Fyrsti varaforsetinn til að heimsækja þungunarrofsþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2024 09:20 Harris heimsótti heilsugæslu Planned Parenthood í gær þar sem konur geta fengið þungunarrof. AP/Adam Bettcher Kamala Harris varð í gær fyrsti varaforsetinn í sögu Bandaríkjanna til að heimsækja heilsugæslu þar sem boðið er upp á þungunarrof. Enginn forseti hefur heimsótt miðstöð þar sem boðið er upp á úrræðið. Harris heimsótti heilsgugæslu Planned Parenthood í St. Paul í Minnesota og notaði tækifærið til að gagnrýna harðlega „öfgamenn“ sem freistuðu þess að koma á lögum sem ógnuðu heilsu þungaðra kvenna og stuðluðu að lokun heilgugæslustöðva þar sem konur gætu sótt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu. „Þessar árásir gegn rétti einstaklingsins til að taka ákvarðanir um eigin líkama eru hneykslanlegar og í mörgum tilvikum hreinlega siðlausar,“ sagði Harris. „Hvernig dirfast þessir kjörnu fulltrúar að halda því fram að þeir séu betur til þess fallnir að segja konum hvað þær þurfa, að segja konum hvað er þeim fyrir bestu? Við verðum að vera þjóð sem treystir konum.“ Vice President Kamala Harris visited a Planned Parenthood clinic on Thursday, marking what her office said was the first time a president or vice president has toured a facility that performs abortions. https://t.co/6jZTDrGydG— PBS NewsHour (@NewsHour) March 15, 2024 Þungunarrof verður eitt heitasta kosningamálið í forsetakosningunum í nóvember. Joe Biden, sem hefur trúar sinnar vegna oft stigið varlega til jarðar í umræðunni um þungunarrof og meðal annars forðast að nota orðið „abortion“, hefur tekið einarða afstöðu með konum og heitið því að tryggja rétt þeirra til þjónustunnar. New York Times hefur eftir Celindu Lake, sem framkvæmdir skoðanakannanir fyrir Demókrataflokkinn og hefur verið að spyrja þjóðina út í þungunarrof í fjóra áratugi, segir málefnið aldrei hafa verið kjósendum jafn hugleikið. Nýleg skoðanakönnun KFF, sem er óhagnaðardrifin hugveita sem einblínir á stefnumótun í heilbrigðismálum, sýndi að 86 prósent kvenna á barnseignaaldri töldu að ákvarðanir um þungunarrof ættu að vera á forræði kvenna, í samráði við lækna. Þá er meirihluti fylgjandi lögum til að tryggja konum réttinn til þungunarrofs, réttinum til að ferðast á milli ríkja til að gangast undir þungunarrof og aðgengi kvenna að þungunarrofi þegar þungun ógnar lífi þeirra og heilsu. Bandaríkin Heilbrigðismál Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Harris heimsótti heilsgugæslu Planned Parenthood í St. Paul í Minnesota og notaði tækifærið til að gagnrýna harðlega „öfgamenn“ sem freistuðu þess að koma á lögum sem ógnuðu heilsu þungaðra kvenna og stuðluðu að lokun heilgugæslustöðva þar sem konur gætu sótt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu. „Þessar árásir gegn rétti einstaklingsins til að taka ákvarðanir um eigin líkama eru hneykslanlegar og í mörgum tilvikum hreinlega siðlausar,“ sagði Harris. „Hvernig dirfast þessir kjörnu fulltrúar að halda því fram að þeir séu betur til þess fallnir að segja konum hvað þær þurfa, að segja konum hvað er þeim fyrir bestu? Við verðum að vera þjóð sem treystir konum.“ Vice President Kamala Harris visited a Planned Parenthood clinic on Thursday, marking what her office said was the first time a president or vice president has toured a facility that performs abortions. https://t.co/6jZTDrGydG— PBS NewsHour (@NewsHour) March 15, 2024 Þungunarrof verður eitt heitasta kosningamálið í forsetakosningunum í nóvember. Joe Biden, sem hefur trúar sinnar vegna oft stigið varlega til jarðar í umræðunni um þungunarrof og meðal annars forðast að nota orðið „abortion“, hefur tekið einarða afstöðu með konum og heitið því að tryggja rétt þeirra til þjónustunnar. New York Times hefur eftir Celindu Lake, sem framkvæmdir skoðanakannanir fyrir Demókrataflokkinn og hefur verið að spyrja þjóðina út í þungunarrof í fjóra áratugi, segir málefnið aldrei hafa verið kjósendum jafn hugleikið. Nýleg skoðanakönnun KFF, sem er óhagnaðardrifin hugveita sem einblínir á stefnumótun í heilbrigðismálum, sýndi að 86 prósent kvenna á barnseignaaldri töldu að ákvarðanir um þungunarrof ættu að vera á forræði kvenna, í samráði við lækna. Þá er meirihluti fylgjandi lögum til að tryggja konum réttinn til þungunarrofs, réttinum til að ferðast á milli ríkja til að gangast undir þungunarrof og aðgengi kvenna að þungunarrofi þegar þungun ógnar lífi þeirra og heilsu.
Bandaríkin Heilbrigðismál Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira