Ákærður fyrir að falsa bólusetningarvottorð Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2024 16:32 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. AP/Silvia Izquierdo Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var ákærður í morgun. Hann og sextán aðrir eru sakaðir um að hafa falsað opinber gögn svo þeir virtust hafa fengið bólusetningu gegn Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem Bolsonaro er ákærður en hann stendur mögulega frammi fyrir fleiri ákærum á næstunni. Forsetinn fyrrverandi er sagður skipað aðstoðarmanni sínum að skrá sig og þá tólf ára dóttur Bolsonaro í opinbert kerfi fyrir bólusetta. Þetta á hann að hafa gert í desember 2022, tveimur mánuðum eftir að hann tapaði í forsetakosningum gegn Luiz Inácio Lula da Silva og skömmu áður en hann fór til Bandaríkjanna. Aðstoðarmaðurinn sjálfur mun hafa viðurkennt þetta en á þessum tíma þurfti hann vottorð fyrir bólusetningu til að komast til Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bolsonaro hefur verið til rannsóknar um nokkuð skeið. Sjá einnig: Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Sem forseti gerði Bolsonaro ítrekað lítið úr faraldri Covid og talaði hann einnig opinberlega gegn bóluefnum. Ríkisstjórn hans hafnaði nokkrum boðum frá forsvarsmönnum Pfizer um sölu tuga milljóna skammta af bóluefnum árið 2020. Ríkissaksóknari Brasilíu mun ákveða hvort ákæran verði notuð í málaferlum gegn Bolsonaro fyrir Hæstarétti Brasilíu. Nokkur önnur mál beinast gegn honum um þessar mundir. Verði hann fundinn sekur um að falsa bólusetningavottorð gæti hann verið dæmdur í allt að tólf ára fangelsi. Lögmaður Bolsonaro segir að um pólitískar ofsóknir sé að ræða. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Sixtísku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi er sagður skipað aðstoðarmanni sínum að skrá sig og þá tólf ára dóttur Bolsonaro í opinbert kerfi fyrir bólusetta. Þetta á hann að hafa gert í desember 2022, tveimur mánuðum eftir að hann tapaði í forsetakosningum gegn Luiz Inácio Lula da Silva og skömmu áður en hann fór til Bandaríkjanna. Aðstoðarmaðurinn sjálfur mun hafa viðurkennt þetta en á þessum tíma þurfti hann vottorð fyrir bólusetningu til að komast til Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bolsonaro hefur verið til rannsóknar um nokkuð skeið. Sjá einnig: Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Sem forseti gerði Bolsonaro ítrekað lítið úr faraldri Covid og talaði hann einnig opinberlega gegn bóluefnum. Ríkisstjórn hans hafnaði nokkrum boðum frá forsvarsmönnum Pfizer um sölu tuga milljóna skammta af bóluefnum árið 2020. Ríkissaksóknari Brasilíu mun ákveða hvort ákæran verði notuð í málaferlum gegn Bolsonaro fyrir Hæstarétti Brasilíu. Nokkur önnur mál beinast gegn honum um þessar mundir. Verði hann fundinn sekur um að falsa bólusetningavottorð gæti hann verið dæmdur í allt að tólf ára fangelsi. Lögmaður Bolsonaro segir að um pólitískar ofsóknir sé að ræða.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Sixtísku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira