Katrín gefur kost á sér Árni Sæberg skrifar 5. apríl 2024 13:06 Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. Katrín segir í yfirlýsingu að hún muni biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra og bjóða sig fram til forseta. Hún muni á næstu vikum ferðast um landið og tala við landsmenn um framtíðina. Hún segir alls ekki gefið að hún, sem hafi verið í stjórnmálum í tuttugu ár, bjóði sig fram til forseta. Hún hafi fyrir nokkuð löngu síðan ákveðið að hún myndi ekki gefa kost á sér í komandi Alþingiskosningum. Hún telji þó að hún geti áfram gert landi og þjóð gagn og því hafi hún ákveðið að bjóða sig fram til forseta. „Sú reynsla sem ég hef af stjórnmálum, reynslan af því að leiða saman ólíka hópa og sá skilningur sem ég hef öðlast á þeim tíma, gerir það að verkum að hún geti nýst vel í þessu embætti.“ Katrín tilkynnti framboð sitt í myndbandsfærslu á samfélagsmiðlum. Forsetinn þurfi að sýna forystu og auðmýkt Katrín segir að hún hafi undanfarið velt fyrir sér forsetaembættinu. Það sé mikilvægt embætti. Forsetinn þurfi að skilja gangverk stjórnmála og samfélags, hann þurfi að geta sýnt forystu og auðmýkt, hann þurfi að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi, hann þurfi að geta tekið erfiðar ákvarðanir, óháð stundarvinsældum, hann þurfi að geta talað til þjóðarinnar allrar. „Enda verður ekki af honum tekið að hann er kosinn af þjóðinni.“ Risastórar áskoranir framundan Katrín segir okkur stödd á flóknum tímum. Stríðsátökum hafi fjölgað í heiminum. Við stöndum frammi fyrir risastórum áskorunum á sviði loftslags og umhverfismála. Tækniþróunin sé á slíkum hraða að annað eins hefur ekki sést og aldrei hafi verið mikilvægara að efla og gæta mennskunni. „Á slíkum tímum þurfum við að horfa á undirstöðurnar, menntun og menningu. Þurfum að tryggja íslenska tungu sem er okkar rótfesta, en á sama tíma þurfum við að standa vörð um fjölbreytnina sem einkennir íslenskt samfélag. Í öllum þessum málum hefur forsetinn hlutverki að gegna, að tala skýrt fyrir þeim grunngildum sem við byggjum íslenskt samfélag á, lýðræði, mannréttindum og réttarríkinu. Bæði hér heima og á alþjóðavettvangi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín situr fyrir svörum Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, veitir fjölmiðlum viðtöl í Hörpu klukkan 14. 5. apríl 2024 13:49 Katrín búin að taka ákvörðun og upplýsa ríkisstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir Katrínu hafa greint ríkisstjórn frá ákvörðun sinni. Það sagði hann að loknum ríkisstjórnarfundi. Forsætisráðherra muni sjálf tilkynna um ákvörðun sína. 5. apríl 2024 12:15 Katrín eigi næstu klukkustundir í opinberri umræðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahags segir ríkisstjórnarfundinn sem var að ljúka hafa verið nokkuð hefðbundinn. Það hafi verið farið yfir mörg mál. 5. apríl 2024 11:49 „Það er ákveðið óvissustig núna“ Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. 5. apríl 2024 11:55 Katrín vildi engum spurningum svara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag. 5. apríl 2024 11:57 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Katrín segir í yfirlýsingu að hún muni biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra og bjóða sig fram til forseta. Hún muni á næstu vikum ferðast um landið og tala við landsmenn um framtíðina. Hún segir alls ekki gefið að hún, sem hafi verið í stjórnmálum í tuttugu ár, bjóði sig fram til forseta. Hún hafi fyrir nokkuð löngu síðan ákveðið að hún myndi ekki gefa kost á sér í komandi Alþingiskosningum. Hún telji þó að hún geti áfram gert landi og þjóð gagn og því hafi hún ákveðið að bjóða sig fram til forseta. „Sú reynsla sem ég hef af stjórnmálum, reynslan af því að leiða saman ólíka hópa og sá skilningur sem ég hef öðlast á þeim tíma, gerir það að verkum að hún geti nýst vel í þessu embætti.“ Katrín tilkynnti framboð sitt í myndbandsfærslu á samfélagsmiðlum. Forsetinn þurfi að sýna forystu og auðmýkt Katrín segir að hún hafi undanfarið velt fyrir sér forsetaembættinu. Það sé mikilvægt embætti. Forsetinn þurfi að skilja gangverk stjórnmála og samfélags, hann þurfi að geta sýnt forystu og auðmýkt, hann þurfi að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi, hann þurfi að geta tekið erfiðar ákvarðanir, óháð stundarvinsældum, hann þurfi að geta talað til þjóðarinnar allrar. „Enda verður ekki af honum tekið að hann er kosinn af þjóðinni.“ Risastórar áskoranir framundan Katrín segir okkur stödd á flóknum tímum. Stríðsátökum hafi fjölgað í heiminum. Við stöndum frammi fyrir risastórum áskorunum á sviði loftslags og umhverfismála. Tækniþróunin sé á slíkum hraða að annað eins hefur ekki sést og aldrei hafi verið mikilvægara að efla og gæta mennskunni. „Á slíkum tímum þurfum við að horfa á undirstöðurnar, menntun og menningu. Þurfum að tryggja íslenska tungu sem er okkar rótfesta, en á sama tíma þurfum við að standa vörð um fjölbreytnina sem einkennir íslenskt samfélag. Í öllum þessum málum hefur forsetinn hlutverki að gegna, að tala skýrt fyrir þeim grunngildum sem við byggjum íslenskt samfélag á, lýðræði, mannréttindum og réttarríkinu. Bæði hér heima og á alþjóðavettvangi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín situr fyrir svörum Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, veitir fjölmiðlum viðtöl í Hörpu klukkan 14. 5. apríl 2024 13:49 Katrín búin að taka ákvörðun og upplýsa ríkisstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir Katrínu hafa greint ríkisstjórn frá ákvörðun sinni. Það sagði hann að loknum ríkisstjórnarfundi. Forsætisráðherra muni sjálf tilkynna um ákvörðun sína. 5. apríl 2024 12:15 Katrín eigi næstu klukkustundir í opinberri umræðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahags segir ríkisstjórnarfundinn sem var að ljúka hafa verið nokkuð hefðbundinn. Það hafi verið farið yfir mörg mál. 5. apríl 2024 11:49 „Það er ákveðið óvissustig núna“ Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. 5. apríl 2024 11:55 Katrín vildi engum spurningum svara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag. 5. apríl 2024 11:57 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Bein útsending: Katrín situr fyrir svörum Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, veitir fjölmiðlum viðtöl í Hörpu klukkan 14. 5. apríl 2024 13:49
Katrín búin að taka ákvörðun og upplýsa ríkisstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir Katrínu hafa greint ríkisstjórn frá ákvörðun sinni. Það sagði hann að loknum ríkisstjórnarfundi. Forsætisráðherra muni sjálf tilkynna um ákvörðun sína. 5. apríl 2024 12:15
Katrín eigi næstu klukkustundir í opinberri umræðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahags segir ríkisstjórnarfundinn sem var að ljúka hafa verið nokkuð hefðbundinn. Það hafi verið farið yfir mörg mál. 5. apríl 2024 11:49
„Það er ákveðið óvissustig núna“ Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. 5. apríl 2024 11:55
Katrín vildi engum spurningum svara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag. 5. apríl 2024 11:57