Ólígarkar unnu mál vegna refsiaðgerða fyrir Evrópudómstól Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 12:21 Mikhail Fridman, annar auðkýfinganna, sem deild Evrópudómstólsins úrskurðaði að hefði ekki átt erindi á refsilista Evrópuráðsins eftir innrás Rússa í Úkraínu. AP/Pavel Golovkin Evrópskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að rangt hafi verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu í dag. Sannanir fyrir því að þeir hafi stutt stríðsreksturinn skorti. Mikhail Fridman og Petr Aven, stórir hluthafar í Alfa Group, einum stærsta fjárfestingasjóðinum í einkaeigu í Rússlandi, voru settir á refsilistann eftir að innrás Rússa hófst í febrúar 2022. Eignir þeirra og fjármunir voru frystir eftir að Evrópuráðið samþykkti refsiaðgerðirnar. Þeir skutu máli sínu til Almenna dómstóls Evrópusambandsins sem komst að þeirri niðurstöðu í dag að tvímenningarnir hefðu ekki átt að vera á listanum frá febrúar 2022 til mars 2023. Þegar aðgerðirnar gegn Fridman og Aven voru rökstuddar sagði Evrópuráðið að að Fridman smyrði hjólin fyrir innsta hring Vladímírs Pútín forseta og að Aven væri á meðal þeirra ólígarka sem stæðu Pútín næst. Almenni dómstóllinn sagði í dag að þó að það kunni að hafa verið rétt að Fridman og Aven væru nánir Pútín þá hefði Evrópuráðið ekki sýnt fram á að þeir hefðu stutt aðgerðir Rússa eða stefnu gagnvart Úkraínu eða að þeir hefðu stutt valdamenn þar fjárhagslega, að því er segir í frétt Reuters. Vera þeirra á refsilistanum hefði því ekki verið réttlætanleg. Þvinganirnar endurnýjaðar í fyrra Niðurstaðan þýðir þó ekki að Fridman og Aven séu lausir allra mála því refsiaðgerðirnar gegn þeim voru endurnýjaðar eftir að tímabilið sem dómurinn nær til rann út í fyrra. Þeir hafa einnig kært þá ákvörðun til evrópskra dómstóla. Þá sæta þeir einnig refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Lögmenn Fridman og Aven fögnuðu niðurstöðunni enda væru ásakanirnar á hendur þeim algerlega stoðlausar. Fridman, sem er með rússneskt og ísraelskt ríkisfang, stofnaði Alfa Group og er einn auðugasti maður Rússlands. Hann hefur lýst innrásinni sem harmleik og kallað eftir því að „blóðbaðinu“ ljúki. Hann bjó í Bretlandi en er sagður hafa farið aftur til Rússlands eftir að stríð braust út á milli Ísraels og Hamas í fyrra. Bæði Fridman og Aven voru stjórnarmenn hjá Alfa Bank, stærsta einkareikna banka Rússlands, en hættu eftir að þeir voru beittir refsiaðgerðum til þessa að reyna að forða bankanum frá sömu örlögum, að sögn AP-fréttastofunnar. Evrópusambandið lagði viðskiptaþvinganir á Alfa Bank í mars 2022. Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mikhail Fridman og Petr Aven, stórir hluthafar í Alfa Group, einum stærsta fjárfestingasjóðinum í einkaeigu í Rússlandi, voru settir á refsilistann eftir að innrás Rússa hófst í febrúar 2022. Eignir þeirra og fjármunir voru frystir eftir að Evrópuráðið samþykkti refsiaðgerðirnar. Þeir skutu máli sínu til Almenna dómstóls Evrópusambandsins sem komst að þeirri niðurstöðu í dag að tvímenningarnir hefðu ekki átt að vera á listanum frá febrúar 2022 til mars 2023. Þegar aðgerðirnar gegn Fridman og Aven voru rökstuddar sagði Evrópuráðið að að Fridman smyrði hjólin fyrir innsta hring Vladímírs Pútín forseta og að Aven væri á meðal þeirra ólígarka sem stæðu Pútín næst. Almenni dómstóllinn sagði í dag að þó að það kunni að hafa verið rétt að Fridman og Aven væru nánir Pútín þá hefði Evrópuráðið ekki sýnt fram á að þeir hefðu stutt aðgerðir Rússa eða stefnu gagnvart Úkraínu eða að þeir hefðu stutt valdamenn þar fjárhagslega, að því er segir í frétt Reuters. Vera þeirra á refsilistanum hefði því ekki verið réttlætanleg. Þvinganirnar endurnýjaðar í fyrra Niðurstaðan þýðir þó ekki að Fridman og Aven séu lausir allra mála því refsiaðgerðirnar gegn þeim voru endurnýjaðar eftir að tímabilið sem dómurinn nær til rann út í fyrra. Þeir hafa einnig kært þá ákvörðun til evrópskra dómstóla. Þá sæta þeir einnig refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Lögmenn Fridman og Aven fögnuðu niðurstöðunni enda væru ásakanirnar á hendur þeim algerlega stoðlausar. Fridman, sem er með rússneskt og ísraelskt ríkisfang, stofnaði Alfa Group og er einn auðugasti maður Rússlands. Hann hefur lýst innrásinni sem harmleik og kallað eftir því að „blóðbaðinu“ ljúki. Hann bjó í Bretlandi en er sagður hafa farið aftur til Rússlands eftir að stríð braust út á milli Ísraels og Hamas í fyrra. Bæði Fridman og Aven voru stjórnarmenn hjá Alfa Bank, stærsta einkareikna banka Rússlands, en hættu eftir að þeir voru beittir refsiaðgerðum til þessa að reyna að forða bankanum frá sömu örlögum, að sögn AP-fréttastofunnar. Evrópusambandið lagði viðskiptaþvinganir á Alfa Bank í mars 2022.
Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira