Hættir eftir sautján ára starf Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2024 14:22 Kristinn hóf störf árið 2007 sem fjármálastjóri samstæðu Samskipa. Aðsend Kristinn Albertsson fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí næstkomandi. Hann hefur starfað hjá Samskipum í rúm sautján ár og á þeim tíma að mestu verið staðsettur í Rotterdam. Frá þessu greinir í tilkynningu þar sem fram kemur að Kristinn hafi hafið störf árið 2007 sem fjármálastjóri samstæðu Samskipa. Hann hafi í upphafi leitt umfangsmiklar umbreytingar á félaginu, meðal annars að færa höfuðstöðvar félagsins til Rotterdam í Hollandi. Í kjölfarið hafi fjárhagsskipan félagsins verið endurskipulögð og fjármálasviði samstæðunnar breytt til þess að styðja við vöxt og framtíðaráform Samskipa. Haft er eftir Kristni að tími hans hjá Samskipum hafi verið einstaklega gefandi. Hann sé fullur þakklætis fyrir tækifærin og reynsluna sem þessi sautján ár hafi fært sér. „Ég mun sakna allra þeirra góðu vina og kollega sem ég hef eignast og fengið að starfa með á þessum tíma. Samskip munu ávallt vera ofarlega í huga mínum og ég hlakka til að fylgjast með félaginu á komandi misserum, sér í lagi næstu umbreytingu Samskipa er snýr að umhverfis- og sjálfbærnismálum, en þar eru Samskip framarlega á sínu sviði. Ég óska Samskipum, vinum og kollegum alls hins besta,“ segir Kristinn. Þá er haft eftir Kari-Pekka Laaksonen, forstjóra Samskip Group, að það verði mikill missir af Kristni sem hafi verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu og umbreytingum á rekstri félagsins undanfarin sautján ár. „Við þökkum Kristni góð störf fyrir Samskip og óskum honum velfarnaðar og alls hins besta í framtíðinni.“ Fram kemur að frá 2007 hafi velta Samskipa samstæðunnar nær tvöfaldast í evrum talið og sé í dag um 800 milljónir evra. „Rúmlega 75% af heildarumfangi (veltu) Samskipa samstæðunnar er utan Íslands. Samskip eru með eigin dótturfélög í yfir 20 löndum og tæplega 80 fyrirtæki eru hluti af samstæðuuppgjöri Samskipa. Á þessum tíma hefur Kristinn komið að kaupum og á fjölda fyrirtækja, sem nú eru hluti af samstæðu Samskipa, svo sem Nor Lines, ECL, SeaConnect, og fleirum, sem og fjölda skipakaupa og fjármögnun þeirra,“ segir í tilkynningunni. Samskip hf. eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem starfrækir 46 skrifstofur í 24 löndum í fimm heimsálfum. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 1.500 talsins. Vistaskipti Skipaflutningar Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Frá þessu greinir í tilkynningu þar sem fram kemur að Kristinn hafi hafið störf árið 2007 sem fjármálastjóri samstæðu Samskipa. Hann hafi í upphafi leitt umfangsmiklar umbreytingar á félaginu, meðal annars að færa höfuðstöðvar félagsins til Rotterdam í Hollandi. Í kjölfarið hafi fjárhagsskipan félagsins verið endurskipulögð og fjármálasviði samstæðunnar breytt til þess að styðja við vöxt og framtíðaráform Samskipa. Haft er eftir Kristni að tími hans hjá Samskipum hafi verið einstaklega gefandi. Hann sé fullur þakklætis fyrir tækifærin og reynsluna sem þessi sautján ár hafi fært sér. „Ég mun sakna allra þeirra góðu vina og kollega sem ég hef eignast og fengið að starfa með á þessum tíma. Samskip munu ávallt vera ofarlega í huga mínum og ég hlakka til að fylgjast með félaginu á komandi misserum, sér í lagi næstu umbreytingu Samskipa er snýr að umhverfis- og sjálfbærnismálum, en þar eru Samskip framarlega á sínu sviði. Ég óska Samskipum, vinum og kollegum alls hins besta,“ segir Kristinn. Þá er haft eftir Kari-Pekka Laaksonen, forstjóra Samskip Group, að það verði mikill missir af Kristni sem hafi verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu og umbreytingum á rekstri félagsins undanfarin sautján ár. „Við þökkum Kristni góð störf fyrir Samskip og óskum honum velfarnaðar og alls hins besta í framtíðinni.“ Fram kemur að frá 2007 hafi velta Samskipa samstæðunnar nær tvöfaldast í evrum talið og sé í dag um 800 milljónir evra. „Rúmlega 75% af heildarumfangi (veltu) Samskipa samstæðunnar er utan Íslands. Samskip eru með eigin dótturfélög í yfir 20 löndum og tæplega 80 fyrirtæki eru hluti af samstæðuuppgjöri Samskipa. Á þessum tíma hefur Kristinn komið að kaupum og á fjölda fyrirtækja, sem nú eru hluti af samstæðu Samskipa, svo sem Nor Lines, ECL, SeaConnect, og fleirum, sem og fjölda skipakaupa og fjármögnun þeirra,“ segir í tilkynningunni. Samskip hf. eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem starfrækir 46 skrifstofur í 24 löndum í fimm heimsálfum. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 1.500 talsins.
Vistaskipti Skipaflutningar Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira