„Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 11:01 Erika Nótt Einarsdóttir vakti mikla athygli um helgina þegar hún vann sögulegan sigur á Norðurlandamóti. @erika_nott_ Hin sautján ára gamla Erika Nótt Einarsdóttir varð um síðustu helgi fyrst Íslendinga til að vinna Norðurlandsmeistaratitil í hnefaleikum og hún ræddi afrekið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Erika Nótt er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera lengi í hnefaleikum. „Ég byrjaði fyrir sex árum og var því ellefu ára gömul þegar ég byrjaði,“ sagði Erika Nótt Einarsdóttir en hvernig stóð á því? „Ég spurði vinkonu mína: Hvað myndi þér finnast ef ég byrjaði í boxi? Hún svaraði að henni myndi finnast það ótrúlega skrýtið. En ég byrjaði bara samt og svo elskaði ég íþróttina,“ sagði Erika. „Ég vissi í raun ekkert um box þegar ég byrjaði en ég var líka rosalega ung. Svo hægt og rólega fór ég að elska íþróttina. Svo var þetta bara allt sem ég vildi gera,“ sagði Erika. Hún var búin að prófa aðrar íþróttir. „Ég vildi gera eitthvað öðruvísi. Ég var þá búin að æfa dans og ég æfði fimleika. Það var ekki alveg fyrir mig. Ég var þá búin að æfa fimleika í sjö ár og komst ekki í splitt,“ sagði Erika létt. Hnefaleikarnir hafa kannski á sér ímynd sem passar ekki alveg. „Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk,“ sagði Erika í léttum tón en er það óvanalegt að byrja æfa box svona ungur? „Það er auðvitað best að byrja ungur að æfa box en það er óvenjulegt af því að foreldrar vilja kannski ekki að krakkarnir þeirra séu að fara í þessa íþrótt svona rosalega ung,“ sagði Erika. „Þetta hljómar kannski eins og hættuleg íþrótt en ég hef séð allt hættulegt gerast í íþróttum. Mig grunar að fótbolti og fimleikar séu alveg jafnhættulegar íþróttir,“ sagði Erika. „Það er kannski það besta fyrir hausinn minn að fá höfuðhögg en það er ekkert vont þannig séð. Flest sem við erum að gera er laust og þetta er rosalega mikið teknískt,“ sagði Erika. „Þetta er ekki: Ég ætla að neglan hann eða ég ætla að rota hana. Þetta er rosalega teknískt,“ sagði Erika. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir neðan. Box Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Erika Nótt er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera lengi í hnefaleikum. „Ég byrjaði fyrir sex árum og var því ellefu ára gömul þegar ég byrjaði,“ sagði Erika Nótt Einarsdóttir en hvernig stóð á því? „Ég spurði vinkonu mína: Hvað myndi þér finnast ef ég byrjaði í boxi? Hún svaraði að henni myndi finnast það ótrúlega skrýtið. En ég byrjaði bara samt og svo elskaði ég íþróttina,“ sagði Erika. „Ég vissi í raun ekkert um box þegar ég byrjaði en ég var líka rosalega ung. Svo hægt og rólega fór ég að elska íþróttina. Svo var þetta bara allt sem ég vildi gera,“ sagði Erika. Hún var búin að prófa aðrar íþróttir. „Ég vildi gera eitthvað öðruvísi. Ég var þá búin að æfa dans og ég æfði fimleika. Það var ekki alveg fyrir mig. Ég var þá búin að æfa fimleika í sjö ár og komst ekki í splitt,“ sagði Erika létt. Hnefaleikarnir hafa kannski á sér ímynd sem passar ekki alveg. „Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk,“ sagði Erika í léttum tón en er það óvanalegt að byrja æfa box svona ungur? „Það er auðvitað best að byrja ungur að æfa box en það er óvenjulegt af því að foreldrar vilja kannski ekki að krakkarnir þeirra séu að fara í þessa íþrótt svona rosalega ung,“ sagði Erika. „Þetta hljómar kannski eins og hættuleg íþrótt en ég hef séð allt hættulegt gerast í íþróttum. Mig grunar að fótbolti og fimleikar séu alveg jafnhættulegar íþróttir,“ sagði Erika. „Það er kannski það besta fyrir hausinn minn að fá höfuðhögg en það er ekkert vont þannig séð. Flest sem við erum að gera er laust og þetta er rosalega mikið teknískt,“ sagði Erika. „Þetta er ekki: Ég ætla að neglan hann eða ég ætla að rota hana. Þetta er rosalega teknískt,“ sagði Erika. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir neðan.
Box Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira