Við erum að kalla þig út, kall! Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 1. mars 2024 09:31 Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin í ár eru einföld. Með „Kallaútkalli“ hvetur Krabbameinsfélagið karlmenn til að hreyfa sig, því hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum. Öll hreyfing gerir gagn. Krabbamein eru gríðarleg áskorun, fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Því miður bendir allt til þess að áskorunin stækki stöðugt á næstu árum. Brýnt er að gera allt sem hægt er til að sporna við því. Í dag er staðan þannig að þriðji hver karlmaður getur vænst þess að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Því viljum við breyta. Samkvæmt upplýsingum úr krabbameinsskrá greindust að meðaltali 937 karlmenn með krabbamein á árunum frá 2018 til 2022 og á sama tímabili létust að meðaltali 325 karlmenn á ári úr krabbameinum. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir að við missum allt of marga úr krabbameinum, fjölgar lifendum stöðugt, þeim sem lifa ýmist læknaðir eða með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Í lok ársins 2022 voru á lífi 7.907 karlar sem höfðu fengið krabbamein. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina. Þar má nefna krabbamein í ristli, brjóstum, vélinda, lungum og sortuæxli. Sumar tegundir krabbameina hafa þó ekki verið tengdar lífsstíl. Við getum hvert og eitt gert ýmislegt til að draga úr hættu á að fá krabbamein eins og að: Reykja hvorki né nota tóbak Hreyfa okkur reglulega Sleppa eða draga úr áfengisneyslu Huga að heilsusamlegu mataræði Stefna að hæfilegri líkamsþyngd Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Fleira þarf að koma til ef árangur á að nást og og afar mikilvægt er að stjórnvöld axli sína ábyrgð og miði sínar ákvarðanir og aðgerðir markvisst að því að sem auðveldast sé fyrir fólk að lifa heilsusamlegum lífsstíl. Það snýr til dæmis að skattlagningu á matvæli, aðgengi að fjölbreyttri hreyfingu og aðgengi að vörum sem auka líkur á krabbameinum. Af hverju sérstök áhersla á hreyfingu – hreyfa karlar sig ekki nóg? Ástæðan er einföld. Hreyfing er líklega ein aðgengilegasta forvörnin og hún þarf ekki að vera mikil. Rannsóknir sýna að með reglulegri hreyfingu drögum við úr líkum á krabbameini í ristli og endaþarmi en hreyfing á líka óbeinan þátt í að draga úr hættu á fjölda annarra krabbameina, sérstaklega með því að hafa áhrif á líkamsþyngd. Markmiðið með Kallaútkallinu er að hvetja karlmenn í landinu til að hreyfa sig meira, bæði til að draga úr krabbameinsáhættu og sér til almennrar heilsubótar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis hreyfir fjórðungur landsmanna sig rösklega í minna en klukkustund á viku. Þar er auðvelt að bæta úr, það þarf ekki svo mikið til. Heilsusamlegur lífsstíll er því miður ekki trygging gegn krabbameinum. Ef fólk veikist er hins vegar kostur að hafa hreyft sig reglulega og halda því áfram í og eftir meðferð enda sýna rannsóknir að þeim vegnar almennt betur en þeim sem hreyfa sig lítið eða ekkert. Fyrir hverju er verið að safna? Spár benda til að krabbameinstilvikum fjölgi um rúm 50% fram til ársins 2040 og samhliða fjölgi lifendum um allt að 10.000. Fyrir vikið er starf Krabbameinsfélagsins mikilvægara en nokkru sinni. Félagið lætur sig allt varða tengt krabbameinum og beitir sér í forvörnum, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf og stuðningi við sjúklinga. Allt starf félagsins er rekið fyrir sjálfsaflafé. Þar spilar Mottumars stórt hlutverk. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn! Saman náum við enn betri árangri í baráttunni. Með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju As We Grow, skeggsöfnun, þátttöku í viðburðum og með því að hreyfa þig leggur þú þitt af mörkum. Komdu með í Kallaútkall! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin í ár eru einföld. Með „Kallaútkalli“ hvetur Krabbameinsfélagið karlmenn til að hreyfa sig, því hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum. Öll hreyfing gerir gagn. Krabbamein eru gríðarleg áskorun, fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Því miður bendir allt til þess að áskorunin stækki stöðugt á næstu árum. Brýnt er að gera allt sem hægt er til að sporna við því. Í dag er staðan þannig að þriðji hver karlmaður getur vænst þess að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Því viljum við breyta. Samkvæmt upplýsingum úr krabbameinsskrá greindust að meðaltali 937 karlmenn með krabbamein á árunum frá 2018 til 2022 og á sama tímabili létust að meðaltali 325 karlmenn á ári úr krabbameinum. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir að við missum allt of marga úr krabbameinum, fjölgar lifendum stöðugt, þeim sem lifa ýmist læknaðir eða með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Í lok ársins 2022 voru á lífi 7.907 karlar sem höfðu fengið krabbamein. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina. Þar má nefna krabbamein í ristli, brjóstum, vélinda, lungum og sortuæxli. Sumar tegundir krabbameina hafa þó ekki verið tengdar lífsstíl. Við getum hvert og eitt gert ýmislegt til að draga úr hættu á að fá krabbamein eins og að: Reykja hvorki né nota tóbak Hreyfa okkur reglulega Sleppa eða draga úr áfengisneyslu Huga að heilsusamlegu mataræði Stefna að hæfilegri líkamsþyngd Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Fleira þarf að koma til ef árangur á að nást og og afar mikilvægt er að stjórnvöld axli sína ábyrgð og miði sínar ákvarðanir og aðgerðir markvisst að því að sem auðveldast sé fyrir fólk að lifa heilsusamlegum lífsstíl. Það snýr til dæmis að skattlagningu á matvæli, aðgengi að fjölbreyttri hreyfingu og aðgengi að vörum sem auka líkur á krabbameinum. Af hverju sérstök áhersla á hreyfingu – hreyfa karlar sig ekki nóg? Ástæðan er einföld. Hreyfing er líklega ein aðgengilegasta forvörnin og hún þarf ekki að vera mikil. Rannsóknir sýna að með reglulegri hreyfingu drögum við úr líkum á krabbameini í ristli og endaþarmi en hreyfing á líka óbeinan þátt í að draga úr hættu á fjölda annarra krabbameina, sérstaklega með því að hafa áhrif á líkamsþyngd. Markmiðið með Kallaútkallinu er að hvetja karlmenn í landinu til að hreyfa sig meira, bæði til að draga úr krabbameinsáhættu og sér til almennrar heilsubótar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis hreyfir fjórðungur landsmanna sig rösklega í minna en klukkustund á viku. Þar er auðvelt að bæta úr, það þarf ekki svo mikið til. Heilsusamlegur lífsstíll er því miður ekki trygging gegn krabbameinum. Ef fólk veikist er hins vegar kostur að hafa hreyft sig reglulega og halda því áfram í og eftir meðferð enda sýna rannsóknir að þeim vegnar almennt betur en þeim sem hreyfa sig lítið eða ekkert. Fyrir hverju er verið að safna? Spár benda til að krabbameinstilvikum fjölgi um rúm 50% fram til ársins 2040 og samhliða fjölgi lifendum um allt að 10.000. Fyrir vikið er starf Krabbameinsfélagsins mikilvægara en nokkru sinni. Félagið lætur sig allt varða tengt krabbameinum og beitir sér í forvörnum, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf og stuðningi við sjúklinga. Allt starf félagsins er rekið fyrir sjálfsaflafé. Þar spilar Mottumars stórt hlutverk. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn! Saman náum við enn betri árangri í baráttunni. Með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju As We Grow, skeggsöfnun, þátttöku í viðburðum og með því að hreyfa þig leggur þú þitt af mörkum. Komdu með í Kallaútkall! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun