Gjaldþrota veitingamaður mátti ekki borga þrjátíu kúlur fyrir kókið Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2024 11:58 Málið varðar kaup fyrri rekstraraðila Hressingarskálans af innflytjanda kóks á Íslandi. Vísir/Vilhelm Greiðslu gjaldþrota veitingamanns til Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf. upp á tæplega þrjátíu milljónir króna hefur verið rift af Landsrétti. Maðurinn nýtti fjármuni frá gjaldþrota fyrirtæki sínu til þess að greiða skuld sem hann hafði gengið í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP, af öllum kröfum þrotabús mannsins. Í dóminum hafa nafn mannsins og nöfn tengdra félaga verið afmáð að einu undandskildu. Félagið Hressingarskálinn ehf. er talið upp sem eitt fjögurra félaga í eigu mannsins. Eigandi þess félags og tengds rekstrar var Einar Sturla Möinichen, stórtækur veitingamaður til áratuga. CCEP hefði mátt vita af fjárhagskröggum Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Greiðslan hafi því á ótilhlýðilegan hátt verið til hagsbóta fyrir CCEP á kostnað annarra kröfuhafa og leitt til þess að þrotamaður hafði minni eignir til fullnustu krafna annarra kröfuhafa. Þá er rakið að Einar Sturla hafi átt í áralöngum viðskiptum við CCEP vegna atvinnureksturs síns og staðið í miklum persónulegum ábyrgðum gagnvart félaginu vegna viðskiptanna. CCEP hafi verið kunnugt um mikla erfiðleika í rekstri Einars Sturlu og að félag hans hefði að mestu látið af starfsemi. CCEP hefði því mátt vita að tekjur Einar Sturlu af atvinnurekstrinum væru litlar. Færði slotið yfir á sambýliskonuna Jafnframt hafi legið fyrir að Einar Sturla hafði nokkru áður greitt 9.000.000 króna viðskiptaskuld til CCEP vegna annars félags í hans eigu, einnig á grundvelli sjálfskuldaraábyrgðar. Þar sem CCEP hafi búið yfir vitneskju um framangreind atriði hafi félaginu borið að kanna stöðu Einars Sturlu áður en félagið tók við hárri greiðslu úr hendi hans. Þrátt fyrir að hann hefði ekki verið á vanskilaskrá þegar hann innti greiðsluna af hendi hafi legið fyrir samkvæmt opinberum gögnum að hann var með öllu eignalaus og þá hefði hann nokkru áður ráðstafað verðmætustu eign sinni til sambýliskonu sinnar. Sú eign er glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ, sem var nýverið skráð á sölu fyrir litlar 275 milljónir króna. Því var talið að CCEP hefði mátt vita um ógjaldfærni Einars Sturlu og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfun hans var ótilhlýðileg. Krafa þrotabúsins um riftun greiðslunnar hafi því verið tekin til greina og CCEP dæmt til að greiða þrotabúinu 29.33.919 krónur með tilgreindum vöxtum. Þá var CCEP gert að greiða þrotabúinu 2,8 milljónir króna í málskostnað. Gjaldþrot Veitingastaðir Dómsmál Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP, af öllum kröfum þrotabús mannsins. Í dóminum hafa nafn mannsins og nöfn tengdra félaga verið afmáð að einu undandskildu. Félagið Hressingarskálinn ehf. er talið upp sem eitt fjögurra félaga í eigu mannsins. Eigandi þess félags og tengds rekstrar var Einar Sturla Möinichen, stórtækur veitingamaður til áratuga. CCEP hefði mátt vita af fjárhagskröggum Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Greiðslan hafi því á ótilhlýðilegan hátt verið til hagsbóta fyrir CCEP á kostnað annarra kröfuhafa og leitt til þess að þrotamaður hafði minni eignir til fullnustu krafna annarra kröfuhafa. Þá er rakið að Einar Sturla hafi átt í áralöngum viðskiptum við CCEP vegna atvinnureksturs síns og staðið í miklum persónulegum ábyrgðum gagnvart félaginu vegna viðskiptanna. CCEP hafi verið kunnugt um mikla erfiðleika í rekstri Einars Sturlu og að félag hans hefði að mestu látið af starfsemi. CCEP hefði því mátt vita að tekjur Einar Sturlu af atvinnurekstrinum væru litlar. Færði slotið yfir á sambýliskonuna Jafnframt hafi legið fyrir að Einar Sturla hafði nokkru áður greitt 9.000.000 króna viðskiptaskuld til CCEP vegna annars félags í hans eigu, einnig á grundvelli sjálfskuldaraábyrgðar. Þar sem CCEP hafi búið yfir vitneskju um framangreind atriði hafi félaginu borið að kanna stöðu Einars Sturlu áður en félagið tók við hárri greiðslu úr hendi hans. Þrátt fyrir að hann hefði ekki verið á vanskilaskrá þegar hann innti greiðsluna af hendi hafi legið fyrir samkvæmt opinberum gögnum að hann var með öllu eignalaus og þá hefði hann nokkru áður ráðstafað verðmætustu eign sinni til sambýliskonu sinnar. Sú eign er glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ, sem var nýverið skráð á sölu fyrir litlar 275 milljónir króna. Því var talið að CCEP hefði mátt vita um ógjaldfærni Einars Sturlu og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfun hans var ótilhlýðileg. Krafa þrotabúsins um riftun greiðslunnar hafi því verið tekin til greina og CCEP dæmt til að greiða þrotabúinu 29.33.919 krónur með tilgreindum vöxtum. Þá var CCEP gert að greiða þrotabúinu 2,8 milljónir króna í málskostnað.
Gjaldþrot Veitingastaðir Dómsmál Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira