viðræður við SA hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við erum að reyna að ná heildarsamningum og það er í raun og veru allt undir í því, en ég get ekki farið efnislega út í hvar það stendur akkúrat núna.“ Úttalar sig ekki um mögulegt samstarf við VR Líkt og áður sagði er VR ekki lengur hluti af breiðfylkingunni. Kemur til greina að þau gangi til liðs við ykkur, hefur það verið rætt? „Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur og sjáum hvað félagar okkar eru að gera. Við tölum alltaf saman, formenn félaganna, og þurfum bara að meta hver staðan er á hverjum tíma, en það er ekkert fast í hendi með það, eins og staðan er akkúrat núna.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22 Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22
Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01