Norðurlönd – friður og öryggi Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. mars 2024 08:02 Í dag 23. mars er dagur Norðurlanda. Norðurlandaráð, sem er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna, var stofnað árið 1952. Norrænu ríkin skiptast á með að fara með formennski í ráðinu. Í ár er það hlutverk Íslendinga. Á fundum Norðurlandaráðs er iðulega tekist á og deilt um málefni, rétt eins og þingmenn gera heima fyrir. En líkt og á þjóðþingum Norðurlanda ríkir meðal langflestra fulltrúa í Norðurlandaráði almenn sátt um nokkur grundvallargildi sem snerta lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, frið og velferð. Þessi grundvöllur er traustur og hann stendur auðveldlega af sér ágreining um einstök mál og beinskeytt skoðanaskipti á fundum og þingum Norðurlandaráðs. Norrænu samstarfi stendur ekki ógn af pólitískum skoðanaskiptum heldur af öfgafullum öflum sem vilja ekki að norræn samvinna og samkennd byggi á jöfnu gildi allra manna og virðingu fyrir mannréttindum heldur á kynþáttahyggju, útilokun minnihlutahópa og andúð á öllu því sem framandi er. Þessi öfl voru til fyrir einni öld þegar norrænu félögin voru stofnuð, þau voru svo sannarlega til á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar og þau eru enn til staðar nú á dögum. Við sem störfum á þessum vettvangi verðum að vera vakandi fyrir þessari hættu og sjá til þess að öfgahópar nái þar ekki fótfestu. Friður og öryggi Stríð í Evrópu og Mið-Austurlöndum ógnar nú friði í heiminum. Við þurfum að leita aftur til síðari heimsstyrjalda til að finna hliðstæður við það ástand sem ríkir á alþjóðavettvangi. Á tímum átaka, hernaðarhyggju og vígbúnaðar er mikilvægt að friðarraddir heyrist á pólitískum vettvangi. Skelfilegar fregnir af mannfalli og þjáningum í stríði Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraels undirstrika þörfina á finna friðsamlegar lausnir á deilumálum. Við þessar aðstæður skiptir samstaða og samvinna norrænu þjóðanna miklu. Það er litið á okkur sem boðbera friðar og við höfum verið eindregnir talsmenn alþjóðlegra samninga um frið og afvopnun. Og við verðum að halda því áfram. Síðastliðin 200 ár hefur norrænum ríkjunum tekist að leysa deilumál sín á milli á friðsamlegan hátt. Sterk hefð er fyrir því að Norðurlönd miðli málum milli stríðandi fylkinga í öðrum heimshlutum og styðji sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða og mannréttindi með ráðum og dáð. Öll norrænu ríkin eiga nú aðild að Atlantshafsbandalaginu og sú staða gefur tilefni til umræðu um samstarf, hlutverk og stöðu Norðurlanda innan samtakanna. Norðurlandaráð ætti að taka virkan þátt í því samtali. Við þurfum að beita okkur saman til að tryggja frið og öryggi til framtíðar. Norðurlöndin hafa lagt áherslu á að norðurslóðir séu og eigi að vera lágspennusvæði með tilliti til vopnaðra átaka. Til að ná þessu þurfum við að vinna að friði og friðsamlegum lausnum. Friður og öryggi eru grunnur þess að lifa góðu lífi sem sérhver manneskja þráir. Umhverfis- og loftlagsmál Umhverfis- og loftslagsmál á norðurslóðum eru nátengd friði og öryggi. Þegar íshellan bráðnar opnast nýjar siglingaleiðir og verðmætar auðlindir verða aðgengilegri. Öflugar þjóðir munu þá án efa leita leiða til að ná yfirráðum yfir og virkja þessar auðlindir. Þetta getur leitt til spennu og átaka sem ógna öryggi og friðsamlegri tilveru þjóða sem búa á norðurslóðum. Á norðurslóðum gætir áhrifa loftslagsbreytinga fyrr og með meira afgerandi hætti en annars staðar. Vegna viðkvæmrar náttúru norðurskautsins, veðurfars og strjálbýlis getur verið erfitt að bregðast við umhverfishamförum og öðrum ógnum. Norðurlöndin vilja vera leiðandi í heiminum í umhverfis- og loftslagsmálum sem byggja á réttlátum grænum umskiptum. Það er í þeim anda, með áherslu á velferð og lífskjör íbúa norðurslóða, sem við viljum að Norðurlandaráð beini sjónum sínum sérstaklega að loftslagsmálum á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Höfundur er varaforseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Norðurlandaráð Utanríkismál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 23. mars er dagur Norðurlanda. Norðurlandaráð, sem er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna, var stofnað árið 1952. Norrænu ríkin skiptast á með að fara með formennski í ráðinu. Í ár er það hlutverk Íslendinga. Á fundum Norðurlandaráðs er iðulega tekist á og deilt um málefni, rétt eins og þingmenn gera heima fyrir. En líkt og á þjóðþingum Norðurlanda ríkir meðal langflestra fulltrúa í Norðurlandaráði almenn sátt um nokkur grundvallargildi sem snerta lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, frið og velferð. Þessi grundvöllur er traustur og hann stendur auðveldlega af sér ágreining um einstök mál og beinskeytt skoðanaskipti á fundum og þingum Norðurlandaráðs. Norrænu samstarfi stendur ekki ógn af pólitískum skoðanaskiptum heldur af öfgafullum öflum sem vilja ekki að norræn samvinna og samkennd byggi á jöfnu gildi allra manna og virðingu fyrir mannréttindum heldur á kynþáttahyggju, útilokun minnihlutahópa og andúð á öllu því sem framandi er. Þessi öfl voru til fyrir einni öld þegar norrænu félögin voru stofnuð, þau voru svo sannarlega til á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar og þau eru enn til staðar nú á dögum. Við sem störfum á þessum vettvangi verðum að vera vakandi fyrir þessari hættu og sjá til þess að öfgahópar nái þar ekki fótfestu. Friður og öryggi Stríð í Evrópu og Mið-Austurlöndum ógnar nú friði í heiminum. Við þurfum að leita aftur til síðari heimsstyrjalda til að finna hliðstæður við það ástand sem ríkir á alþjóðavettvangi. Á tímum átaka, hernaðarhyggju og vígbúnaðar er mikilvægt að friðarraddir heyrist á pólitískum vettvangi. Skelfilegar fregnir af mannfalli og þjáningum í stríði Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraels undirstrika þörfina á finna friðsamlegar lausnir á deilumálum. Við þessar aðstæður skiptir samstaða og samvinna norrænu þjóðanna miklu. Það er litið á okkur sem boðbera friðar og við höfum verið eindregnir talsmenn alþjóðlegra samninga um frið og afvopnun. Og við verðum að halda því áfram. Síðastliðin 200 ár hefur norrænum ríkjunum tekist að leysa deilumál sín á milli á friðsamlegan hátt. Sterk hefð er fyrir því að Norðurlönd miðli málum milli stríðandi fylkinga í öðrum heimshlutum og styðji sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða og mannréttindi með ráðum og dáð. Öll norrænu ríkin eiga nú aðild að Atlantshafsbandalaginu og sú staða gefur tilefni til umræðu um samstarf, hlutverk og stöðu Norðurlanda innan samtakanna. Norðurlandaráð ætti að taka virkan þátt í því samtali. Við þurfum að beita okkur saman til að tryggja frið og öryggi til framtíðar. Norðurlöndin hafa lagt áherslu á að norðurslóðir séu og eigi að vera lágspennusvæði með tilliti til vopnaðra átaka. Til að ná þessu þurfum við að vinna að friði og friðsamlegum lausnum. Friður og öryggi eru grunnur þess að lifa góðu lífi sem sérhver manneskja þráir. Umhverfis- og loftlagsmál Umhverfis- og loftslagsmál á norðurslóðum eru nátengd friði og öryggi. Þegar íshellan bráðnar opnast nýjar siglingaleiðir og verðmætar auðlindir verða aðgengilegri. Öflugar þjóðir munu þá án efa leita leiða til að ná yfirráðum yfir og virkja þessar auðlindir. Þetta getur leitt til spennu og átaka sem ógna öryggi og friðsamlegri tilveru þjóða sem búa á norðurslóðum. Á norðurslóðum gætir áhrifa loftslagsbreytinga fyrr og með meira afgerandi hætti en annars staðar. Vegna viðkvæmrar náttúru norðurskautsins, veðurfars og strjálbýlis getur verið erfitt að bregðast við umhverfishamförum og öðrum ógnum. Norðurlöndin vilja vera leiðandi í heiminum í umhverfis- og loftslagsmálum sem byggja á réttlátum grænum umskiptum. Það er í þeim anda, með áherslu á velferð og lífskjör íbúa norðurslóða, sem við viljum að Norðurlandaráð beini sjónum sínum sérstaklega að loftslagsmálum á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Höfundur er varaforseti Norðurlandaráðs.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun