Forstjóraskipti hjá Origo Jón Þór Stefánsson skrifar 12. mars 2024 15:03 Jón Mikael Jónasson, Anton Egilsson, Ingimar Guðjón Bjarnason, Örn Þór Alfreðsson, Dröfn Guðmundsdóttir, Lóa Bára Magnúsdóttir, Jón Björnsson, og Ari Daníelsson, Arna Harðardóttir. Ari Daníelsson mun taka við starfi forstjóra Origo, en núverandi forstjóri, Jón Björnsson, mun láta af störfum í lok apríl 2024. Ari hefur setið í stjórn Origo frá árinu 2022 og gegnt stöðu stjórnarformanns frá árinu 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að vegferð og skipulag samstæðu Origo hafi tekið umtalsverðum breytingum að undanförnu. Sem dæmi er nefnt að á síðasta ári hafi rekstur Origo á sviði notendalausna verið aðskilinn og færður í sjálfstætt dótturfélag sem ber heitið Origo lausnir. „Þetta hafa verið lærdómsrík og góð fjögur ár með Origo. Löng saga Origo, þekking þess og sterk staða á markaði dró mig að þessu tækifæri fyrir fjórum árum. Ég var viss um að með auknum fókus og sjálfstæði eininga, væri hægt að skapa enn sterkari samstarfsaðila í upplýsingatækni. Til þess þurfti að ýta undir skýran fókus hjá hverju teymi, skapa framtíðarsýn á hverjum stað og setja aukna áherslu á rekstrarlega frammistöðu. Ég tel okkur komin á þann stað í þeirri árangursríku vegferð að það sé góður tími núna til að aðili með djúpa þekkingu og skarpa sýn taki við keflinu og þroski frekar þau hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki sem mynda Origo. Ég mun halda áfram að styðja vegferðina í hlutverki stjórnarformanns Origo lausna, sem er nýstofnað sjálfstætt dótturfélag um þann þátt starfseminnar sem lítur að innflutningi og sölu á tölvu- og tæknibúnaði,“ er haft eftir Jóni, fráfarandi forstjóra. „Það hefur verið frábært að starfa með Origo í hlutverki stjórnarmanns síðustu ár og ég hlakka til að koma enn þéttar að áframhaldandi sókn félagsins í hlutverki forstjóra.Síðustu ár hafa verið tími uppbyggingar og umbreytinga og því starfi er hvergi nærri lokið,“ segir Ari sem mun taka við keflinu af Jóni sem mun láta af störfum í lok aprílmánaðar. Frá árinu 2010 hefur Ari gegnt starfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanns hjá Reviva Capital S.A., sérhæfðu eignastýringar- og fjártæknifyrirtæki með höfuðstöðvar í Lúxemborg. Samhliða þessum störfum hefur Ari setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á sviði fjármála og upplýsingatækni, þar á meðal eru Origo, Borgun, Íslandsbanki, Farsímagreiðslur, Median, Mentis og Fjölgreiðslumiðlun, auk fjölda fasteignafélaga og eignarhaldsfélaga í yfir 6 löndum. Ari er menntaður tölvunarfræðingur og rafeindavirki og er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess að hafa lokið viðbótarnámi í stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja (IDP) frá INSEAD viðskiptaháskólanum í Frakklandi. Vistaskipti Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að vegferð og skipulag samstæðu Origo hafi tekið umtalsverðum breytingum að undanförnu. Sem dæmi er nefnt að á síðasta ári hafi rekstur Origo á sviði notendalausna verið aðskilinn og færður í sjálfstætt dótturfélag sem ber heitið Origo lausnir. „Þetta hafa verið lærdómsrík og góð fjögur ár með Origo. Löng saga Origo, þekking þess og sterk staða á markaði dró mig að þessu tækifæri fyrir fjórum árum. Ég var viss um að með auknum fókus og sjálfstæði eininga, væri hægt að skapa enn sterkari samstarfsaðila í upplýsingatækni. Til þess þurfti að ýta undir skýran fókus hjá hverju teymi, skapa framtíðarsýn á hverjum stað og setja aukna áherslu á rekstrarlega frammistöðu. Ég tel okkur komin á þann stað í þeirri árangursríku vegferð að það sé góður tími núna til að aðili með djúpa þekkingu og skarpa sýn taki við keflinu og þroski frekar þau hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki sem mynda Origo. Ég mun halda áfram að styðja vegferðina í hlutverki stjórnarformanns Origo lausna, sem er nýstofnað sjálfstætt dótturfélag um þann þátt starfseminnar sem lítur að innflutningi og sölu á tölvu- og tæknibúnaði,“ er haft eftir Jóni, fráfarandi forstjóra. „Það hefur verið frábært að starfa með Origo í hlutverki stjórnarmanns síðustu ár og ég hlakka til að koma enn þéttar að áframhaldandi sókn félagsins í hlutverki forstjóra.Síðustu ár hafa verið tími uppbyggingar og umbreytinga og því starfi er hvergi nærri lokið,“ segir Ari sem mun taka við keflinu af Jóni sem mun láta af störfum í lok aprílmánaðar. Frá árinu 2010 hefur Ari gegnt starfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanns hjá Reviva Capital S.A., sérhæfðu eignastýringar- og fjártæknifyrirtæki með höfuðstöðvar í Lúxemborg. Samhliða þessum störfum hefur Ari setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á sviði fjármála og upplýsingatækni, þar á meðal eru Origo, Borgun, Íslandsbanki, Farsímagreiðslur, Median, Mentis og Fjölgreiðslumiðlun, auk fjölda fasteignafélaga og eignarhaldsfélaga í yfir 6 löndum. Ari er menntaður tölvunarfræðingur og rafeindavirki og er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess að hafa lokið viðbótarnámi í stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja (IDP) frá INSEAD viðskiptaháskólanum í Frakklandi.
Vistaskipti Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira