Elínborg leiði friðaboðskap kirkjunnar Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2024 09:01 Að skapa kirkjunni breiðan farveg friðar á Íslandi verður verkefni nýs biskups. Og það er ekkert áhlaupaverk því þar er bæði um að ræða frið og sátt um kirkjunnar störf og mikilvægi meðal okkar Íslendinga sem og sá boðskapur að boða og styðja frið í stríðshrjáðum heimi. Maðurinn háir linnulaus stríð við veröldina alla, við aðra menn og náttúruna. Á Íslandi er sótt að kirkjunni, hún sökuð um að vera gamaldags, úrelt og eiga ekki erindi við nútímann. Og vissulega er boðskapur hennar gamall enda rúmlega tvö þúsund ára. En það er enginn boðskapur betri. En það er hins vegar hvernig sá boðskapur er settur fram á hverjum tíma og honum fylgt eftir sem er verkefni hverrar kynslóðar, með þeim aðferðum sem hún hefur yfir að búa og þeim áherslum sem hún telur mikilvægastar og ég tel engan vafa á að því verkefni væri best komið hjá Elínborgu Sturludóttur. Fædd og uppalin á landsbyggðinni, hafandi þjónað sjávarbyggð, sveit og höfuðborginni sem prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík og búið erlendis. Með víðtæka menntun í guðfræði og sálgæslu til að veita prestum og öðru starfsfólki kristinnar kirkju á Íslandi stuðning í störfum sínum. Í þjónustu sinni sem prestur hefur áhersla hennar á boðskap um frið verið aðalsmerki, allan hennar starfsferili. Hún hefur haft að leiðarljósi hljóða göngu pílagrímanna, ekki bara á hinum fræga Jakobsvegi heldur milli kirkna, úr Borgafirði , í Skálholt og svo nú síðast frá Dómkirkjunni í Reykjavík um höfuðborgina okkar allra. Á göngu gefst færi á að íhuga, koma friði og ró á hugann og þakka fyrir það sem er en einnig búa sig undir að takast á við það sem bíður. Og við erum alltaf öll að kalla eftir friði, innri friði og friði í veröldinni svo foreldrar megi horfa í augu barnanna sinna og sjá þar framtíðina. Ég hvet alla sem hafa atkvæðisrétt í komandi biskupskjöri að nýta sitt atkvæði og greiða það Elínborgu Sturludóttur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Að skapa kirkjunni breiðan farveg friðar á Íslandi verður verkefni nýs biskups. Og það er ekkert áhlaupaverk því þar er bæði um að ræða frið og sátt um kirkjunnar störf og mikilvægi meðal okkar Íslendinga sem og sá boðskapur að boða og styðja frið í stríðshrjáðum heimi. Maðurinn háir linnulaus stríð við veröldina alla, við aðra menn og náttúruna. Á Íslandi er sótt að kirkjunni, hún sökuð um að vera gamaldags, úrelt og eiga ekki erindi við nútímann. Og vissulega er boðskapur hennar gamall enda rúmlega tvö þúsund ára. En það er enginn boðskapur betri. En það er hins vegar hvernig sá boðskapur er settur fram á hverjum tíma og honum fylgt eftir sem er verkefni hverrar kynslóðar, með þeim aðferðum sem hún hefur yfir að búa og þeim áherslum sem hún telur mikilvægastar og ég tel engan vafa á að því verkefni væri best komið hjá Elínborgu Sturludóttur. Fædd og uppalin á landsbyggðinni, hafandi þjónað sjávarbyggð, sveit og höfuðborginni sem prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík og búið erlendis. Með víðtæka menntun í guðfræði og sálgæslu til að veita prestum og öðru starfsfólki kristinnar kirkju á Íslandi stuðning í störfum sínum. Í þjónustu sinni sem prestur hefur áhersla hennar á boðskap um frið verið aðalsmerki, allan hennar starfsferili. Hún hefur haft að leiðarljósi hljóða göngu pílagrímanna, ekki bara á hinum fræga Jakobsvegi heldur milli kirkna, úr Borgafirði , í Skálholt og svo nú síðast frá Dómkirkjunni í Reykjavík um höfuðborgina okkar allra. Á göngu gefst færi á að íhuga, koma friði og ró á hugann og þakka fyrir það sem er en einnig búa sig undir að takast á við það sem bíður. Og við erum alltaf öll að kalla eftir friði, innri friði og friði í veröldinni svo foreldrar megi horfa í augu barnanna sinna og sjá þar framtíðina. Ég hvet alla sem hafa atkvæðisrétt í komandi biskupskjöri að nýta sitt atkvæði og greiða það Elínborgu Sturludóttur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar