„Ólýsanleg stund“ fyrir Elínu Láru sem hljóp við hlið Ólympíueldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 09:00 Elín Lára Reynisdóttir í hópnum sem hljóp saman með Ólympíueldinn. Elín Lára Ísland átti fulltrúa þegar hlaupið var af stað með Ólympíueldinn í Ólympíu í Grikklandi í vikunni. Elín Lára Reynisdóttir segir þessa stund hafa gefið sér mikið. Það styttist óðum í Ólympíuleikana í París sem fara fram í júlí og ágúst í sumar og eins og vanalega er byrjað að hlaupa með Ólympíueldinn um það bil hundrað dögum fyrir setningarhátíðina. Elín Lára Reynisdóttir, lengst til hægri, með nokkrum samnemendum sínum sem koma víðs vegar að úr heiminum.Elín Lára Fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram í Aþenu í Grikklandi 1896 og í minningu uppruna nútíma Ólympíuleika er eldurinn er tendraður í bænum Ólympíu í Grikklandi. Einungis má tendra eldinn með geislum sólar. Ný útgáfa af kyndli er gerð fyrir hverja Ólympíuleika og hver kyndilberi heldur á sínum kyndli, sem hann notar til að tendra kyndilinn hjá þeim hlaupara er tekur við, loginn má aldrei slökkna. Það er síðan hlaupið með eldinn út um allan heim og alla leið til gestgjafaborgar Ólympíuleikanna sem að þessu sinni er París. Ísland átti eins og áður sagði fulltrúa þegar byrjað var að hlaupa með Ólympíueldinn í Grikklandi. Hún heitir Elín Lára Reynisdóttir og er meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni á fullum styrk frá Ólympíusambandinu. Elín var reyndar ekki opinber kyndilberi heldur hljóp hún með skólastjóra sínum sem er Kostas Georgiadis. Hefur tekið þátt mörgum sinnum „Skólastjórinn okkar, Kostas Georgiadis, var valinn til þess að hlaupa en hann hefur tekið þátt í hlaupinu mörgum sinnum. Kostas bauð okkur meistaranemunum og kennaranum, sem hefur verið með okkur þessa vikuna, að hlaupa með honum,“ sagði Elín Lára. Elín Lára er í meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni í Grikklandi.Elín Lára „Við hlupum því alls fimmtán manns saman í Zacharo og skiptumst við á að hlaupa samhliða Ólympíueldinum. Við hlupum ekki langt, kannski tvö hundruð metra, en á þessum tímapunkti í hlaupinu er skipt um hlaupara með mjög stuttu millibili,“ sagði Elín. Í náminu með henni eru fólk frá ellefu löndum eða Barein, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Indlandi, Íran, Jórdaníu, Kína, Lúxemborg , Mexíkó, Portúgal og Tælandi. „Við vissum frá upphafi námsins að við yrðum hér í Ólympíu þegar að eldurinn yrði kveiktur en vissum ekki að við fengjum að hlaupa með nema með nokkurra daga fyrirvara,“ sagði Elín. Hún segir að upplifun hafi verið mikil fyrir sig enda á kafi í námi tengdu Ólympíuleikunum. Fögnuðu eins og við hefðum verið að sigra heiminn „Ég held að ekkert okkar hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði mögnuð tilfinning og svo helltust tilfinningarnar yfir okkur eftir að við afhentum eldinn til næsta hlaupara. Á síðustu metrunum hljóp stór hópur af unglingum út á götuna með okkur og fögnuðu þessu eins og við hefðum verið að sigra heiminn,“ sagði Elín. „Þetta hljómar kannski ómerkilegt fyrir sumum en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum Ólympíuheimi var þetta ólýsanleg stund þar sem við fengum bókstaflega að vera hluti af sögunni sem við lærum um á hverjum degi. Að fá að deila þessu með bekkjarfélögunum og hundruðum Grikkja sem flykkjast út á göturnar til þess að heiðra eigin sögu er minning sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Elín. Ólympíuleikar 2024 í París Grikkland Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Sjá meira
Það styttist óðum í Ólympíuleikana í París sem fara fram í júlí og ágúst í sumar og eins og vanalega er byrjað að hlaupa með Ólympíueldinn um það bil hundrað dögum fyrir setningarhátíðina. Elín Lára Reynisdóttir, lengst til hægri, með nokkrum samnemendum sínum sem koma víðs vegar að úr heiminum.Elín Lára Fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram í Aþenu í Grikklandi 1896 og í minningu uppruna nútíma Ólympíuleika er eldurinn er tendraður í bænum Ólympíu í Grikklandi. Einungis má tendra eldinn með geislum sólar. Ný útgáfa af kyndli er gerð fyrir hverja Ólympíuleika og hver kyndilberi heldur á sínum kyndli, sem hann notar til að tendra kyndilinn hjá þeim hlaupara er tekur við, loginn má aldrei slökkna. Það er síðan hlaupið með eldinn út um allan heim og alla leið til gestgjafaborgar Ólympíuleikanna sem að þessu sinni er París. Ísland átti eins og áður sagði fulltrúa þegar byrjað var að hlaupa með Ólympíueldinn í Grikklandi. Hún heitir Elín Lára Reynisdóttir og er meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni á fullum styrk frá Ólympíusambandinu. Elín var reyndar ekki opinber kyndilberi heldur hljóp hún með skólastjóra sínum sem er Kostas Georgiadis. Hefur tekið þátt mörgum sinnum „Skólastjórinn okkar, Kostas Georgiadis, var valinn til þess að hlaupa en hann hefur tekið þátt í hlaupinu mörgum sinnum. Kostas bauð okkur meistaranemunum og kennaranum, sem hefur verið með okkur þessa vikuna, að hlaupa með honum,“ sagði Elín Lára. Elín Lára er í meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni í Grikklandi.Elín Lára „Við hlupum því alls fimmtán manns saman í Zacharo og skiptumst við á að hlaupa samhliða Ólympíueldinum. Við hlupum ekki langt, kannski tvö hundruð metra, en á þessum tímapunkti í hlaupinu er skipt um hlaupara með mjög stuttu millibili,“ sagði Elín. Í náminu með henni eru fólk frá ellefu löndum eða Barein, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Indlandi, Íran, Jórdaníu, Kína, Lúxemborg , Mexíkó, Portúgal og Tælandi. „Við vissum frá upphafi námsins að við yrðum hér í Ólympíu þegar að eldurinn yrði kveiktur en vissum ekki að við fengjum að hlaupa með nema með nokkurra daga fyrirvara,“ sagði Elín. Hún segir að upplifun hafi verið mikil fyrir sig enda á kafi í námi tengdu Ólympíuleikunum. Fögnuðu eins og við hefðum verið að sigra heiminn „Ég held að ekkert okkar hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði mögnuð tilfinning og svo helltust tilfinningarnar yfir okkur eftir að við afhentum eldinn til næsta hlaupara. Á síðustu metrunum hljóp stór hópur af unglingum út á götuna með okkur og fögnuðu þessu eins og við hefðum verið að sigra heiminn,“ sagði Elín. „Þetta hljómar kannski ómerkilegt fyrir sumum en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum Ólympíuheimi var þetta ólýsanleg stund þar sem við fengum bókstaflega að vera hluti af sögunni sem við lærum um á hverjum degi. Að fá að deila þessu með bekkjarfélögunum og hundruðum Grikkja sem flykkjast út á göturnar til þess að heiðra eigin sögu er minning sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Elín.
Ólympíuleikar 2024 í París Grikkland Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Sjá meira