Komast ekki í eigur sínar vegna lögregluaðgerða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2024 17:06 Aidan Flynn í símanum við blaðamann fyrir utan Kastala Guesthouse. Vísir/Vilhelm Írskur ferðamaður kom að lokuðum dyrum þegar hann sneri á Kastali Guesthouse í Kirkjustræti síðdegis eftir dagsferð út á land að skoða jarðhitasvæði. Aidan Flynn hefur gist tvær nætur á Kastali Guesthouse. Gistiheimilinu var lokað í dag í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem samkvæmt heimildum fréttastofu snúa að Vy-þrif fyrirtækinu og eigandanum Davíð Viðarssyni sem einnig á Wok On og Pho Víetnam. Fram kom í tilkynningu lögreglu fyrir stundu að fjölmörg lögregluembætti hefðu sameinað krafta sína í aðgerðum sem hófust í dag og standa enn yfir, allt frá Suðurnesjum og til Norðurlands. Auk Kastala Guesthouse hefur veitingastöðum Wok On og Pho Víetnam verið lokað. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í dag. Engar upplýsingar hafa fengist eftir formlegum leiðum en lögregla segir von á tilkynningu. Lögregla rýmdi gistiheimilið í dag og ferðamenn tóku föggur sínar. Á meðan var Aidan Flynn að dást að náttúruperlum Íslands. „Við vorum að koma úr göngu. Þegar við komum að inngangnum þá beið okkur blátt límband sem við áttum ekki að fjarlæja,“ segir Aidan. Aidan ásamt tveimur konum sem komast ekki í föggur sínar.Vísir/vilhelm Um er að ræða innsigli á gistiheimilinu sem Davíð hefur rekið undanfarna mánuði. Hann keypti húsnæðið af Hjálpræðishernum fyrir hálfan milljarð árið 2022. Þá stendur á skilaboðum í glugga að fólk sem þurfi að komast í eigur sínar eigi að hafa samband í símanúmerið 112. Allir Won On staðirnir eru lokaðar. Aidan ætlaði að gista þriðju og síðustu nóttina á gistiheimilinu í nótt áður en för verður framhaldið til Kaupmannahafnar. Hann segist reyndar hafa tekið mestu verðmæti með sér í ferðalag dagsins. Á gistiheimilinu er mikið um sameiginleg rými þannig að hann ákvað að skilja ekki mikil verðmæti eftir á svæðinu. Hann vonast til að komast í föggur sínar sem fyrst. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Umfangsmiklar lögregluaðgerðir tengdar Vy-þrifum Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir. 5. mars 2024 16:24 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Aidan Flynn hefur gist tvær nætur á Kastali Guesthouse. Gistiheimilinu var lokað í dag í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem samkvæmt heimildum fréttastofu snúa að Vy-þrif fyrirtækinu og eigandanum Davíð Viðarssyni sem einnig á Wok On og Pho Víetnam. Fram kom í tilkynningu lögreglu fyrir stundu að fjölmörg lögregluembætti hefðu sameinað krafta sína í aðgerðum sem hófust í dag og standa enn yfir, allt frá Suðurnesjum og til Norðurlands. Auk Kastala Guesthouse hefur veitingastöðum Wok On og Pho Víetnam verið lokað. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í dag. Engar upplýsingar hafa fengist eftir formlegum leiðum en lögregla segir von á tilkynningu. Lögregla rýmdi gistiheimilið í dag og ferðamenn tóku föggur sínar. Á meðan var Aidan Flynn að dást að náttúruperlum Íslands. „Við vorum að koma úr göngu. Þegar við komum að inngangnum þá beið okkur blátt límband sem við áttum ekki að fjarlæja,“ segir Aidan. Aidan ásamt tveimur konum sem komast ekki í föggur sínar.Vísir/vilhelm Um er að ræða innsigli á gistiheimilinu sem Davíð hefur rekið undanfarna mánuði. Hann keypti húsnæðið af Hjálpræðishernum fyrir hálfan milljarð árið 2022. Þá stendur á skilaboðum í glugga að fólk sem þurfi að komast í eigur sínar eigi að hafa samband í símanúmerið 112. Allir Won On staðirnir eru lokaðar. Aidan ætlaði að gista þriðju og síðustu nóttina á gistiheimilinu í nótt áður en för verður framhaldið til Kaupmannahafnar. Hann segist reyndar hafa tekið mestu verðmæti með sér í ferðalag dagsins. Á gistiheimilinu er mikið um sameiginleg rými þannig að hann ákvað að skilja ekki mikil verðmæti eftir á svæðinu. Hann vonast til að komast í föggur sínar sem fyrst.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Umfangsmiklar lögregluaðgerðir tengdar Vy-þrifum Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir. 5. mars 2024 16:24 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir tengdar Vy-þrifum Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir. 5. mars 2024 16:24