Bíður enn svara frá Bankasýslunni og áformar að leggja hana niður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2024 20:01 Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar á enn eftir að gefa skýringar á aðkomu stofnunarinnar að kaupum Landsbankans á TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála-og efnahagsráðherra væntir svara í næstu viku. Hún segir að enn sé áformað að leggja stofnunina niður. Vísir Fjármála-og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á TM tryggingafélagi í höndum Bankasýslu ríkisins, aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir kaupin. Hún væntir skýringa frá Bankasýslunni á aðkomu stofnunarinnar að kaupunum í næstu viku. Þá standi enn til að leggja Bankasýsluna niður. Forstjóri Bankasýslunnar skýrði fjármálaráðherra frá því í síðasta mánuði að stofnuninni hefði verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Nokkrum dögum síðar sendi bankaráð Landsbankans frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að bankasýslunni hefði vel verið upplýst um fyrirhuguð kaup bankans á félaginu. Væntir svara í næstu viku Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála-og efnahagsráðherra átti svo fund með Bankasýslunni í síðustu viku vegna málsins. Enn er beðið skýringa frá stofnuninni, „Við bara fórum yfir stöðu málsins á fundinum en þau eru enn með málið hjá sér. Ég býst við svörum frá þeim í málinu í næstu viku. Það skýrist á næstu dögum,“ segir Þórdís um fundinn. Aðspurð um hvort hún sé sátt við skýringar Landsbankans í málinu svara Þórdís: „Ég ætla bara að fara í gegnum þetta mál í réttri röð. Það er gert ráð fyrir að bankaráðið svari til Bankasýslunnar og sú stofnun er núna með málið hjá sér,“ segir Þórdís. Fjármálaráðherra lýsti sig andsnúna kaupum Landsbankans á TM þegar greint var frá þeim í síðasta mánuði. Hún myndi ekki samþykkja kaupin nema söluferli Landsbankans hæfist samhliða. Aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir að Landsbankinn kaupi Tm svara Þórdís: „Nei nú er málið bara hjá Bankasýslunni og ég leyfi því bara að hafa sinn gang.“ Enn á dagskrá að leggja Bankasýsluna niður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Þórdís segir það enn á döfinni. „Það var rætt ekki af minni hálfu en annarra að það ætti að leggja niður Bankasýsluna á sínum tíma. Það þarf að forma eitthvað fyrirkomulag í staðinn. Það er ennþá á dagskrá og við skulum bara sjá hvernig það spilast,“ segir Þórdís. Uppfært: Í samtali við fréttastofu segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdísi aldrei hafa sagst ekki ætla að stöðva kaup Landsbankans á TM, þrátt fyrir að hafa svarað spurningu fréttamanns neitandi. Svar hennar við spurningunni væri einungis það að málið lægi hjá Bankasýslunni og hún leyfi því að hafa sinn gang. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Forstjóri Bankasýslunnar skýrði fjármálaráðherra frá því í síðasta mánuði að stofnuninni hefði verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Nokkrum dögum síðar sendi bankaráð Landsbankans frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að bankasýslunni hefði vel verið upplýst um fyrirhuguð kaup bankans á félaginu. Væntir svara í næstu viku Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála-og efnahagsráðherra átti svo fund með Bankasýslunni í síðustu viku vegna málsins. Enn er beðið skýringa frá stofnuninni, „Við bara fórum yfir stöðu málsins á fundinum en þau eru enn með málið hjá sér. Ég býst við svörum frá þeim í málinu í næstu viku. Það skýrist á næstu dögum,“ segir Þórdís um fundinn. Aðspurð um hvort hún sé sátt við skýringar Landsbankans í málinu svara Þórdís: „Ég ætla bara að fara í gegnum þetta mál í réttri röð. Það er gert ráð fyrir að bankaráðið svari til Bankasýslunnar og sú stofnun er núna með málið hjá sér,“ segir Þórdís. Fjármálaráðherra lýsti sig andsnúna kaupum Landsbankans á TM þegar greint var frá þeim í síðasta mánuði. Hún myndi ekki samþykkja kaupin nema söluferli Landsbankans hæfist samhliða. Aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir að Landsbankinn kaupi Tm svara Þórdís: „Nei nú er málið bara hjá Bankasýslunni og ég leyfi því bara að hafa sinn gang.“ Enn á dagskrá að leggja Bankasýsluna niður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Þórdís segir það enn á döfinni. „Það var rætt ekki af minni hálfu en annarra að það ætti að leggja niður Bankasýsluna á sínum tíma. Það þarf að forma eitthvað fyrirkomulag í staðinn. Það er ennþá á dagskrá og við skulum bara sjá hvernig það spilast,“ segir Þórdís. Uppfært: Í samtali við fréttastofu segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdísi aldrei hafa sagst ekki ætla að stöðva kaup Landsbankans á TM, þrátt fyrir að hafa svarað spurningu fréttamanns neitandi. Svar hennar við spurningunni væri einungis það að málið lægi hjá Bankasýslunni og hún leyfi því að hafa sinn gang.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent