Eðlilegt að bankarnir taki þátt í að fjármagna gjaldeyrisforðann Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2024 19:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fluttu bæði ávörp á ársfundi Seðlabankans í dag. Stöð 2/Einar Seðlabankinn hefur skikkað viðskiptabankanna til að auka vaxtalausar innistæður sínar hjá Seðlabankanum til að auka traust á peningastefnunni. Þetta vinnur gegn tapi Seðlabankans vegna neikvæðs vaxtamunar á tekjum hans og gjöldum. Ársfundur Seðlabankans fór fram í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti að venju ávarp á fundinum, ef til vill í síðasta sinn á þessum vettangi fari hún í forsetaframboð. Seðlabankastjóri fór yfir þróun efnahagsmála á undanförnum árum með sögulegum samdrætti á covid tímanum og síðan gríðarlegri þenslu á undanförnum árum. Hagvöxtur hér hefði slegið öll met og verið mun meiri en í örðum vestrænum ríkjum. Eftir efnahagshrunið 2008 var gripið til alls kyns aðgerða til að það endurtæki sig ekki og ákveðið að byggja upp mikinn gjaldreyrisforða sem var 790 milljarðar um síðustu áramót. Seðlabankinn fær mun lægri vexti af erlendum gjaldeyriseignum sínum en hann greiðrir bönkunum og ríkinu af vaxtaberandi innlánum þeirra hjá Seðlabankanum. Þannig greiddi Seðlabankinn 31,6 milljarða í vexti til banka og ríkis í fyrra en fékk 24,7 milljarða í vaxtatekjur. Neikvæður vaxtamunur var því 6,9 milljarðar króna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að í þessu ljósi hafi peningastefnunefnd ákveðið í gær að auka vaxtalausa bindiskyldu bankanna úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Ásgeir Jónsson segir eðlilegt að bankarnir taki þátt í kostnaðinum við mikinn gjaldeyrisforða.Stöð 2/Einar „Við erum með mjög stóran gjaldeyrisforða sem margir njóta góðs af. Við þurfum að borga innálnsvexti sem eru í raun stýrivextir okkar til bankanna. Við erum aðeins að reyna að laga hjá okkur vaxtamuninn," segir seðlabankastjóri. Það væri eðlilegt að bankarnir tækju þátt í kostnaðinum við að reka peningastefnu og myntsvæði með miklum gjaldeyrisforða. Þetta hjálpi til við lækkun vaxta þegar fram líði stundir. „Já ég vona það. Við ályktum að þetta hafi ekki áhrif alveg strax. Ég held að þetta tryggi trúverðugleika bankans. Að við séum ekki að blæða eiginfé. Við séum þá í sæmilegu jafnvægi,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ársfundur Seðlabankans fór fram í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti að venju ávarp á fundinum, ef til vill í síðasta sinn á þessum vettangi fari hún í forsetaframboð. Seðlabankastjóri fór yfir þróun efnahagsmála á undanförnum árum með sögulegum samdrætti á covid tímanum og síðan gríðarlegri þenslu á undanförnum árum. Hagvöxtur hér hefði slegið öll met og verið mun meiri en í örðum vestrænum ríkjum. Eftir efnahagshrunið 2008 var gripið til alls kyns aðgerða til að það endurtæki sig ekki og ákveðið að byggja upp mikinn gjaldreyrisforða sem var 790 milljarðar um síðustu áramót. Seðlabankinn fær mun lægri vexti af erlendum gjaldeyriseignum sínum en hann greiðrir bönkunum og ríkinu af vaxtaberandi innlánum þeirra hjá Seðlabankanum. Þannig greiddi Seðlabankinn 31,6 milljarða í vexti til banka og ríkis í fyrra en fékk 24,7 milljarða í vaxtatekjur. Neikvæður vaxtamunur var því 6,9 milljarðar króna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að í þessu ljósi hafi peningastefnunefnd ákveðið í gær að auka vaxtalausa bindiskyldu bankanna úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Ásgeir Jónsson segir eðlilegt að bankarnir taki þátt í kostnaðinum við mikinn gjaldeyrisforða.Stöð 2/Einar „Við erum með mjög stóran gjaldeyrisforða sem margir njóta góðs af. Við þurfum að borga innálnsvexti sem eru í raun stýrivextir okkar til bankanna. Við erum aðeins að reyna að laga hjá okkur vaxtamuninn," segir seðlabankastjóri. Það væri eðlilegt að bankarnir tækju þátt í kostnaðinum við að reka peningastefnu og myntsvæði með miklum gjaldeyrisforða. Þetta hjálpi til við lækkun vaxta þegar fram líði stundir. „Já ég vona það. Við ályktum að þetta hafi ekki áhrif alveg strax. Ég held að þetta tryggi trúverðugleika bankans. Að við séum ekki að blæða eiginfé. Við séum þá í sæmilegu jafnvægi,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40