Ef sænska krónan er of lítil hvað er þá sú íslenska? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2024 08:30 Nú hefur Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára sagt það opinberlega að Svíar eigi að taka upp evru og leggja sænsku krónunni. Ástæðan? Jú – hún er of smár gjaldmiðill til að þjóna sænskum hagsmunum. Hann bendir réttilega á að land með lítið og opið hagkerfi megi sín lítils þegar það býr í nábýli við evrusvæðið. Sænski seðlabankastjórinn fyrrverandi segir jafnframt „ótrúlega skrítið“ og „þrjóskt“ að halda í krónuna og segir það stjórnast af „pólitískri óskhyggju en sé ekki efnahagslega sjálfbært.“ Svipaða sögu segir Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svía og formaður Moderaterna sem einmitt er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að eftir inngöngu Svía í Nató eigi þeir eingöngu eftir að segja skilið við veikan gjaldmiðil, sem sænska krónan er og taka upp evru. Þetta er áhugavert innlegg í umræðuna um gjaldmiðilsmál þjóðar sem telur 10.673.669 íbúa samanborið við okkur Íslendinga sem telja 380 þúsund. Eða rúmlega þrjú prósent af sænsku þjóðinni. Séríslenskur sveigjanleiki Íslenska þjóðin er harðfylgin og dugleg. Við búum í nábýli við óbilgjarna náttúru og erum vön að hafa ekki aðra valkosti en að keyra okkur áfram á seiglu og þrautseigju. Íslenska krónan er því að einhverju leyti táknmynd Íslendingsins. Sérhagsmunaöflin reyna hins vegar að selja okkur þá hugmynd að sveigjanleiki krónunnar sé nauðsynlegur. En sá séríslenski sveigjanleiki er bara nauðsynlegur til að verjast … jú, hverju öðru en sveigjanleika krónunnar! Í vikunni voru samþykktir langtímakjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum. Það er fagnaðarefni. Framlag ríkisins verður 80 milljarðar á fjórum árum. Staðreyndin er samt sem áður sú að íslenska krónan kostar íslenska ríkissjóð hið minnsta 80 milljarða á ári. Það kostar árlega meira en 200 milljarða fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkið að hafa íslensku krónuna. Þá er ekki verið að draga fram öll tækifærin sem við glötum með því að hanga á íslensku krónunni. Lengi hefur verið kvartað og kveinað yfir fákeppni á mörgum sviðum. Sú fákeppni er auðvitað beintengd gjaldmiðlinum okkar. Ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk á kaffistofunum sýpur hveljur út af stóraukinni greiðslubyrði, býsnast yfir fjármagns- og umsýslukostnaði bankanna eða dýrri matarkörfu. Allt svo heimasmíðuð vandamál. Við sólundum sem sagt gríðarlegum fjármunum í þrjóskukastinu sem fylgir því að ríghalda í krónuna. Fjármunum sem betur væri varið í að styrkja stoðir velferðarinnar, heilbrigðiskerfisins og annarra innviða á Íslandi. Stefna Viðreisnar er skýr Viðreisn er eini flokkurinn á landinu sem talar fyrir breytingum í gjaldmiðilsmálum og þorir að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þjóðin verður að losna undan fjötrum litlu vanmáttugu krónunnar sem hefur misst meira en 98% af verðgildi sínu frá lýðveldisstofnun. Með tilheyrandi tjóni fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Grunnstefi Viðreisnar verður ekki breytt í kapphlaupi skoðanakannana. Svo það sé ljóst. Almannahagsmunir framar sérhagsmunum er mikilvægara sem aldrei fyrr. Og svo verða stjórnmálin, fjandakornið, að þora að horfa lengra en fram að næstu kosningum. Það þarf einfaldlega að fara að stjórna þessu landi. Haft var eftir fyrrnefnda sænska seðlabankastjóranum til sautján ára að dönsku, norsku og sænsku krónurnar væru „litlir skítagjaldmiðlar“ – hvað ætli honum finnist þá um þá íslensku? Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Evrópusambandið Viðreisn Svíþjóð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára sagt það opinberlega að Svíar eigi að taka upp evru og leggja sænsku krónunni. Ástæðan? Jú – hún er of smár gjaldmiðill til að þjóna sænskum hagsmunum. Hann bendir réttilega á að land með lítið og opið hagkerfi megi sín lítils þegar það býr í nábýli við evrusvæðið. Sænski seðlabankastjórinn fyrrverandi segir jafnframt „ótrúlega skrítið“ og „þrjóskt“ að halda í krónuna og segir það stjórnast af „pólitískri óskhyggju en sé ekki efnahagslega sjálfbært.“ Svipaða sögu segir Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svía og formaður Moderaterna sem einmitt er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að eftir inngöngu Svía í Nató eigi þeir eingöngu eftir að segja skilið við veikan gjaldmiðil, sem sænska krónan er og taka upp evru. Þetta er áhugavert innlegg í umræðuna um gjaldmiðilsmál þjóðar sem telur 10.673.669 íbúa samanborið við okkur Íslendinga sem telja 380 þúsund. Eða rúmlega þrjú prósent af sænsku þjóðinni. Séríslenskur sveigjanleiki Íslenska þjóðin er harðfylgin og dugleg. Við búum í nábýli við óbilgjarna náttúru og erum vön að hafa ekki aðra valkosti en að keyra okkur áfram á seiglu og þrautseigju. Íslenska krónan er því að einhverju leyti táknmynd Íslendingsins. Sérhagsmunaöflin reyna hins vegar að selja okkur þá hugmynd að sveigjanleiki krónunnar sé nauðsynlegur. En sá séríslenski sveigjanleiki er bara nauðsynlegur til að verjast … jú, hverju öðru en sveigjanleika krónunnar! Í vikunni voru samþykktir langtímakjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum. Það er fagnaðarefni. Framlag ríkisins verður 80 milljarðar á fjórum árum. Staðreyndin er samt sem áður sú að íslenska krónan kostar íslenska ríkissjóð hið minnsta 80 milljarða á ári. Það kostar árlega meira en 200 milljarða fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkið að hafa íslensku krónuna. Þá er ekki verið að draga fram öll tækifærin sem við glötum með því að hanga á íslensku krónunni. Lengi hefur verið kvartað og kveinað yfir fákeppni á mörgum sviðum. Sú fákeppni er auðvitað beintengd gjaldmiðlinum okkar. Ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk á kaffistofunum sýpur hveljur út af stóraukinni greiðslubyrði, býsnast yfir fjármagns- og umsýslukostnaði bankanna eða dýrri matarkörfu. Allt svo heimasmíðuð vandamál. Við sólundum sem sagt gríðarlegum fjármunum í þrjóskukastinu sem fylgir því að ríghalda í krónuna. Fjármunum sem betur væri varið í að styrkja stoðir velferðarinnar, heilbrigðiskerfisins og annarra innviða á Íslandi. Stefna Viðreisnar er skýr Viðreisn er eini flokkurinn á landinu sem talar fyrir breytingum í gjaldmiðilsmálum og þorir að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þjóðin verður að losna undan fjötrum litlu vanmáttugu krónunnar sem hefur misst meira en 98% af verðgildi sínu frá lýðveldisstofnun. Með tilheyrandi tjóni fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Grunnstefi Viðreisnar verður ekki breytt í kapphlaupi skoðanakannana. Svo það sé ljóst. Almannahagsmunir framar sérhagsmunum er mikilvægara sem aldrei fyrr. Og svo verða stjórnmálin, fjandakornið, að þora að horfa lengra en fram að næstu kosningum. Það þarf einfaldlega að fara að stjórna þessu landi. Haft var eftir fyrrnefnda sænska seðlabankastjóranum til sautján ára að dönsku, norsku og sænsku krónurnar væru „litlir skítagjaldmiðlar“ – hvað ætli honum finnist þá um þá íslensku? Höfundur er formaður Viðreisnar
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun