Breytum viðhorfum – bætum samfélagið Jóney Jónsdóttir skrifar 2. mars 2024 09:31 Ég hef notið þeirrar gæfu að eignast fjórar dætur. Það þekkja allir foreldrar þá reynslu að eignast barn, reynsla sem maður á sameiginlega með svo mörgum en samt er hún á margan hátt ólýsanleg og sérstök með hverju barni. Fyrir 10 árum gerði ég tilraun til að fanga þessa upplifun í ljóði sem hljóðar svo: Nýfædd Saklaus hvílir hún mjúk og ilmandi í faðmi mínum og vefur mig tilfinningaböndum Agnarsmáir fingur halda þéttingsfast um vísifingur minn og lífið streymir um hjarta mitt Óttalaus horfir hún björtum augum á framtíðina og mig í farsælum svip býr fullkomið traust Viðhorf birtast á lúmskan hátt Þekkt er að samfélagið elur börnin upp að þó nokkrum hluta með foreldrunum, þ.e. kennarar og skólar, íþróttafélagið, kirkjan, stórfjölskyldan, aðrir foreldrar o.s.frv. Því miður lifa ýmis viðhorf sem alltof hægt gengur að breyta og það stendur samfélagi okkar á svo margan hátt fyrir þrifum. Ég varð fljótlega meðvituð um það að það væri fyrst og fremst heima fyrir sem stelpurnar mínar lærðu að berjast fyrir sínu og að ég sjálf yrði að vekja athygli á þeirra rétti til jafns við karlkyns jafnaldra þeirra. Viðhorfin til kynjanna eru ótrúlega þrautseig og þessi viðhorf birtast á lúmskan og oft óvæntan hátt. Um það á ég allt, allt of mörg dæmi en nefni hér aðeins nokkur sem gerst hafa á ferli mínum sem móðir. Það fyrsta er þegar ein dóttirin varð einn daginn öllum að óvörum staðráðin í að hætta í grunnskóla því þar væri leiðinlegt. Við nánari skoðun kom ástæðan í ljós, hún var látin færa sig um sæti og fékk nýtt sæti á milli tveggja orkumikilla pilta til að hafa róandi áhrif á þá. Annað þegar ég fékk símhringingu með hamingjuóskum með fæðingu þriðju dótturinnar með þeim orðum að það geti alveg komið strákur næst, þetta sé allt í lagi. Eitt er frá upphafi foreldrahlutverksins í knattspyrnunni þegar þurfti að berjast fyrir því að stelpurnar fengju þjálfara sem kunnu aðeins meira en að vera unglingsstrákar sem höfðu gaman af fótbolta, seinna að sjá meistaraflokkslið kvenna fá keppnisbúninga í karlasniði af því það var einfaldara að panta allt eins. Og núna þessa dagana að vera í stjórn meistaraflokks kvenna og rökræða um að það eigi að leggja jafnt fjármagn til liða beggja kynja og að aðstaðan eigi að vera sú sama. Að fletta kynningarbæklingi fullum af ljósmyndum þar sem börn voru hvött til að leggja stund á ákveðna íþrótt en þar var einungis ein mynd af stúlku, og það í dágóðum fjarska. Að þurfa að minna á að faðir dætranna eigi líka að fá tölvupóstinn og skilaboðin sem send er til foreldra. Að fara á heilsugæslustöð með dóttur mína sem ég hélt að væri nefbrotin eftir að hún velti sjónvarpi yfir sig og mæta orðunum: Nú ég hélt að slíkt gerðist nú bara á strákaheimilum. Að sitja fyrir örfáum árum í jarðarför föðursystur minnar, þeirrar miklu dugnaðarkonu, þar sem útfararræðan fjallaði að mestu um manninn hennar en ekki hana sjálfa. Að hlusta á predikun á aðfangadagskvöld sem var í meginatriðum gagnrýni á fyrirliggjandi þungunarrofsfrumvarp Alþingis. Eins og þessi dæmi vitna um breytist menningin hægt. Það er ekki bara einn og einn einstaklingur sem er með gamla tímann í kollinum, það eru líka valda- og áhrifamiklar stoðir samfélagsins. Jafnrétti er ekki tap Eins og ljóðið segir var mér treyst fyrir barni og framtíð þess. Ég tók snemma þá ákvörðun að leggja mitt af mörkum til að breyta viðhorfum samfélagsins sem elur stúlkurnar upp með mér því ég veit að dropinn holar steininn. Ég hef því átt mörg samtöl við ýmsa ábyrgðaraðila sem hafa átt sinn þátt í að viðhalda þeim viðhorfum sem birtast í dæmunum hér að ofan. En enn fæ ég samtöl og símhringingar frá ósáttu fólki sem stendur í þeirri trú að með þessari baráttu sé verið að taka eitthvað af strákum, karlkyninu. Þá er litið svo á að jafnrétti snúist um að missa og tapa en ekki horft til þess að jafnrétti leiðir af sér betra samfélag fyrir alla. Við þurfum að breyta samfélaginu með því að breyta okkur sjálfum, kenna sonum okkar ekki síður en dætrum að það er hlutverk okkar allra að vinna að jafnrétti í víðri merkingu orðsins. Og að þannig verðum við öll sterkari, öðlumst farsælla líf og hagur allra vænkast. Sterkar formæður okkar Í gegnum tíðina hefur verið skráð og óskráð að í hlutverki kvenna væru hin svokölluðu mjúku mál. Þegar ég var að alast upp var talað um kvenkynið sem hið veika kyn. En það þarf sterkt fólk til að ala upp börn. Og það þarf mikinn styrk til gera það sem konur hafa gert í árhundruð; að hugsa um aldraða, börn og ungmenni og þá sem minna mega sín. Ungbarn lítur björtum augum á framtíðina og það treystir fullorðnum fyrir framtíð sinni. Farsæl framtíð byggir á að við tökum niður girðingar. Þau höft og hömlur sem settar eru einstaklingum eru slæm fyrir okkur öll. Líf og samfélag þar sem helmingur mannkyns er settur í gerði frá fæðingu getur ekki virkað vel. Um leið er hinn helmingurinn afgirtur líka og alltof mörgum þannig ætluð hlutverk sem hugur þeirra stendur ekki til. Um leið og við metum til jafns að vinna hin mjúku störf og tala þau upp aukum við ávinning samfélagsins. Fólk sem lærir og starfar við það sem því líkar við afkastar meiru, er glaðara og gefur meira frá sér. Ég tel mikilvægt að við tökum öll hin mjúku gildi markvisst inn og gerum að okkar, vinnum með þau og hefjum þau til vegs og virðingar. Samfélagið yrði betra ef við öll gerðum meira af því sem formæður okkar gerðu. Betra samfélag Í ljóði mínu hér að ofan reyni ég að ná því fram hvernig tilvera barns breytir lífi fullorðinna. Enginn verður samur eftir að eignast barn. Og þó ég hafi skrifað þetta út frá minni eigin reynslu er ég þess fullviss að allt fólk sem hefur annast börn finnur traustið sem börnin bera til þeirra og væntumþykjuna streyma um sig. Að allar manneskjur finni til með þeim óttaslegnu börnum sem ekki eiga faðm til að leita skjóls í, vísifingur til að halda í og augu til að treysta á. Lítum ekki á jafnan rétt sem tap heldur ávinning. Hugsum til formæðra okkar, eflum mjúku hliðina, verum sterk og verum manneskjur til að fækka óttaslegnum börnum. Höfundur er móðir fjögurra dætra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ég hef notið þeirrar gæfu að eignast fjórar dætur. Það þekkja allir foreldrar þá reynslu að eignast barn, reynsla sem maður á sameiginlega með svo mörgum en samt er hún á margan hátt ólýsanleg og sérstök með hverju barni. Fyrir 10 árum gerði ég tilraun til að fanga þessa upplifun í ljóði sem hljóðar svo: Nýfædd Saklaus hvílir hún mjúk og ilmandi í faðmi mínum og vefur mig tilfinningaböndum Agnarsmáir fingur halda þéttingsfast um vísifingur minn og lífið streymir um hjarta mitt Óttalaus horfir hún björtum augum á framtíðina og mig í farsælum svip býr fullkomið traust Viðhorf birtast á lúmskan hátt Þekkt er að samfélagið elur börnin upp að þó nokkrum hluta með foreldrunum, þ.e. kennarar og skólar, íþróttafélagið, kirkjan, stórfjölskyldan, aðrir foreldrar o.s.frv. Því miður lifa ýmis viðhorf sem alltof hægt gengur að breyta og það stendur samfélagi okkar á svo margan hátt fyrir þrifum. Ég varð fljótlega meðvituð um það að það væri fyrst og fremst heima fyrir sem stelpurnar mínar lærðu að berjast fyrir sínu og að ég sjálf yrði að vekja athygli á þeirra rétti til jafns við karlkyns jafnaldra þeirra. Viðhorfin til kynjanna eru ótrúlega þrautseig og þessi viðhorf birtast á lúmskan og oft óvæntan hátt. Um það á ég allt, allt of mörg dæmi en nefni hér aðeins nokkur sem gerst hafa á ferli mínum sem móðir. Það fyrsta er þegar ein dóttirin varð einn daginn öllum að óvörum staðráðin í að hætta í grunnskóla því þar væri leiðinlegt. Við nánari skoðun kom ástæðan í ljós, hún var látin færa sig um sæti og fékk nýtt sæti á milli tveggja orkumikilla pilta til að hafa róandi áhrif á þá. Annað þegar ég fékk símhringingu með hamingjuóskum með fæðingu þriðju dótturinnar með þeim orðum að það geti alveg komið strákur næst, þetta sé allt í lagi. Eitt er frá upphafi foreldrahlutverksins í knattspyrnunni þegar þurfti að berjast fyrir því að stelpurnar fengju þjálfara sem kunnu aðeins meira en að vera unglingsstrákar sem höfðu gaman af fótbolta, seinna að sjá meistaraflokkslið kvenna fá keppnisbúninga í karlasniði af því það var einfaldara að panta allt eins. Og núna þessa dagana að vera í stjórn meistaraflokks kvenna og rökræða um að það eigi að leggja jafnt fjármagn til liða beggja kynja og að aðstaðan eigi að vera sú sama. Að fletta kynningarbæklingi fullum af ljósmyndum þar sem börn voru hvött til að leggja stund á ákveðna íþrótt en þar var einungis ein mynd af stúlku, og það í dágóðum fjarska. Að þurfa að minna á að faðir dætranna eigi líka að fá tölvupóstinn og skilaboðin sem send er til foreldra. Að fara á heilsugæslustöð með dóttur mína sem ég hélt að væri nefbrotin eftir að hún velti sjónvarpi yfir sig og mæta orðunum: Nú ég hélt að slíkt gerðist nú bara á strákaheimilum. Að sitja fyrir örfáum árum í jarðarför föðursystur minnar, þeirrar miklu dugnaðarkonu, þar sem útfararræðan fjallaði að mestu um manninn hennar en ekki hana sjálfa. Að hlusta á predikun á aðfangadagskvöld sem var í meginatriðum gagnrýni á fyrirliggjandi þungunarrofsfrumvarp Alþingis. Eins og þessi dæmi vitna um breytist menningin hægt. Það er ekki bara einn og einn einstaklingur sem er með gamla tímann í kollinum, það eru líka valda- og áhrifamiklar stoðir samfélagsins. Jafnrétti er ekki tap Eins og ljóðið segir var mér treyst fyrir barni og framtíð þess. Ég tók snemma þá ákvörðun að leggja mitt af mörkum til að breyta viðhorfum samfélagsins sem elur stúlkurnar upp með mér því ég veit að dropinn holar steininn. Ég hef því átt mörg samtöl við ýmsa ábyrgðaraðila sem hafa átt sinn þátt í að viðhalda þeim viðhorfum sem birtast í dæmunum hér að ofan. En enn fæ ég samtöl og símhringingar frá ósáttu fólki sem stendur í þeirri trú að með þessari baráttu sé verið að taka eitthvað af strákum, karlkyninu. Þá er litið svo á að jafnrétti snúist um að missa og tapa en ekki horft til þess að jafnrétti leiðir af sér betra samfélag fyrir alla. Við þurfum að breyta samfélaginu með því að breyta okkur sjálfum, kenna sonum okkar ekki síður en dætrum að það er hlutverk okkar allra að vinna að jafnrétti í víðri merkingu orðsins. Og að þannig verðum við öll sterkari, öðlumst farsælla líf og hagur allra vænkast. Sterkar formæður okkar Í gegnum tíðina hefur verið skráð og óskráð að í hlutverki kvenna væru hin svokölluðu mjúku mál. Þegar ég var að alast upp var talað um kvenkynið sem hið veika kyn. En það þarf sterkt fólk til að ala upp börn. Og það þarf mikinn styrk til gera það sem konur hafa gert í árhundruð; að hugsa um aldraða, börn og ungmenni og þá sem minna mega sín. Ungbarn lítur björtum augum á framtíðina og það treystir fullorðnum fyrir framtíð sinni. Farsæl framtíð byggir á að við tökum niður girðingar. Þau höft og hömlur sem settar eru einstaklingum eru slæm fyrir okkur öll. Líf og samfélag þar sem helmingur mannkyns er settur í gerði frá fæðingu getur ekki virkað vel. Um leið er hinn helmingurinn afgirtur líka og alltof mörgum þannig ætluð hlutverk sem hugur þeirra stendur ekki til. Um leið og við metum til jafns að vinna hin mjúku störf og tala þau upp aukum við ávinning samfélagsins. Fólk sem lærir og starfar við það sem því líkar við afkastar meiru, er glaðara og gefur meira frá sér. Ég tel mikilvægt að við tökum öll hin mjúku gildi markvisst inn og gerum að okkar, vinnum með þau og hefjum þau til vegs og virðingar. Samfélagið yrði betra ef við öll gerðum meira af því sem formæður okkar gerðu. Betra samfélag Í ljóði mínu hér að ofan reyni ég að ná því fram hvernig tilvera barns breytir lífi fullorðinna. Enginn verður samur eftir að eignast barn. Og þó ég hafi skrifað þetta út frá minni eigin reynslu er ég þess fullviss að allt fólk sem hefur annast börn finnur traustið sem börnin bera til þeirra og væntumþykjuna streyma um sig. Að allar manneskjur finni til með þeim óttaslegnu börnum sem ekki eiga faðm til að leita skjóls í, vísifingur til að halda í og augu til að treysta á. Lítum ekki á jafnan rétt sem tap heldur ávinning. Hugsum til formæðra okkar, eflum mjúku hliðina, verum sterk og verum manneskjur til að fækka óttaslegnum börnum. Höfundur er móðir fjögurra dætra.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar