Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, einn þeirra sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald. Grímur hefur sagst ekki geta staðfest það.
Fyrr í dag var greint frá því að átta hafi varið handteknir í gær í einum umfangsmestu lögregluaðgerðum sögunnar. Tilefni aðgerðarinnar hafi verið rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Aðgerðirnar, sem fóru fram á höfuðborgarsvæðinu og víðar, hafi staðið yfir í allan gærdag og gengið vel fyrir sig.
Fréttin hefur verið uppfærð.