Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2024 15:14 Lík slökkviliðsmanns eftir drónaárásir í Karkív í nótt. AP/George Ivanchenko Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. Notast var við svokallaða Shahed-dróna sem Rússar hafa keypt í miklu magni frá Íran. Tólf eru særðir og þar af þrír alvarlega, miðað við það sem haft er eftir ríkisstjóra Karkív-héraðs í frétt Reuters. Karkív er ekki í nema um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands og hefur ítrekað orðið fyrir umfangsmiklum árásum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Rússar gerðu stórt áhlaup á borgina í upphafi innrásarinnar en varnir Úkraínumanna héldu og voru Rússar reknir á brott frá borginni. Þrír slökkviliðsmenn eru sagðir meðal þeirra sem féllu í árásunum. Eftir að þeir og aðrir voru mættir á vettvang árásanna var fleiri drónum flogið að borginni. Á ensku eru árásir sem þessar kallaðar „Double-Tap“ árásir og eru þær iðulega gerðar af hryðjuverkamönnum víðsvegar um heiminn og er þeim ætlað að valda miklu mannfalli meðal viðbragðsaðila sem bregðast við fyrstu árásinni. Rússar hafa einnig ítrekað verið sakaðir um að gera sambærilegar árásir í Sýrlandi í gegnum árin. Undanfarnar vikur hafa nokkrum sinnum borist fregnir af svona árásum á viðbragðsaðila í Úkraínu. Almannavarnir Úkraínu birtu í morgun myndband sem sýnir son eins slökkviliðsmanns sem dó gráta. Hann er einnig slökkviliðsmaður. # . . , 52- . pic.twitter.com/jFrMhXJYos— DSNS.GOV.UA (@SESU_UA) April 4, 2024 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lýst árásinni sem viðbjóðslegri og ítrekað áköll sín eftir fleiri loftvarnarkerfum og flugskeyti í þau loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa þegar fengið. Eins og áður segir beindust árásirnar meðal annars að orkuveri í Karkív en um 350 þúsund manns voru án rafmagns eftir árásirnar. Could you imagine a blackout in Milan? Or, for example, in Munich?Russia has practically destroyed all critical energy infrastructure in #Kharkiv, leaving people without light and warmth.#ArmUkraineNow, as #PatriotsSaveLives that 's trying to take with energy terror. pic.twitter.com/DEMA76I4tk— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) April 4, 2024 Rússar hafa notað sífellt fleiri Shahed dróna gegn orkuinnviðum Úkrainu og hafa þeir einnig uppfært drónana. Blaðamaður Economist í Úkraínu segir drónana fljúga hraðar og að þeir hafi verið málaðir svo erfiðara sé að skjóta þá niður. Shocking footage from drone attack on Kharkiv overnight. At least 4 dead. Russia has updated its Iranian munitions so that they now fly faster (up to 300km/h), higher, and with new wing coating that makes shooting them down much more difficult. pic.twitter.com/M4EadCyZnz— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 4, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Aukið fé til varnarmála og herskylda lykilviðbrögð við ásækni Rússa Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir Eista bæði upplifa öryggi vegna aðildar sinnar að Atlantshafsbandalaginu en einnig óttast næstu skref Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 4. apríl 2024 06:56 Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. 3. apríl 2024 13:00 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 3. apríl 2024 06:32 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Notast var við svokallaða Shahed-dróna sem Rússar hafa keypt í miklu magni frá Íran. Tólf eru særðir og þar af þrír alvarlega, miðað við það sem haft er eftir ríkisstjóra Karkív-héraðs í frétt Reuters. Karkív er ekki í nema um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands og hefur ítrekað orðið fyrir umfangsmiklum árásum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Rússar gerðu stórt áhlaup á borgina í upphafi innrásarinnar en varnir Úkraínumanna héldu og voru Rússar reknir á brott frá borginni. Þrír slökkviliðsmenn eru sagðir meðal þeirra sem féllu í árásunum. Eftir að þeir og aðrir voru mættir á vettvang árásanna var fleiri drónum flogið að borginni. Á ensku eru árásir sem þessar kallaðar „Double-Tap“ árásir og eru þær iðulega gerðar af hryðjuverkamönnum víðsvegar um heiminn og er þeim ætlað að valda miklu mannfalli meðal viðbragðsaðila sem bregðast við fyrstu árásinni. Rússar hafa einnig ítrekað verið sakaðir um að gera sambærilegar árásir í Sýrlandi í gegnum árin. Undanfarnar vikur hafa nokkrum sinnum borist fregnir af svona árásum á viðbragðsaðila í Úkraínu. Almannavarnir Úkraínu birtu í morgun myndband sem sýnir son eins slökkviliðsmanns sem dó gráta. Hann er einnig slökkviliðsmaður. # . . , 52- . pic.twitter.com/jFrMhXJYos— DSNS.GOV.UA (@SESU_UA) April 4, 2024 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lýst árásinni sem viðbjóðslegri og ítrekað áköll sín eftir fleiri loftvarnarkerfum og flugskeyti í þau loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa þegar fengið. Eins og áður segir beindust árásirnar meðal annars að orkuveri í Karkív en um 350 þúsund manns voru án rafmagns eftir árásirnar. Could you imagine a blackout in Milan? Or, for example, in Munich?Russia has practically destroyed all critical energy infrastructure in #Kharkiv, leaving people without light and warmth.#ArmUkraineNow, as #PatriotsSaveLives that 's trying to take with energy terror. pic.twitter.com/DEMA76I4tk— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) April 4, 2024 Rússar hafa notað sífellt fleiri Shahed dróna gegn orkuinnviðum Úkrainu og hafa þeir einnig uppfært drónana. Blaðamaður Economist í Úkraínu segir drónana fljúga hraðar og að þeir hafi verið málaðir svo erfiðara sé að skjóta þá niður. Shocking footage from drone attack on Kharkiv overnight. At least 4 dead. Russia has updated its Iranian munitions so that they now fly faster (up to 300km/h), higher, and with new wing coating that makes shooting them down much more difficult. pic.twitter.com/M4EadCyZnz— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 4, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Aukið fé til varnarmála og herskylda lykilviðbrögð við ásækni Rússa Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir Eista bæði upplifa öryggi vegna aðildar sinnar að Atlantshafsbandalaginu en einnig óttast næstu skref Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 4. apríl 2024 06:56 Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. 3. apríl 2024 13:00 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 3. apríl 2024 06:32 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Aukið fé til varnarmála og herskylda lykilviðbrögð við ásækni Rússa Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir Eista bæði upplifa öryggi vegna aðildar sinnar að Atlantshafsbandalaginu en einnig óttast næstu skref Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 4. apríl 2024 06:56
Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. 3. apríl 2024 13:00
Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01
Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 3. apríl 2024 06:32