Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar 17. apríl 2024 08:31 Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP28, ályktuðu 133 ríki að þrefalda þyrfti orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Orkan er talin ein af grunnforsendum fyrir að hægt sé að uppfylla samþykktir Parísarsáttmálans og framkvæma full orkuskipti, það er að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og uppbygging tengdra innviða nái fram að ganga. Í raforkuspá Landsnets til ársins 2060 segir að þörf sé á nýrri hugsun og nálgun í orkumálum. Landsnet spáir því að raforkumarkaðurinn á Íslandi muni tvöfaldast við full orkuskipti árið 2050. Vöxtur markaðarins verður að talsverðu leyti hjá heimilum og smærri fyrirtækjum m.a. vegna orkuskipta. Hluta af orkuskiptunum verður mætt með rafeldsneyti sem verður framleitt með innlendum grænum orkugjöfum. Þetta kallar á mikla breytingu á orkumarkaði. Þá bendir Landsnet á að raunhæft sé að ná markmiðum á forsendum notkunar árið 2050, að því gefnu að ekki verði takmarkanir á orkuframboði. Von er á uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem byggir m.a. á tillögum um aðgerðir í Loftslagsvegvísum atvinnulífsins. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eru gríðarstór verkefni framundan, m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref í þriðju orkuskiptunum á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt. Það er engin ástæða til að ætla að Ísland geti ekki áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna þótt tímabundið hafi hægst innleiðingu undanfarna mánuði. Sé horft til þróunar heildareftirspurnar á orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar á að nýtt framboð til raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast hratt við enda keppikefli Íslands að halda ótrauð áfram að vinna að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 í samræmi við stefnu stjórnvalda og þær lausnir sem atvinnulífið vinnur nú hörðum höndum að. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum því að hafa hraðann á án þess að gefa afslátt á niðurstöðuna. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með framtíðina, fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP28, ályktuðu 133 ríki að þrefalda þyrfti orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Orkan er talin ein af grunnforsendum fyrir að hægt sé að uppfylla samþykktir Parísarsáttmálans og framkvæma full orkuskipti, það er að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og uppbygging tengdra innviða nái fram að ganga. Í raforkuspá Landsnets til ársins 2060 segir að þörf sé á nýrri hugsun og nálgun í orkumálum. Landsnet spáir því að raforkumarkaðurinn á Íslandi muni tvöfaldast við full orkuskipti árið 2050. Vöxtur markaðarins verður að talsverðu leyti hjá heimilum og smærri fyrirtækjum m.a. vegna orkuskipta. Hluta af orkuskiptunum verður mætt með rafeldsneyti sem verður framleitt með innlendum grænum orkugjöfum. Þetta kallar á mikla breytingu á orkumarkaði. Þá bendir Landsnet á að raunhæft sé að ná markmiðum á forsendum notkunar árið 2050, að því gefnu að ekki verði takmarkanir á orkuframboði. Von er á uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem byggir m.a. á tillögum um aðgerðir í Loftslagsvegvísum atvinnulífsins. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eru gríðarstór verkefni framundan, m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref í þriðju orkuskiptunum á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt. Það er engin ástæða til að ætla að Ísland geti ekki áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna þótt tímabundið hafi hægst innleiðingu undanfarna mánuði. Sé horft til þróunar heildareftirspurnar á orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar á að nýtt framboð til raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast hratt við enda keppikefli Íslands að halda ótrauð áfram að vinna að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 í samræmi við stefnu stjórnvalda og þær lausnir sem atvinnulífið vinnur nú hörðum höndum að. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum því að hafa hraðann á án þess að gefa afslátt á niðurstöðuna. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með framtíðina, fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun