Bein útsending: Skrifað undir fjögurra ára kjarasamning Kolbeinn Tumi Daðason, Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 7. mars 2024 15:35 Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson hafa farið hönd í hönd í stafni breiðfylkingarinnar í samningaviðræðunum. Hér eru þau brosandi rétt fyrir klukkan fimm. vísir/vilhelm Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni. Fulltrúar félaganna þriggja funduðu í morgun með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðild ríkisstjórnar að samningunum. Heimir Már Pétursson ræddi við fulltrúa félaganna þriggja sem voru allir mjög vongóðir um undirritun í dag. Um leið væru svör frá sveitarfélögunum ekki nógu skýr varðandi fríar skólamáltíðir í grunnskólum sem er meðal samningsatriða. Vilja fulltrúar félaganna skýrari svör hvernig sveitarfélögin, sem reka grunnskólana, ætla að koma að útfærslu frírra skólamáltíða. Misjafnt er milli sveitarfélaga varðandi mótstöðu í því málefni. Eru það helst sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta sem efasemda gætir. Svo sem í stærsta sveitarfélaginu Reykjavík þar sem fulltrúar flokksins í borgarráði leggjast gegn fríum skólamáltíðum. Visir verður í beinni útsendingu úr húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni um fimmleytið. Í framhaldinu mun ríkisstjórn kynna aðkomu sína að samningunum á blaðamannafundi klukkan sex. Allt í beinni á Vísi með Heimi Má Péturssyni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki um leið.
Fulltrúar félaganna þriggja funduðu í morgun með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðild ríkisstjórnar að samningunum. Heimir Már Pétursson ræddi við fulltrúa félaganna þriggja sem voru allir mjög vongóðir um undirritun í dag. Um leið væru svör frá sveitarfélögunum ekki nógu skýr varðandi fríar skólamáltíðir í grunnskólum sem er meðal samningsatriða. Vilja fulltrúar félaganna skýrari svör hvernig sveitarfélögin, sem reka grunnskólana, ætla að koma að útfærslu frírra skólamáltíða. Misjafnt er milli sveitarfélaga varðandi mótstöðu í því málefni. Eru það helst sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta sem efasemda gætir. Svo sem í stærsta sveitarfélaginu Reykjavík þar sem fulltrúar flokksins í borgarráði leggjast gegn fríum skólamáltíðum. Visir verður í beinni útsendingu úr húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni um fimmleytið. Í framhaldinu mun ríkisstjórn kynna aðkomu sína að samningunum á blaðamannafundi klukkan sex. Allt í beinni á Vísi með Heimi Má Péturssyni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki um leið.
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira